Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Qupperneq 10

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Qupperneq 10
Heimatilbúin sápa 2í/2 kg. feiti; y2 kg. vítissódi; 1^4 1. vatn. Sódinn er leystur upp í köldu vatni, við það liitnar upplausnin, látið kólna. Feitin brædd, síuð og síðan kæld niður í ca. 20° C, eða þar til maður finnur að- eins velgju er fingurinn er settur ofan í. Sódaupp- lausninni, sem orðin er köld er hrært út í feitina og hrært vel í þar til þykkt er orðið. Þá setjum við sáp- una í grunnt ílát, t.d. ofnskúffu eða fat, sléttum sáp- una að ofan og látum Iiana híða yfir nótt þá er hún skorin í hæfilega stór stykki. Samlagist sápan ekki er hún hituð upp að suðu og síðan látin kólna aftur og hrært annarslagið á meðan. (Alla feiti má hafa í sápu t. d. flot ofan af öllu soði, hro~safitu, lýsis- afganga, og hafi feiti brennst má nota hana.) Heimatilbúin sápa á að vera föst í sér og ljós, en stundum vilja stykkiri gulna í rendurnar, er það þá af því að fitan hefur ekki verið vel góð. Sápuna skal geyma á vel þurrum stað og bezt að nota hana ekki fyrr en eftir y2—1 mánuð. Vegna íyrirspurna Allt efni, ásamt stækkuðu mynztri með litaskýr- ingum, í veggteppið, sem myndin var af í síðasta blaði, kostar kr. 375.00. — Minna teppið, sem getið var um kostar um kr. 300.00. Jafinn í páfuglinn, sem ætlað- ur er í púða, kostar ca. 38 krónur, miðað við að tekið sé yfir 2 þræði. Þeir sem ekki leggja í að sauma hann í eðlilegum litum, sauma hann með einum lit, t.d. með ljósgulu í dökkbláan eða brúnan jafa, eða hvítan. Garnið kostar ca. 20 krónur. Ekki þarf að sauma um- gjörðina frekar en hver vill — og vissulega getur hann verið veggmynd. Gáta Tvær systur fæddust síðastliðið ár: Á sama stað. sama dag, á sama tíma.Þær áttu sama föður og sömu móð- ur ,en voru þó ekki tvíburar. Hvernig mátti það ske? (RáSning í nœsta bláði). ★ Eflaust minni örgu lund yrði það til bóta, ef ég mætti eina ntund ástar þinnar njóta. Óþckkt stúlka. TFL ALDURIINIGINS VINAR Aldrei stunu uppi bar eða volið jarðvistar. Einatt skinið öðrum var eins og ^ömlu stjörnurnar. G.St. 8 UM FATAHREINSUN Algengasta.og auðveldasta aðferðin við að hreinsa föt er að þvo þau, en það er ekki nærri öll efni, sem þola þvott og verður því að grípa til annarra ráða. Algengast er nú að hreinsa föt með einhverjum kem- iskum efnum t.d. benzíni o.fl. Öll föt óhreinkast mest á vissum stöðum t.d. kraga, hálsmáli og ermum, en þar að auki eru oft blettir í flíkum, sem komið liafa af óhöppum. Sé svo að nauðsynlegt sé að hreinsa alla flýkina er réttast að senda hana í hreinsun, ef tök eru á því, en sé um smábletti að ræða er oftast auðvelt að hreinsa þá í heimahúsum, þó getur það mistekist, því að sum fataefni nú á dögum eru þannig að ó- mögulegt er að hreinsa J)au, því þau þola ekki neitt. Sjálfsagt er og nauðsynlegt að hreinsa óhappa- blettinn strax, því ef þeir eru lengi í efninu festast þeir og er þá illmögulegt að ná þeim úr. — Það er NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.