Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 7
allt í einu. Þangað til móðir hans, grannvaxin og faguriimuð, kom hlaupandi og kallandi eins og ung hæna og sótti hann. Á bekkjunum og grænu stóhin- um sat einnig fólk, en næstum alltaf hið sama sunnu- dag eftir sunnudag, og ungfrú Brill hafði tekið eftir pví, að það var eitthvað kátlegt við það allt saman. Það var skrítið, þegjandalegt, næstum allt gamalt, og það pírði eins og það væri nýkomið út úr dimmri herbergiskytru eða jafnvel — jafnvel skáp. Bak við hljómsveitarpallinn stóðu grannvaxin tré nieð gulu, hnípnu laufi, á milli trjánna sást rönd af hafinu, en yfir hvelfdist blár himinninn með gullnum skýjum. Tum—tum—tum—tidd—tum!— Tum—tidd—tum— tum—ta! sagði hljómsveitin. Tvær ungar stúlkur, rauðklæddar, gengu fram hjá, og tveir ungir sjóliðar í einkennisbúningum mættu þeim, og þau hlógu og gengu burt og leiddust tvö og tvö. Tvær bóndakonur með skringilega stráhatta löbb- uðu fram hjá, alvarlegar á svip, og teymdu fallega dökkgráa asna. Kuldaleg, fölleit nunna skundaði hjá. Fögur kona kom á vettvang, missti fjóluvöndinn sinn, og drenghnokki hljóp á eftir henni og rétti henni hann, en hún tók fjólurnar og fleygði þeim, eins og þær hefðu verið eitraðar. Drottinn minn dýri! Ungfrú Brill vissi ekki, hvort hún átti að dást að þessu eða ekki. Og nú mættust beint fyrir framan hana kona rneð hreysikattarskinnshatt og gráklæddur herra. Hann var hár vexti, virðulegur, en stirfinn, og hún var með hreysikattarskinnshattinn, sem hún hafði keypt, meðan hár hennar var glóbjart. Nú var allt, nárið , andlitið, jafnvel augun með sama lit og tötra- legt hreysikattarskinnið, og hanzkaklædd höndin, sem hún lyfti til að þerra varirnar, var eins og örlítil gul- leit loppa. Ó, hvað hún var glöð að sjá hann — him- inlifandi! Hún hafði hálfvegis búizt við að mæta honum. Hún lýsti því, hvar hún hefði verið — hérna °g þarna,' allstaðar með fram sjónum. Hvort honum fyndist veðrið' ekki dásamlegt? Og mundi hann kannski ekki vilja . .. . ? En hann hristi höfuðið. kveikti sér í sígarettu, blés hægt frá sér stórum reykjarmekki framan í hana, fleygði eldspýtunni og gekk burt, meira að segja á meðan hún lét dæluna ganga hlæjandi. Kónan með hreysikattarskinnshattinn stóð ein eftir; hún brosti glaðlegar en nokkru sinni fyrr. En jaí'nvel hljómsveitin virtist finna, hvernig henni var innanbrjósts, því að hún lék hægara og viðkvæmara, og trumban drundi. „Dóninn! Dóninn!" aftur og aftur. Hvað mundi konan nú taka til bragðs? En meðan ungfrú Brill var að velta því fyrir sér, snéri konan sér við, veifaði hendinni, eins og hún NÝTT KVENNABLAÐ Galdravísur Og nú skal eg fremja lirn og undnr.... hylja mig hokn hvæsa í tundur og tanta yfir öllu dauðu og iillu, sem lifir. Frjór er akurinn fáir vaka glittir svefntýra í glugga, staka. í skugganum er eg æ á erli, engir vita að eg er a ferli. — Gróðurinn gverðinum sofur undlr dumb er hans vitund, djúpur hans blundur .... Valdið er mitt — það skal magnast og hrffa í myrkrinu hvessi eg eggjar og hnífa ___ l»ví enginn þekkir hans vöxt og veg, nema einn, einn. Eg. Hildur úr Hlíð. hefði séð annan langtum geðfelldari hinum megin á götunni, og tiplaði burt. Og hljómsveitin breytti aft- ur um, lék hraðara og fjörugra en áður, og gömlu hjúin, sem sátu á bekknum hjá ungfrú Brill, stóðu á fætur og strunsuðu burt, og hinn skringilegi karl með síða vangaskeggið hökti eftir hljómfallinu og var næstum kominn um koll, þegar hann rakst á fjórar stúlkur, sem gengu aamhliða. Ó, hvað það var hrífandi! Hve hún naut þess að sitja hér og horfa á. Þetta var eins og á leiksviði. Það var nákvæmlega eins og á leiksviði. Hver gat trúað því að himinninn á bak við væri ekki málaður? En þegar mórauður kjölturakki trítlaði rólega út á göt- una og drattaðist síðan silalega burtu eins og svo- lítill leikhúshundur, sem gefið hefur verið inn róandi lyf, þá fyrst uppgötvaði ungfrú Brill, hvað það var, sem gerði þetta allt svo æsandi. Fólkið var allt á leik- sviðinu. Það var ekki einungis áhorfendur. Það var allt að leika. Hún hafði sjálf hlutverk, meira að segja, og kom á hverjum sunnudegi. Án efa hefði einhver veitt því athygli, ef hún hefði ekki verið þarna; hún var einn leikarinn, ef ölju var á botninn hvolft. Und- arlegt, að hún skyldi aldrei hafa hugsað út í það fyrr. Og samt gaf það skýringu á því, hvers vegna hún lét sig það miklu skipta að leggja af stað að heiman á sama tíma í hverri viku . . . eins og hún vildi ekki verða of sein á leiksýninguna — og það var einnig skýringin á því, hvers vegna hún var svo einkennilega

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.