Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.01.1953, Blaðsíða 15
Rjómavöflur. 160 gr. hveiti... 1 dl. kalt vatn. 4 dlT þykkur súrrjómi. 2 matskeiðar smjör. Sigta mjölið og hræra það út í vatninu, setja stíf- Þeyttan rjómann út í og láta deigið standa ca. einn klukkutíma. Hita vöflujárnið báðum megin, roða á það smjöri og láta deigið á, og slétta það út yfir allt járnið. Steikja vöflurnar, síðan ljós gular báðum roegin. Skera þær hverja frá annarri. Viljirðu hafa þær stökkar á að forðast að leggja þær hverja ofan 6 aðra, en viljirðu hafa þær sem mýkstar, má setja þær saman er þær kólna ögn. Bornar fram nýbakaðar ^ieð sykri eða sultutaui. Gervöflur. 5 dl. mjöl. 1/2 teskeið salt. 2 egg- 1 1 ný eða súr mjólk. 2 matsk. brætt smjör. 1 barnask. ger. Gerið hrært út í ögn af mjólkinni, síðan hrærð venjuleg vöflusoffa. Látin bíða og hefast í y<> tíma. Hæfilega mikið í einu látið í vöflujárnið og jafnað út yfir. Ekki of fullt. Eínalaug vesturbœjar h.f. Vesturgötu 53 . Sími 3353. Kemisk fatahreinsun og litun. Aðeins fullkomnasta hreinlætisefni notað, sem hvorki breytir lit eða lagi fatnaðarins. Sendum gegn pöstkröfu um allt lainl. j/lunið NORA-MAGASIN Póslhússtrœti 9. Gervöflur geymast betur en aðrar vöflur. Það má bera þær fram 2—3 daga gamlar. Sœlgœtisvöflur. 3 egg- 100 gr. sykur. 150 gr. smjör eða smjörlíki. 150 gr. kartöflumjöl. Píska eggin og sykurinn, hræra smjörið sér, unz það er hvítt og líkist kremi, þá sett saman við. Hrært vel í á meSan. SíSast er kartöflumjölið sett út í. Steikt eins og rjómavöflur. Og bornar eins fram. Enskur vellingur. 50 gr. smjörl. 2 1. mjólk y2 tesk .salt 60—70 gr. hveiti 2 tesk. sykur 60 gr. möndlur Smjörið brætt og hveitinu blandað saman við. þynn- ið með mjólkinni og sjóðið. Keimið, Takið ofan og látið saxaðar möndlurnar út í. ir BHt Frarrh. frá slðasta blað1 Grunnupphæðir mæðralauna mega nema allt aS: Á 1. verðlagssvæðl: Á 2. verðlagssvæSi: 1. Til mæðra með 2 börn...... kr. 1360 kr. 1020 2. Til mæðra með 3 börn ...... — 2720 — 2040 3. Til mæðra með 4 börn eða fleiri — 4080 — 3060 TryggingaráS ákveSur mæSralaunin meS hliðsjón af fjárhagsástæðum móðurinnar. Mæðralaun falla niður, 'ef móðirin giftist, og greiðist ekki, ef hún býr með karlmanni, þótt ógift sé. Peysufataefni og allt til peysufata. — Svart kambgarn í möttla og kápur. Slifsi frá 25 krónum. Svuntuefni frá 50 krónum. Verzlun Guöbjargar Bergþórsdóttur Oldugðtu 29. — Stmi 4X09.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.