Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 14. árgangur. 1. tbls. janúar 1953. 0 ;,Til eru tvennskonar tegundir blóma — rœktuS blóm °g villt blóm. Ræktuðu blómin eru í húsum og blómst- urgörðum. Þau eru ræktuð af mönnum, sett niður eft- föstum reglum og standa í ákveðnum röðum. Villtu l'lómin vaxa úti á víðavangi, ekki eftir föstum regl- Ur*i, ekki í ákveðnum röðum, heldur eins og náltúran ^ýður þeim. Til eru tvennskonar tegundir fugla — tamdir fuglar °g viltir fuglar. Tömdu fuglarnir halda sig fyrir inn- an skorður þær, sem mennirnir hafa sett þeim. Þeim er sunmm kennt að tala orð og syngja lög. En þeir syngja ávallt eins og þeim hefur verið kennt að syngja. .Villtu fugl arnir eru óbundnir við form og reglur. t*eir fljúga svo hátt og langt sem þeim þóknast. Þeir hvíla sig á þessum kvistinum í dag en á öðrum, í hundrað mílna fjarlægð, á morgun. Og þeir syngja, eins og frjálsar verur, það eitt, er þeim býr í brjósti syngja það, sem náttúru þeirra er samkvæmt. Til eru tvennskonar tegundir skálda — íþrótta- skálda og /mgt'itó-skálda. íþrótta-skáldin eru skáld af viti og lærdómi. Þau hafa lært að yrkja. Þau yrkja eÞir listarinnar reglum. Hjá þeim er formið allt lög- Imndið nákvæmlega. Þau kunna að raða hugsunum Slnum niður skipulega og hafa þær sálarfræðislega réttar — þau yrkja af því þau kunna að yrkja. Hug- Wís-skáldin, aftur á móti, eru skáld af meðfæddri náttúru-gáfu og eðlishvöt. Þau eru stundum lítt „lærð“, en þau yrkja af því, að hjartað er fullt af skáldskap.“ Þannig skrifar Björn B. Jónsson í hyrjun greinar- korns um Kristján Jónsson, fjallaskáld. I síðasta hefti Nýs kvennablaðs er talað um tvenns- konar konur. Lengi mætti sjálfsagt þannig halda áfram að bera saman ósnortna náttúruna og spor menning- arinnar. En gaman er að rifja þetta upp og girnilegt Þl fróðleiks. Þessar ólíku tegundir skyggja ekkert hver á aðra. ný-tt KVENNABLAB Yndis og gagns njótum við af tömdu tegundunum og svo einnig af þeim villtu. Og er ekki hjarta þitt fullt af skáldskap? — Við eigum okkar eigin heim, leift- ursýnir, söng og bjartar vonir. Það stemmir sem skáldið segir: Þó kuldinn næði um daladætur, þær dreymir allar um sól og vor. Þunglyndi getur sótt að okkur ungum, og beyzkju getur reynt að setjast að í okkur miðaldra. Oft er okk- ur vandi á höndum. En verum fullar kærleika, þá er okkur borgið. Nýlega höfum við bætt 1 við gamla ártalið svo út er komið 1953. Við höfum sötrað áramótakaffið og hlýtt á áramótaræðurnar. Það er upplyfting og styrk- ur að vera augnablik sem einn maður. Sameínuð þjóð í landhelgismálinu móti Bretanum, sem ekki vill kaupa af okkur fiskinn og Danskinum, sem svívirðir okkur í handritamálinu. En svo má búast við að hver höndin verði aftur upp á móti annarri fyrr en varir, og þá verður sú kona, sem eflir frið meðal harna sinna og innan heimilisveggjanna sælust kvenna. Þegar í odda skerst í atvinnumálunum fer lítið fyrir konunum, það sannaði verkfallið fyrir áramót- in. „Ég vil láta konurnar fara í kröfugöngu og heimta mjólkina á markaðinn“, stakk ein upp á. En hvernig mátti það ske? Börnin drukku vatn í stað mjólkur, og það sá á unglingunum í Reykjavík í verkfallslok. Þá fengúm við svo blessuð jól og mjólkina aftur, lífslind barn- anna. Hamingjan vitjar eldri og vngri í mörgum myndum. En svo grimm er flokkspólitíkin og svo háð erum við erlendum öflum að ekki er að búast við að konur sækist eftir stjórnartaumum. 1'

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.