Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 12
geyma þau í vel lokuðum flöskum og þær svo aftur á góðum staS svo aS börn nái ekki til þeirra. Föt má aldrei hreinsa í eldhúsi eða þar sem hætta er á að einhver eldhætta sé. — Blettirnir eru mjög mismun- andi eins og gefur að skilja og því mismunandi að- ferðir notaðar til að ná þeim úr. Fara nokkur ráð hér á eftir: ) Blekblettir: Blekbletturinn er fyrst þveginn úr volgu vatni, síð- an má reyna að ná honum úr með sítrónusýru, súr- mjólk eða smátt skornum rabarbara. Ef súrmjólkin er notuð verður oft að bítta um mjólk, eftir því sem hún litast, en ef notuð er sítrónusýra þarf að hella sjóð- andi vatni á blettinn annað slagið. Þessi efni notum við aðallega á mislitt tau. En til þess að ná blekblettum úr hvítu taui er bezt að nota kaliumpermangarrat (K Mn 04). Þetta efni fæst í apótekum sem rauðir kristallar og þarf því að leysa þá upp. y2 matskeið kaliumpermanganat er leyst upp í ^ I. af sjóðandi vatni. Þetta sett á flösku og geymist lengi, því að aðeins eru notaðir nokkrir dropar á hvern blett. Flíkin sem bletturinn er í á að vera hrein og vot. Bletturinn lagður yfir disk eða skál, nokkrir dropar af þessu efni settir á blettinn, eða þar til hann er alveg örðin rauður. Iátið hiða í 5—10 mín. Þvegið úr volgu vatni og verður þá brúnn bletturinn eftir sem er riðblettur. I RiZblettir: Riðbletti er hægt að taka úr þvotti með sýrusalti. Sýrusalt fæst í apótekum sem hvítir kristallar og leysist upp í heitu vatni fyrir notkun. 3 matsk. sýru- salt og 1 1. sjóðandi vatn. Flíkin skal vera blaut og hrein. Séu fleiri en einn riðblettur eru þeir teknir sam- an í totur, þeim síðan difið ofaní upplausnina sem er alveg við suðu, en má ekki sjóða. Bezt er að hafa blettina á stöðugri hreyfingu í upplausninni þá losna þeir fyrr. Þegar riðbletturinn er farinn er flíkin skol- uð vel úr hreinu vatni. Riðblettum úr ekta mislitu taui er náö úr á sama hátt og úr hvítu taui, en á óekta mislit skal nota volga sýrusaltupplausn. Ávaxtablettir: Til þess aS ná úr nýjum ávaxtablettum er bezt að nota sjóðandi vatn. Flíkin er strengd yfir fat eða fötu', sjóðandi vatni hellt yfir, þannig að há buna myndast. Við þetta hverfur bletturinn oftastnær, en ef eitthvað er eftir hverfur það við þvott. Þetta er bezt að gera 10 áður en flíkin er soðin. Á sama hátt má ná kaffi og teblettum. Gamlir ávaxtabltttir eru teknir eins og blek- blettir með (K. Mn. 04) kalíumpermanganat og sýru- salti, séu þeir fáir, annars er flíkin bara lögð í blæ- vatn. Fitublettir. Til þess að ná fitublettum úr flíkum notum við benzín, einnig má nota kartöflumjöl. Flíkin sem hreinsuS er verður að vera þurr. Mjúkt stykki haft undir blettinum og mjúkur klútur hafSur til að nudda benzíninu yfir blettinn, nuddið vel útlínur blettsins og nuddið þar til benzínið er allt gufað upp, ef þetta er ekki gert er hætt við að far komi í flíkina eftir benzínið. Á ljós efni má nota kartöflumjöl. Því er stráð yfir blettinn í þykkt lag, látið liggja dálítinn tíma, þá á að dusta mjölið af og ef eitthvert far er eftir þá að strjúka yfir það með benzíni. Málningab lettir: Nýja málningu úr ullartaui er bezt að taka úr með benzíni, en það tau sem þolir þvott er smurt með grænsápu, látib' bíða í 1 sólarhring og síSan þvegiS og soðið á venjulegan hátt. — Þannig er t. d. bezt að fara með stafi sem ná þarf úr pokum. Líka má leggja þá í steinolíu yfir nóttina, þvo þá síðan og sjóða. Ef um gamla málningabletti er að ræða, skal fyrst bleyta blettinn í terpentínu, láta bíða um stund og taka síSan blettinn með benzíni, þoli efnið þvott er það þvegið. Rjóma og mjólkurblettir: Fyrst er farið með blettinn eins og ef um fitublett væri að ræða, en fari hann ekki með því móti, er hann nuddaður með volgu, soðnu vatni og strokinn þar til hann er þurr. Vaxblettir: Vaxið er skafið af efninu með volgum hníf, síSan er þerrípappír lagður undir og yfir blettinn og straujað yfir með heitu járni. Þerripappírinn færður til eftir því sem blettir koma á hann, svona er haldið áfram þar til vaxið er horfið og enginn blettur kem- ur á þerriblaðið. Sé einhver fitublettur eftir er hann tekinn með benzíni eða þvptti. Myglublettir: Þeir eru teknir eins og gamlir ávaxtablettir með K.Mn04 og sýrusalti eða með blævatni. Einnig má bleykja þá í sól. Er þá tauið breitt út á völl og látið liggja þamjig dálítinn tíma sé gott sólskin. S.Á. NÝTT KVENNABLAf)

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.