Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 4
möguleika, sem gefur lífinu gildi, sé að finna uppi á háum fjallstindi. Þeir sem leiðir eru á þokunni, er grúfir dimm og köld og grett við fjallsræturnar, vilja gjarnan leggja leið sína á brattaiin, komast upp úr þokunni þótt nokkurt erfiði kunni að fylgja þeirri för. Þeim finnst þetta tilvinnandi, því að þeir vita með vicsu að eftir því sem þeir koma ofar^verður útsýnið fegurra. Á þessum þroskabrautum verða oft förunautar, há- skólagegni maðurinn og fátæki albýðumaðurinn, sem aðeins hefúr setið á skólabekk lífsrevnslunnar, sem hefur kehnt honum að hugsa og hefur fyllt hann óslökkvandi þrá eftir því að verða sannur maður. Þessir menn geta báðir komizt upp á fiallstindinn, enda þótt þeir hafi, ef til vill valið sér ólíkar leiðir, ef þeir verða ekki fyrir því slysi að fyllast of mikilli værðarkennd og siálfsánægju, er verður þess vald- andi, að þeir nemi staðar og horfi með löngunarfull- um augum til baka til lágsléttunnar, þaðan sem þeir komu, því þá er hætt við að þeir geti orðið. að salt- slólpa einhvers staðar uppi í fiallshlíðinni og komizt því aldrei inn í hið fyrirheitna land. Það lítur Snnars misjafnlega út í augum mannanna þetta fiálh sem geymir uppsprettulind sannrar menningar eða broska, Sumum virðist það sem aflíðandi gracigrónir hjallar upp á efsta tindinn, sem hver meðal maður muni geta lagt undir fót. En öðrum sýnist þar ekki vera að ræða um aðrar leiðir en gróðurlausar skriðui og illfær gil og gljúfur. Slíkar eru leiðir hins leitandi manns er öðlast þroska sinn með sársaukafullri lífsreynslu svo sem ástvinamissi eða með langvarandi, erfiðum Veikindum. Vinur minn, hvort heldur þú ert barn gleðinnar eða sárum þakið barn sorgarinnar, þá vil ég sem vel- unnari þinn gefa þér eftirfarandi heilræði: Láttu verndarvætti þína vísa þér auðveldustu veginá upp í sólskinið, er umlvkur lind þroskans. Þú munt þá í fyrstu láta allar leiðir, er liggia utan á fjallihu eiga sig. En ganga beinl inn í fjallið við rælur þess. Þaðan liggja gullþrep upp á efsta tindinn. Vertu verndarvætt- um þínum samferða og reyndu að finna lykilinn að þessum dýrmætu dyrum, þú skalt fægja af honum ryðið og hera hann sem næst hjarta þínu, því að hann verður dýrmætasta eign þín, — hann gefur þér dýr- mætasta hnoss veraldarinnar. Þessi dásamlegi lykill er bænin, — hið barnslega trúartraust, er getur sniðið þér þau klæði, er haldbezt munu reynast í hinum köldu vindum veraldarinnár. Irigibjörg JóhunnsdóUir, Löngumýri. meYNBARMÁÍL LOW Ellen Harlow hafði lítið fyrir sig að leggja. Efn- in höfðu gengið til þurrðar í veikindum Harlow og farið í kostnað til að mennta börnin. Daginn, sem maðurinn hennar var jarðsettur heyrði hún af tilvilj- un á tal harna þeirra og tengdabarna. Þau voru bollaleggja um framtíð móður sinnar. Hún vrði að vera hjá þeim á víxl. Sér hún það svo lifandi fyrir sér, hvað hún verður þeim hvimleiður gestur, að hún sækir í sig móð til að reyna að standa á eigiti fótum. Hún veit, að börnin muni mótmæla því, að hún fái sér vinnu, en segir þeim, að hún ætli að þiggja heim- boð vinkonu sinnar í .New York, Nettie Daves sem líka . er. ekkja. Eftir að þangað kemur, gerist hún vjnnukona hjá ungri fjölskyldu, tískuteiknara, Lou- ise Lord, manni hennar og syni. Börnin standa í þeirri meiningu, að hún-hafi farið’ beina leið til Nettie, og sé alllaf hjá henni. En frú Harlow og ungu hjónunum, sem hún vistar sig hjá, kemur.svQ vel saman, að hún hlýtur nafnið „Ideal“. Sársaukinn útaf samtali barnanna, gleymdist henni ekki en smá dofnar. Hún fór að lítá til baka til sinna fyrstu hjúskaparára. Hún hafði aldrei hugsað út í það, að tengdamóðir hennar yrði að njóta samveru við son “sinn. — Vel hefði hún getað stuðlað að því, að hann færi með henni í leikhús einu sinni á vetri og haft góðar veitingar á borðum, er þau komu heim. Hún hafði verið hugsunarlaus. — Við vitum ekkert, meðan við erum ung. Hún hafði misst móður sína um það leyti. sem fyrsta barnið fæddist. Það var hennar fyrsta sorg. Hún vissi með sjálfri sér, að móðir hennar hefði aldrei orðið henni hyrði og lofaði guð fyrir að þurfa ekki heldur að vera byrði sínum börnum. Hér leið henni vel. Hún sagði aftur og aftur við sjálfa sig — Betri stað gat ég ekki fengið. Ekki af því að Lord-hjónin væru fullkomin á nokkurn hátt, þau voru gleymin og hreint ekki reglusöm. Þegar frúin sat og teiknaði tízkufatnað, var hún alveg út ur þessum daglega heimi. Það varð til þess, að Ellen varð sjálfráðari, en hjónin voru full af góðvild og á sinn hátt nærgætim — Þú verður að fara að sjá nýja „stykkið“ á leik- húsinu, hér er aðgöngumiði. Við notum okkur til skammar umönnun þína með drenginn, sagði frúin við hana. Þau komu með bækur um Mexico og kennslubækur í spönsku, og það var fallega gert, því 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.