Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 9
Kvöldskuggarnir slá dökkri liulu yfir vatnsflötinn og svöl gola gárar liann, en aftanskin er ennþá á austur- hrúnunum. Hér varð slutt viðdvöl, því stutt er til næsta áningarstaðar, sem er Skeiðsfossrafstöðin. Þar varð langur stanz. í miðjum Fljótunum stóð fett ferðafólk við veginn mcð svefnpoka og annan farangur, sem tilhevrir úti- leguferðalagi, og óskaði eftir fari þar til það mætti bílnum til Siglufjarðar. Þaðan var þetta unga fólk. Ekkert sæti var laust, en samt var því tekið með góðri gestrisni, einkanlega voru það stúlkurnar, sem nutu hennar. Þær voru settar á hnéstóla fremstu herr- anna, enda voru þ'ær rjóðar og glaðværar. Samfeða- menn þeirra urðu að láta sér nægja að standa hálf- bognir fram við dyr allan tímann, vegna þess að við konurnar vorum í svo miklum minnihluta, enda á það ekki við, að bjóða þeim samskonar sæti sem samferða- konum Jreirra. Nú varð hálfu glaðværara en áður í bílnum og var |)ó sífelldur söngur alla leiðinna, úr hlaði og í. Tnnst í Fljótunum mættum við Siglufjarð- arhílnum. Þar kvöddu þessar hláturmildu blómarósir og liljóðnaði talsvert yfir þeim, sem sætin lánuðu, en samt tóku þeir gleði sína fljótlega aftur. í Hofsósi varð dálítill stanz, drukkið ágætt kaffi og Iieilsað u]ip á kunníngja, allra snöggvast -J)eir, sem áttu þá einhverja. Síðan keyrt inn með firðinum, í dýrðlegu aftanskini. Á melunum fyrir utan Sléttu-Björnsstaði var áð í síðasta sinn. í lognkyrrðinni og kvöldhúminu stigu þeir ferðafélagarnir dans, ölvaðir af ánægju þessa ógleymanlega dags. Svo var lagt af stað og komið NtTT KVENNABLAÐ Brot úr mínníngarljóðí um fiænda mínn Man eg mildu, lireinu mánabjörtu kvöldin. Nor'öurljósalogar léku um himintjöldin. Féll aö lwítra fjalla fótum hrauniö svarta, sveitin veöursœla, sögulandsins hjarla. Þá var holt aö hlaupa hreinan út í snœinn, bjóöa vildarvininn velkominn í bœinn. Þá var yndi aö una inni í þröngum ranni,, návist gestsins góöa gladdist ungur svanni, Um haust í Þiugvallasveit, Ingveldur Einarsdóttir. lieim í myrkri kl. tæplega hálf eitt um nóttina. Að endingu sendi ég þeim gestrisnu Ólafsfirðing- um kæra kveðju og þakka samferðafólkinu fyrir skemmtunina. Guörún B. Árnadóttir frá Lundi, 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.