Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.03.1953, Blaðsíða 12
GuSrún frá Lundi: ÖLDUFÖLL NÝ FRAMHALDSSAGA. Þura gamla hélt áfram frásögn sinni: „Það verður líklega eitt af því, sem Lilla mín fær að bæta á sig, að verka fötin af þeim óþekktarormunum þeim. En faðir þeirra hafði sagt að þeir mættu skammast sín fyrir að flýja undan einum strák, svo þeir hétu því víst að hugsa þér þegjandi þörfina, Bensi karlinn! Þú skalt vera var um þig og láta minna næst. „Við erum nú ekki smeykir við þá,“ sögðu tveir eða þrír strákar í hópnum. „Nú höfum við Bensa, Hann verður með okkurN „Þið skuluð nú bara hafa ykkur liæga,“ sagði Gréta í Móunum, því Kjartan sonur hennar var einn af þeim, sem talaði: „Þið getið líklega hagað ykkur eins og þið hafið gert. Við viljum engar erjur við kaupmannsstárkana, vitum vel livað það kostar okkur. Hvar svo sem erum við staddir, ef þið komið úlfúð inn hjá kaupmanninum, sem við eigum alla okkar lífsafkomu undir, fálæklingarnir.“ „Það hefur nú gengið svo langt að kaupmaðurinn hefur látið takmarka úttekt handa foreldrum þeirra dréngja, sem ekki hafa viljað sitja og standa eftir því, sem sonum hans hefur þóknast,“ rausaði Þura gamla við Hallfríði. „Nú ekkert öðruvísi,“ sagði Hall- fríður, svo snéri hún máli sínu til sonar síns: „Heyr- irðu hvað konan er að segja? Blessaður reyndu að vera prúður svo við fáum úttekt eins og við þurfum. Gættu að því að nú erum við orðin okkar húsbændur og þurfum að hugsa fyrir öllum okkar þörfum sjálf.“ „Já, sem betur fer erum við ekki buguð undir ann- arra stjórn,“ sagði Bensi. „Ég sé ekki vitund eftir l>ví. Var áreiðanlega búinn að fá nóg af undanrenn- unni hjá því í sveitinni. „Þú ert ekki búinn að vera lengi í þurrabúðinni, drengur minn,“ sagði Þura gamla. „Golt ef þú átt ekki eftir að sakna undanrennunnar. En ég vil bara ráðleggja þér, enn einu sinni, að vægja fyrir heldri manna drcngjunum. Það má mikið vera, ef þeir koma ekki út á reitina í dag til að tala yfir hausa- mótunum á þér.“ „Lofum þeim bara að koma, það eru til nógir fiskar til að lumbra á þeim með,“ sagði Bensi, borg- inmannlega. Hallfríður talaði í lægri tóri við Þuru: „Ég hef alltaf átt í stríði með hann. Hann er svo geðstór og óvæginn við þá, sem ætla. að beygja hann. Það er 10 eins og honum sé alveg ómögulegt að láta undan.“ „Ekki er það nú efnilegt fyrir okkur, vinnulýðinn. að liaga okkur svoleiðis,“ sagði Þura gamla. Mæðurnar harðbönnuðu drengjum sínum að fylgja Bensa, ef hann ætlaði að troða íllsakir við heldri- mannasynina. En það hafði ekkert að segja. Það duld- ist engum að þcir voru farnir að hugsa öðruvísi en áður, og hvar, sem Rensi sást í fritímurri sínum var strákahópurinn með honum. Að öðru leyti höfðu konurnar enga ástæðu til að vera illa við hann. Hann yar duglegur drengur og hjálpaði þeim, sem fálið- astar voru oft til að bera saman fiskinn. Oft bar hann Jóa litla heim neðan úr fjörunni, þegar þær stöllurn- ar voru hættar í sandinum. Hann sá sem var að drengurinn var alltof þungur fyrir Siggu. Siggu varð þessvegna innilega vel til hans. Það kom líka stund- um fyrir að hann.bauð henni að bera drenginn út á reiti. Það var of langt fyrir hana, þó Bína gæti farið þangað með bróður sinn. Hann gat haldið, sér utanum hálsinn á henni, þegar hún bar hann á bakinu. Það gat Jói ekki. En Bína var góð stelpa, sem ekki vildi skilja Siggu eing eftir heima. Þessvegna bað hún Bensa einu sinni að bera Jóa. Eftir það gerði hann það alltaf, þegar logn var og hiti. Það leið þó nokkur tími svo ekkert heyrðíst, sem gæfi til kynna að kaupmannssynirnir hyggðu á hefnd- ir, enda mikill annatími á reitunum svo Bensi og lians liðsmenn voru þar flesta tíma dagsins. Svo fréttist það allt í einu að nú væri mikil veiði við höfðann. Hann var sunnan við víkina og hún dró nafn af honum. Það mátti hver sem var renna þar færi og fá sér sil- ung og smáfisk í soðið. Sjaldan höfðu fátæku dreng- irnir þorað að veiða þar, nema einhver fullorðinn væri með- þeim, því ríkismannasynirnir þóttust hafa þar öll yfirráð eins og annarsstaðar. En með Bensa fóru þeir óhræddir, margir í hóp, flestir með færi og öngul. Sumir slógust í förina að gamni sínu. Sigga hafði fengið að fara með, því jrabbi hennar var í landi þetta kvöld. Hann'var alltaf svo góður og sagði oft þessi liknarfullu orð: „Ég skal taka Jóa litla svo þú getir leikið þér Sigga mín.“ — „Ég held þetta geri útaf við hana, angann litla. Hann er að verða svo þungur.“ „Hún vinnur sér það líka erfiðara en hún þarf, eirir aldrei inni með hann, heldur er hún á sífelldu róli og rölti, úr einum stað í annan,“ sagði kona hans. En það var ómögulegt að sitja inní, fannst Siggu, þegar golt veður var úti, en það álcit mamma henn- ar að hún gæti. Ilún var létt í spori inn á höfðann með færi í hendinni, sem pabbi hennar hafði lánað henni. Þeir voru búnir að draga marga glansandi silunga, NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.