Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 8
VIÐTAL VIÐ Krisiínu EinarsdóHur Ein af okkar þekktu söngkonum, sem sungið hefur ótalsinnum bæði á hljómleikum, í útvarp og inn á plötur er ungfrú Kristín Einarsdóttir. Minntumst við þess, að hún hafði sungið, bæði Iög eftir konur (Guðm. Nilsen) og texta eftir konur, en þótti hún nú hafa slegið slöku yið þá fögru iðiu, svo við leituðum söngkonuna uppi til að setja ofan í við hana og fá upplýsingar. Hversvegna heyrum við nú, svona sjaldan texta eftir konur við lög, sem sungin eru í útvarpinu? var svo spurningin, sem við lögðum fyrir söngkonuna. En hún svaraði: — Fyrst og fremst er mjög lítið úrval af lögum við ljóð eftir konur, því miður, þó eru þau til. Kvenna- tímarnir í Utvarpinu, það er hinn rétti vettvangur, að konur kynni list sína á öllum sviðum, ljóð sín og lög meðfram öðru, lífgi upp á tímann með músík og söng, sem valinn væri þá jöfnum höndum vegna fallegra texta. Og gaman væri, bætti söngkon- an við, að fá að heyra í kvennalímanum lög eftir Jórunni Viðar, því hún er mjög frumleg, og lög eru til eftir fleiri: Guðmundu Nílsen, Guðrúnu Böðvars- dóttur, Ingunni Bjöunsdóttur, Guðlaugu Sæmunds- dóttur o.fl. Þá eru danslög til eftir ísl. konur. H*aða tónskáld veljið þér yður til að syngja eftir? spurðum við þá. — Af útlendum tónrkáldum hef ég mest sungið eftir Grieg og Schubert, sömuleiðís held ég mjög mikið upp á Tchaikovsky. Eftir Pál Jsólfsson hef ég sungið talsvert, Sigfús Einarsson, Árna Thorsteins- SLÆMAR ASTÆÐUR 1 greininni í síðasta blaði: „Hugleiðingar um upp- eldismál“ er komizt þannig að orði: I borginni eru skilyrðin til heimanáms víða svo örðug, að mikill hluti barnanna lærir það eitt, sem hægt er að kenna í skólanum. Þá verður hinn stutti tími stundaskrárinn- ar oft bagalega stuttur. Bjallan hringir vægðailaust, og hópurinn verður að rýma fyrir þeim næsta, því að enn búum við ekki svo vel, Reykjavíkingar, að við eigum skólahús nema fyrir helming hinna skóla- skyldu barna.“ Eru ástæðurnar svona bágbornar? Ætli blessuð börnin .fái ekki oftast einhvern „krók eða kyma“ til að læra í heima, ef löngun er fyrir hendi. Mér brá að heyra kennara vilja vinna að þeirri niðurlægingu, að ætlast ekki til neins heimanáms af börnunurn, því að aðalnám barna og unglinga fer raunverulega fram í heimahúsum með lestri námsbóka. Vitaskuld ekki meðan þau eru að byrja að draga til stafs og þekkja stafina, én fljólt fara þau að læra litlu margföldun- artöfluna og þá mun heimanámið næstum nauðsyn- legt. Þegar kvartað er yfir, að börn læri Iítið í skólan- um er það að því að kennaranum hefur ekki tekizt að vekja löngun þeirra til að lesa það, sem þau áttu að „hafa heima.“ Þó kennarinn mætti hafa skólastofurnar 5 líma á dag með sama 30 barna hóp tækist honum ekki að láta hvert einstakt barn læra nóg til þess að ná góðu vorprófi, ef hann hefur ekki glætt löngun barnsins til heimanámsins. Kennarinn segir, að skólinn sé settur mæðrunum til hjálpar, en ekki til þess að taka af þeim ráð og son, Emil Thoroddsen, Sigvalda Kaldalóns, Karl Run- ólfsson, Þórarinn Guðmundsson o.fl. Einhver þessarra tónskálda liefur efalaust samið gott lag við ljóð eftir konu, annar en Emil við þjóð- hátíðarljóð Huldu? möldum við í móinn. En söng- konan svarar: — Já, það er ekki alveg útilokað, en þau eru þá viðaminni heldur en mörg önnur lög þeirra og koma því ekki til greina, það er valið eftir laginu. Þökkuðum við fyrir samtalið og hjð ljúfa viðmót söngkonunnar og hlökkum til að hlusta á söng henn- ar næst er hún lætur til sín heyra, hver sem textinn verður? 6 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.