Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 14
Hann vildi komast til annarra landa — verða mikill og frægur rithöfundur, og hán átti að hjálpa honum til þess. — Það var eins og hann sæi engar hindranir á veginum, og findist sjálfsagt að Valborg gæti fylgt honum og orðið við óskum hans. Hann virtist sem blindaður af ástríðu og ákafa. Valborg hafði aldrei kynnst manni neitt líkum þessu. Eiginlega hafði liún aldrei elskað Gunnar. Þegar hún lofaðist honum var hún komin allmikið á þrí- tugsaldur, og orðin leið á því að biða hins rétta. Hún hafði þótt falleg, og fengið nokkra biðla, en aldrei getað tekið einn fram yfir annan. Gunnar gat boðið henni öryggi og góða stöðu, og hún hafði látið til- leiðast og unað sæmilega hag sínum eftir að liún gift- ist honum. En nú vöknuðu gamlir draumar til lífs í sál hennar. Gleymdar hugsjónir bærðu á sér að nýju Einhverntíma hafði hana dreymt fagra dauma eins og marga aðra um mikla og heita ást, og um það að fórna lífi sínu í þágu einhvers göfugs málefnis, sem gæti orðið mannkyninu til blessunar. Gamlar vonir os; þrár blossuðu upp í hjarta hennar og eldur ástríðunnar brann einatt í blóði hennar. Hún spurði sjálfa sig, hvort hér væri ekki einmitt tækifærið. Ef til vill átti Agnar eftir að verða frægur maður, sem flytti þjóð sinni, jafnvel öllum heiminum einhvern nýjan boðskap eða sannindi í skáldverkum sínum, og hún gat stutt hann til þess. orðið honum orku og gleðilind —- eins og hann hafði sjálfur óskað í Ijóðinu — að verða fyrir hana. Frú Valborg hefur lokið við að búa sig. — Ég verð að rífa mig upp úr þessum hugleiðing- um, hugsar hún um leið og hún gengur niður stigann. — Ennþá hefur ekkert gerzt milli okkar Agnars, sem saknæmt geti talizt. Heim til hans hafði hún ekki komið, nema í þetta eina skipti — en henni var oröið það fyllilega Ijóst, að hún var komin út á hálan ís. — Mundi hún geta fótað sig á svellinu -— eða skyldi hana bera áfram út í einhverja ófæru? — ESa — átti hún nú loks að fá heitustu óskir sínar upp- fylltar — sjá fegursta draum æsku sinnar rætast? — Nei, nei! Nú hlutu gestirnir að fara að koma. I dag komst hún á fertugasta árið! — Mamma, mamma! Sigrún litla dóttir hennar kom hlaupandi á móti henni, með glóhárið sitt flaksandi í allar áttir á herð- ar niöur. — Mamma, sjáðu fallega rósavöndinn, sem einhver var að koma með! Upp úr Þennan slétta kjól má sauma upp úr gamalli kápu með því að fá sér nýtt efni í berustvkkið og ofan við ])ilsið, undir heltið. Þessi stykki eru skosk á myndinni, en sé aðal-efnið skoskt er sjálfsagt að hafa stykkin einlit. — Hlýrapilsin eru einkar hentug og falleg á telpur, ýmist með peysum eða ljósum blússum. Gleðitíðindi. Fmrnh. aj 3. síSu. Það sjá allir að það er þjóðinni í heild til óbætanlegs tjóns. Er þetta ekki að einhverju leyli skólunum að kenna? Þeir hafa dregið fólk frá sveitabúskapnum. Svo og bændunum, sem ekki nógu snemma deila jarðnæðinu milli barnanna. Og ríkinu, sem styrkir allskonar lausamennsku og skemmtanastarf, fjölgar og embætt- um? Sigrún var stór eftir aldri. Hún var nú 11 vetra gömul. Hún líktist föður sínum, einkum er luin brosti. Frú Valborg tók við rósunum. Þær voru blóðrauð- ar, óvenjulega fagrar og að minnsta kosti 20—30 að tölu. Hún har þær upp að vitum sér og andaði að sér ljúfum ilminum og snerti flosmjúku blöðin með vör- um sínum. Ofurlítið hvítt umslag var inni á milli blómanna. Iiún reif það upp. Það var frá Agnari. — Ég elska þig! og Agnar undir. Ekkert annað. Frú Valborg titraði og fól bréfið í barmi sínum. — Að hann skyldi voga sér áð senda þetta svona! Ef Guunar hefði nú verið kominn heim, og séð hana taka við þessu, og opna bréfið. Telpan horfði á hana. Framh. gömlu NÝTT KVENNABLAÐ • Afgreiðsla: Ffölnisvegi 7 í Reykjavík ■ Sinii 2740 ■ Ritstj. og áhm.: Guhrún Stefánsd. • Borgarprént.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.