Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 8
feimin að segja nemendunum sínum, hvernig hún eyddi sunnudögunum. Var það furða lUngfrú Brill var næstum búin að skella upp úr. Hún var einn leik- arinn. Henni datt í hug gamli maðurinn, sem hún las fyrir dagblöðin fjóra daga í viku, meðan hann svaf í garðinum. Hún var farin að venjast veiklulegu and- liti hans á baðmullarsvæflinum, innföllnum augun- um, opnum munninum og háa, hvassa nefinu. Þó að hann hefði verið dauður, mundi hún ef til vill ekki hafa tekið eftir því í margar vikur; hún mundi hafa Iátið sér það í léttu rúmi liggja. En allt í einu fengi hann vitneskju um, að það væri leikkona, sem læsi fyrir hann blöðin! „Leikkona!" Höfuð öldungsins mundi lyftast upp og glampi færast í augu hans. „Er- uð þér leikkona?" Og ungfrú Brill mundi slétta úr dagblöðunum, eins og það væri handritið af hlutverki hennar og segja með lítillæti: „Já, ég hef verið leik- kona um langt skeið." Hljómsveitin hafði tekið sér hvíld. Nú byrjaði hún aftur. Hún lék eitthvað þýtt og skært, og þó leyndist í því eitthvað — hvað var það? ekki hryggð, nei ekki það — cn eitthvað, sem gerði það að verkum, að mann langaði til þess að syngja. Lagið hækkaði og hækkaði og varð skærara, og ungfrú Brill fannst sem á næsta andartaki yrði allur mannfjöldinn farinn að syngja. Unga fólkið, sem gekk hlæjandi hlið við hlið, mundi hefja sönginn, og karlmannaraddirnar djarfar og þróttmiklar, mundu sameinast. Og síðan mundi hún, já, einnig hún og hitt fólkið á bekkjunum taka undir — raddir þeirra mundu verða einskonar undir- leikur — lágur, en fagur og hrífandi . . . Ungfrú Brill vöknaði um augu, og hún leit brosandi framan í fólk- ið. Já, við skiljum, við skiljum, hugsaði hún, þó að hún vissi ekki, hvað það var, sem það átti að skilja. Einmitt í sama mund komu piltur og stúlka og settust í sæti gömlu hjúanna. Þau voru fallega klædd. Þau voru elskendur. Þessi óskabörn hamingjunnar voru auðvitað nýkomin úr siglingu á lystisnekkju föður hans. Ungfrú Brill lagði við hlustirnar, þó að hún væri ennþá með sönginn í huganum og titrandi bros á vörunum. „Nei, ekki núna," sagði stúlkan. „Ekki hérna. Ég get það ekki."' „Hvers vegna ekki? Er það vegna kerlingarkján- ans, sem situr þarna á endanum á bekknum?" spurði pilturinn. „Hvað hefur hún annars að gera hingað — hver ætli h'ti á hana. Af hverju ætli kerlingarflónið sé ekki heima hjá sér?" „Það er re-vefurinn hennar, sem er svo skrítinn," sagði stúlkan flissandi. „Hann er eins og snúið roð í hund." „Æ, hypjaðu þig burtu!" hvíslaði pilturinn í gremjutón. Síðan. „Segðu mér, yndið mitt litla" .... „Nei, ekki hérna", sagði stúlkan. „Ekki strax." Á leiðinni heim var hún vön að kaupa hunangs- kökusneið í Tbrauðbúðinni. Það var sunnudagsglaðn- ingin hennar. Stundum var mandla í sneiðinni henn- ar stundum ekki. Það hafði mikið að segja. Ef það var mandla í henni, fannst ungfrú Brill hún fara heim með svolitla óvænta gjöf, sem heppnin hefði látið henni falla í skaut. Á möndlu-sunnudögunum flýtti hún sér heim og kveikti undir katlinum með næstum hvatlegri hreyfingu. En í dag gekk hún fram hjá brauðbúðinni, labb- aði upp stigann, fór inn í litla, dimma herbergið sitt — herbergið hennar var eins og skápur —- og settist á rúmið sitt með rauðu sængurdýnunni. Hún sat þar lengi. Askjan undan refnum lá á rúminu. Hún tók hann af sér og lagði hann ofan í öskjuna. En þegar hún lét lokið á, fannst henni hún heyra eitthvað gráta. Hún hafði ekki getað varðveitt augásteinirín sinn, fyr- ir aðkasti heimsins. S.B. Þið eruð búnar að gera þá svona Þegar við konurnar höfum fengið jafnréttið, er það satt, að þá þurfi karlmennirnir ekki Iengur að sína okkur eins mikla kurteisi og áSúr. T.d. standa upp fyrir stúlku í strætisvagni, eða í neinu gera sér ó- þægindi hennar vegna. Þetta hneykslar mig. En greind kona sagði: „Þið eruð búnar að gera þá svona". Það er naumast. Á barnið enga umönnun að fá eftir að það getur klifrað upp á stól og sungið þjóðsönginn? Af hverju hæla karlmennirnir, sem fá að koma í útvarpið á Nýársdag, ekki kvenþjóðinni. Eru ekki fleiri elskulegar stúlkur á íslandi heldur en 'illa siðaðar. Þeir koma kvartandi yfir ungu stúlkunum á sjálfan Nýársdag! — Sei — Sei. — Greindu, gömlu konurnar skella svo skuldinni á kvenréttindakonurnar, ekki kannski þó nema sumar. „Við séum búnar að gera karlmennina svona." Þeir eru hættir að lofa guð fyrir hið hvíta „rif", hættir að standa upp i „strætó", þeytast inn og úl úr dyrunum á undan. Margir hættir að taka ofan. þeir ganga berhöfðaðir. Væri furða þá einhverri ungu stúlkunni missýndist um framtíðina! (> NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.