Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 11
eða sorg. Og hverju, sem að höndum bar virtist hún geta tekið með jafnaðargeði og hefur það vafalaust Verið að þakka víðsýni hennar og skarpskyggni. Sumarið 1934 dvaldi Björg suður í Reykjavík sér til heilsubóta og náði þá allgóðum bata, en veturinn 1951 veiktist hún, og fór þá aftur til Reykjavíkur og dvaldist þar sumarlangt, ýmist á sjúkrahúsi eða á heimilum systkina sinna. En þegar veturinn gekk í garð kom hún aftur heim á sitt kæra heimili, þar sem henni var ljúfast að dvelja ásamt ungum og elskulegum barnabörnum. Enda mun börnum henn- ar og tengdabörnum hafa verið það kærast að fá að annast hana til hinztu stundar. Fram að jólum hafði Björg sem oftast fótavist, en tvo fyrstu mánuði þessa árs háði hún hið harða dauða- stríð við kvalafullan sjúkdóm. Það stríð háði hún með sömu prýði og allt annað, sem á vegi hennar varð. Rúmum mánuði áður en Björg lézt kom ég til henn- ar í síðasta sinni. Þá vissi hún svo vel hvað í hönd fór, en þrátt fyrir það var hún svo glöð og ljúf í viðmóti sem hún ætti til brúðkaups að ganga." Og nú, þegar hinzta kveðjustundin er runnin upp, er hugurinn fullur af virðingu og þökk til hennar og þess, sem leiddi hana, huggaði og veitti henni kraft til að strá glampandi geislum á veginn með lífi sínu og breytni. Við, sem eftir erum, hlýjum okkur við minningarnar um hana, sem aldrei fölna og alltaf er hægt að hlýja huganum við, þó að eitthvað virðist andstætt. Þarf heldur nokkurn að undra, þótt vinirn- ir séu viðkvæmir í lund, er þeir finna að nú eru sýnilegu tengslin rofin, og nú hafa lokast dyr, sem aldrei verða opnaðar aftur til samfunda á meðan við dveljum hérna megin við tjaldið. Anna Ólafsdóttir. Að lelk. ÖLLUM GETUR YFYRSÉZT Tvær litlar mannverur berjast um skóflu í sandkassa. Virð- ist erfitt að láta það afskiptalaust. Samt mun það sýna sig, ef fullorðnir koma ekki til skjalanna, þá leysist deilan brátt af sjalfu sér, rekan liggur í kassanum, ónotuð, því að bæöi börn- in hafa fengið nýtt viðfangsefni. Það getur haft ýmsar aileiðingar að skipta sér af deilum barna. í fyrsta lagi verður rifrildið lengra, og í öðru lagi mun dómsúrskurður, er kveður á um það, að annað barnið hafi rétt á skóflunni, en hitt ekki, verða til þess, að sigurveg- arinn miklast, en hinn sigraði óskar eftir að hefna sín. Hug- arfarið býr sig undir næstu deilu. — Lítil börn skilja ekki' hugtökin, rétt og rangt. Það er aðeins óskin og þörfin til aS nota hlutina, sem knýr þau til verka. En smám saman tileinka þau sér hugmyndina um eignarrétt, hvað þau megi gera og hvað ekki, o.s.frv. Rétt og rangt fer að fá sína merkingu í hug- um þeirra. Og óll bernskuárin krefjast þau við og við dómsúr- skurðar fullorðinna, þegar þau álíta, að einhver hafi gert þeim rangt til. Margir foreldrar munu hiklaust fylgja sínum krakka að málum og telja að hann hafi á réttu að standa. Aðrir reyna að dæma hlutdrægnislaust, eftir því sem efni standa til. En aðeins fáir gera það, sem í þessu tilfelli, er báðum aðiljum fyrir beztu. Tala við börnin, þar til þau eru orðin róleg, en fylgja hvorugu að málum. Það er nefnilega sára sjaldan, að annar hafi alveg rétt fyrir sér, en hinn algerlega rangt. Þegar krökkunum er runnin reiðin, kemur næsta spurning. — Hvern- ig er hægt að ráða fram úr þessu, svo að sættir takist og þeim geti komið vel saman og haldið áfram að leika sér saman? Börn skilja fljótt þann hugsanaferil, að hinn parturinn geti líka litið' svo á, að hann hafi rétt fyrir sér, að hann geti haft sínar ástæður og sin sjónarmið, og smátt og smátt lærist þeim að taka tillit til skoðunar annarra. Það er ógerningur, að ætla að fyrirskipa barni, eða kenna því með áminningum að virða sjónarmið annarra. Barnið verð1 ur sjálft að reyna, að þeir fullorðnu hlusti með athygli á, hvað það hefur fram að færa máli sínu til sönnunar. Trúin á það, að aðrir virði manns eigin persónu og sjónarmið, er nauðsynleg til þess að maður sjálfur beri virðingu fyrir óðrum. Sá, sem ávalll hyggst hafa á réttu að standa og þykist jafn- an vita allt betur en aðrir, er ekki viðfelldinn í umgengni. En þeim, er þykir vænt um félaga sína og fjölskyldu, finnst það ekki nærri því eins áríðandi að geta sagt með sigurglöðu brosi: „Þetta sagði ég!" eins og hitt að lifa í sátt og sam- lyndi við sína nánustu. Þess vegna eru líka til heimili, þar sem sjaldan þarf á dómi eða refsingu að halda, þar sem fólk getur deilt í bróðerni og greint á um ýmislegt, en viðurkennt þann rétt, sem öllum er nauðsynlegur: Réttinn til þess að geta skjátlast og yfirsézt, en vita jafnframt að maður er mikils metinn og skoðanir manns virtar, eins og maður sjálfur virðir skoðanir annarra. Lausl. þýtt. — M. J. Maurus Tokai, hinn ungverski rithöfundur, sagði: Til eru tvenns konar konur, konur sem hafa hjarta — þær helga alla ást sína einum einstaklingi, og aðrar, sem ekkert hjarta hafa — þœr fá ást á hverjnm sem vera ska]. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.