Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Síða 14

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Síða 14
Margrét Jónsdóttir: Hálsbandið FRAMHALDSSAGA En svo voru það börnin. Þau voru efnileg. En þau ðxu óðfluga. Það voru ekki mörg árin, þar til þau voru orðin fullvaxin, og henni fannst stundum, að þau varla vera börnin hennar lengur. Frú Valborg var nú samt ekki að hugsa um neitt af þessu, þarna sem hún stóð við gluggann. Það var Agnar, skáldið, sem hugur hennar dvaldi við og sú breyting, sem orðin var á lífi hennar þessa síðustu mánuði, síðan hún kynntist honum nánar. Skyndilega vaknar hún upp af vökudraum sínum. Þetta dugði ekki. Hún var neydd til að fara að hafa fataskipti, áður en gestirnir kæmu. Brosið var horfið af vörum hennar. Hún kveið hálfgert fyrir deginum. En hjá þessu varð auðvitað ekki komist. Nokkrar kunningjakonur myndu vafalaust koma eins og venjulega og færa henni blóm og gjafir. Gunnar kæmi heim sem snöggvast, drykki með þeim kaffið og gerði að gamni sínu um stund og hyrfi síðan á braut og léti þær einar eftir. Þetta var eins og velæfð og fastákveðin dagskrá á skemmtisamkomu, alltaf eins ár eftir ár með mjög litlum breytingum. Ekkert sem kom að óvörum. í morgun höfðu peningar í umslagi legið á nátt- borðinu hennar. Upphæðin var nokkru lægri heldur en í fyrra. Þetta var einfalt og hampalítið fyrir Gunn- ar. Hann þurfti ekki að hafa fyrir því að finna upp á neinu. En skemmtilegt var það ekki. — Og næsta ár yrði hún fjörutíu ára! Frú Valborg var komin inn í svefnherbergið og tekin að snvrta sig. Hún stóð fyrir framan spegilinn í grænum silkikufli og greiddi úr lirúnu lokkunum, sem voru hringaðir upp eftir nýjustu tízku. Hún var að hugía um, hvaða kjól hún ætti að fara í — og valdi eftir stundarkorn silfurgráan kjól með dökku perlu- skrauli. Þessi kjóll fór henni óneitanlega vel. Hún hugsaði aftur til Agnars. Hún hafði einmitt verið í þessum kjól í fyrsta skipti kvöldiö góða, er hann fylgdi henni heim. Það var af einskærri tilvilj- un. Hann hafði komið þangað, sem hún var stödd um kvöldið, og þau höfðu oröið samferða út úr dyrun- um. Síðan hafði hann gengið með henni. Þau voru nið- ursokkin í samræður og voru komin heim að húsi þeirra hjóna fyrr en varði. 12 Klukkan var farin að ganga 12. Gunnar var ef til vill kominn heim. — Viljið þér ekki koma inn sem snöggvast? Máski getið þér heilsaö upp á manninn minn. En Gunnar var ekki heima. Stúlkan bar þau skila- boð, að hann væri á pólitískum fundi, ekki væntan- legur fyrr en einhvernlíma eftir miðnætti. Frú Valborg bauð Agnari sæti í viðhafnarstofunni. Hún skenkti víni á glas handa honum, fékk sér sjálf vindling, og þau héldu áfram að spjalla saman. Börnin voru háttuð og sofnuð, og lnin leyfði stúlk- unni að fara aö hátta. Þau töluðu um vináttuna milli karls og konu. — Ég hef ekki mikla trú á því, að sönn vinátta milli karls og konu eigi sér oft stað, mælti Agnar. — Hún blandast einatt og er borin upp af öðrum ástæðum, og endar venjulega með ástaratlotum. Að minnsta kosti er það algengast, að annarhvor aðili þráir innilegra samband en venjuleg vináttumál. •— Ég veit ekki, svaraði Valborg. — Einn kunningi minn frá æskuárunum kallaði vin- áttuna helgan dóm eða sakramenti, og það verðið þér að játa, að svo framarlega sem ástin breytist ekki í einlæga vináttu, hvort sem það nú er í hjónabandi eða milli elskenda, þá verður hún ekki varanleg, og eitt- hvert tómahljóð í strokknum. Tíminn leið óðfluga. Valhorg varð þess vör að eitthvert ofvæni var í loftinu. Klukkan sló 1. Hún leit ósjálfrátt á hana, og Agnar stóð upp allt í einu. — Tími kominn til þess að fara í háttinn ■— sagði hann. — Þetta hefur verið yndisleg kvöldstund! Hún skenkti aftur í glasið hans, og hann greip það og tæmdi þaö standandi. — Yðar skál, frú Valborg og vináttunnar, sem við vorum að ræða um — og þökk fyrir kvöldiö. Hann var fallegur. Augun stór, óvenjulega skír og dökk. Þessa slundina voru þau nærri því svört. Hún lyfti sínu glasi og dreypti örlítið á því. — Þakka yÖur fyrir fylgdina, Agnar! sagði hún. Iiún var líka staðin upp og bjóst til að fylgja hon- um fram í anddyrið. En þá geiðist það. Hann tók hana allt í einu eld- snöggt í faðm sér, þrýsti henni að sér og kyssti hana heitt og ákaft. Þetta hafði komið ákaflega flatt upp á frú Valborgu. Hún veitti ekki viðnám og hafði orðið undarlega snortin. — Ég elska þig! Þú ert fallegasta og eftirsóknar- verðasta konan, sem ég hef nokkru sinni kynnst — hrópaði hann upp. Framhald. NÝTT KVENNAJBLAÐ J

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.