Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Page 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Page 13
Margrét Jónsdóttir: Hálsbandið FRAMHALDSSAGA En nú hafði Valborg áttað sig og losað sig úr faðmlaginu. Þetta hafði aðeins varað örskamma stund. — Eiginlega ættuð J)ér skilið, að ég yrði verulega móðguð — hafði hún sagt og reynt að láta sem húu væri alveg róleg. — Þér ættuð skilið, að ég gæfi yður löðrung. En ég fyrirgef yður og tek þetta sem skálda- grillur og barnaskap. En Agnar greip um báðar hendur hennar og kreisti þær svo fast, að við sjálft lá að hún hljóðaði upp. — Ég er ekkert barn, frú Valborg, sagði hann og eldur brann úr dökku augunum hans, — og ég slep])i yður ekki. — Þér eruð ekki hamingjusöm og njótið yðar ekki. Þér eruð alltof mikill gimsteinn til þess aiS týnast gjörsamlega og týna sjólfri yður í þes«u hé' gómlega oddborgaralífi, sem þér lifið. Síðan var hann rokinn á dyr, áður en hún gat nokkru svarað. Hún hafði komizt í undarlega mikið uppnám. Eig- mlega hafði hún sjaldan eða aldrei fundið til svipaðr- ar kenndar. En siðan reyndi hún að gleyma þessu at- viki og láta sem það hefði aldrei gerst. Fyrst datt henni í hug að segja Gunnari frá ]>ví, en hætti við það eftir nokkra yfirvegun, gat einhvernveginn ekki feng- 'ð sig til þess. Bezt að láta sem ekkert sé, hugsaði liún. h'etta hefur auðvitað verið augnabliks hrifning, annað ekki. Kannski hafði Agnar verið drukkinn, þótt hún yrði þess ekki vör, og ])essi glös, sem hann drakk beima hjá henni, höfðu gert hann ennþá örari. En allt fór nú á annan veg heldur en frú Valborg hafði búizt við og ætlað. Það var engu líkara en for- sjónin hefði hana að leikfangi. Hvað eftir annað bar fundum þeirra Agnars og hennar saman og það á ólíklegustu stöðum og stund- uni. Það var varla sjálfrátt! Sat hann um tækifæri. l*l þess að ná fundi hennar eða hvað? Hún gat að lokum ekki gengið þess dulin, að svo var, og jafnframl varð hún þess vör, að hún var ekki svo ósnortin, eða svo örugg sem hún vildi vera láta, og að hún var larin að lifa í sífelldri eftirvæntingu. Eitt sinn höfðu bau hittzt niðri í Hljómskálagarði. Hun sat þar á bekk í blíðviðrinu og var að hvíla sig. Agnar kom inn í garðinn og gekk rakleitt til hennar. alveg formálalaust hafði hann gripið báðar hend- ur hennar. NtTT KVENNABLAÐ — Hvers vegna gerið þér þetta, maður, hafði hún sagt og ætlað að rjúka á fætur. En hún fann eldinn frá snertingu hans læsa sig um allan líkamann og hjarta hennar barðist ákaft. — Nei, nei, farðu ekki! Ég verð að fá að tala við þig. Ég hef ort til þín kvæði. Þú skalt verða að hlýða á það. Komdu hérna inn til mín. Ég bý hér rétt hjá, eins og þú veizt. Þú getur ekki neitað mér um það í þetta eina skipti! — Hvers vegna hafði hún hikað? Hvers vegna hafði æfintýrið freistað hennar svo óendanlega mikið? Var þetta ekki síðasta tækifæri, sem henni bauðst lil þess að kynnast hinni voldugu tilfinningu, sem bar nafnið ást? Hún hafði verið eins og ringluð, og í stað þess að ganga burt reiðilega hafði hún fylgzt með honum þenna stutta spöl og var komin inn til hans áður en hún hafði eiginlega áttað sig eða komið til sjálfrar sín. Hún sat í legubekknum í stofunni hans og hann settist á fótaskörina, hallaði sér upp að hnjám henn- ar og flutti kvæðið: Eg vildi geta orðið þér orkugjafi, geisli í húmi, gleðinnar lind, ilmur blóms og æfintýra Eg vildi geta brotið björg og klofið, veg þinn sléttað og vafið rósum, vakað hjá þér og verndað líf þitt. Ég ann þér og legg líf mitt í hendur þér. eins og brothætt strá, eins og blaktandi loga, eins og tárdöggvað titrandi blað. Vertu mér góð, ég get ekki misst þig! Hann flutti kvæðið með lágum, heitum rómi, og áður en varði hafði hann hallað höfði sínu í skaut henni, og hún hrinti honum ekki frá sér. Frú Valborg hafði ávallt verið ljóðelsk. Þetta ein- kennilega ljóð Agnars söng í huga henni. Margt tal- aði hann um líf sitt og framtíðardrauma. 11

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.