Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 14. árgangur. 4.—5. tbl. apríl-maí 1953. Austurhlíö Mér finnst vel við'eigandi, að Nýtt kvennablað birti og geymi minningargreinar um ágætis konur ])jóðarinnar, og til þeirra kvenna má tvímælalaust telja Guðrúnu Hjartardóttur, húsfreyju í Austurhlíð, er lézt 13. október s.l. Guðrún var fædd 27. júlí 1870 í Austurhlíð dóttir hjónanna, Guðrúnar Magnúsdóttnr, Jónssonar Jóns- sens á Stóra-Ármóti í Flóa og Hjartar Eyvindssonar, og er bans ætt fjölmenn um uppsveitir Árnessýslu. En amma Guðrúnar Hjartardóttur, kona Magnúsar, var af Hjaltalíns ætt, systir Odds læknis Hjaltalíns og þeirra systkina. Guðrún Hjartardóttir ólst upp í Aust- urhlíð ásamt systkinum sínum, Sólveigu Guðmunds- dóttur, af fyrra hjónabandi Guðrúnar Magnúsdóttur, er giftist Þorsteini Skúlasyni Thorarensen á Móeið- arhvoli, og alsystkinunum, Steinunni, er giftist Brynj- úlfi H. Bjarnasyni, kaupmanni í Reykjavík, og Guð- uiundi, er átti Sigrúnu, ljósmóður, Eiríksdóttnr, og fóru þau til Ameríku. Árig 1899, 4. okt. giftist Guðrún Hjartardóttir Magnúsi Sigurðssyni frá Kópsvatni, Magnússonar í Syðra-Langholti, og hófu þau búskap um vorið 1900 á föðurleifð Guðrúnar. Færðist nú þessum ungu hjónum *=á mikli vandi í fang að halda við þeirri risnu og ntyndarbrag, sem í Aufturhlíð hafði ríkt um langan aldur, þar sem ætt Guðrúnar hafði búið mann fram af manni, og var hún þriðja Guðrúnin í beinan ætt- legg, sem búið höfðu í Austurhlíð. Meðan ferðast var á hestum, eða áður en bifreiðar bomu til sögunnar, fóru ferðamenn Mosfellsheiði, efri leiðina, sem kölluð var, urn Þingvöll og I.augardal °g yfir Brúará á gömlu brúnni austur í Biskupstungur °g svo með hlíðinni austur að Geysi í Haukadal. Á þessari leið er bærinn Austurhlíð í þjóðbraut, enda bar oft gesti þar að garði, bæði innlenda og útlenda, *em voru að skoða náttúruundur Biskupstungnasveít- NÝTT KVENNABLAÐ ar, Geysi og Gullfoss. En það er ávallt vandi að taka á móti eða veita beina ókunnum gestum, einkum þó útlendingum, það er svo enn í dag, hvað þá á fyrri tímum, þegar allur aðbúnaður var miklu fábreyttari en nú er á heimilum. Og að þetta skyldi innt af hendi, að mestu leyti í aukavinnu, af húsmóðurinni um mesta annatíma ársins, héyskapartímann. Það var mikils um vert, að hér tækist vel til, svo að þjóðin hefði fremur sóma en skömm af þessum heim- sóknum gesta, er heimsóttu Island frá ýmsum menn- ingarlöndum heimsins. Og þar, sem vel tókst til, stendur þjóðin í mikilli þakkarskuld við liúsmæðurn- ar, fullrúa íslenzkrar sveitamenninar. Og á meðal þeirra hygg ég, að Guðrún Hjartardóttir í Austurhlíð hafi leyst starfa sinn af hendi með mikilli prýði. Guðrún Hjartardóttir dvaldi heima í foreldrahús- um öll sín bernsku- og þroska ár, að undanskildum einum vetrartíma, er hún stundaði saumanám í Reykja- vík. Og ung að árum veitti Guðrún heimilinu forstöðu í veikindaforföllum móður sinnar, en það var um líkt leyti og systir hennar, Steinunn, hóf námsferil sinn. Vel mætti nú ímynda sér, að þá hefði Guðrúnu fund- izt kjörum þeirra systranna misskipt, og fundizt meiri glæsiblær yfir framtíð Steinunnar, en um það hefur Guðrún þó víst aldrei kvartað. Hún hefur ung lært að hlýða boði foreldra sinna, og það var þeirra ósk, að hún yrði húsfreyja í Austurhlíð. Guðrún var að eðlisfari mjög glaðlynd. Sagði hún, að um tvítugsaldur liefði hún tæplega getað skilið, hversvegna fólk var að fjargviðrast út af smámunum. Fólk, sem var í vinnumennsku hjá foreldrum hennar, dáðist að henni, hvað hún var rösk til allra verka og ósérhlífin til livaða vinnu, sem var. Magnús Sigurðsson í Austurhlíð var hinn ágætasti drengur og sívinnandi eljumaður í hvívetna, en vel má þó vera, að hann hefði valið sér annað starfssvið en búskapinn, hefði þá verið um eins margar leiðir “að velja fyrir ungu mennina eins og nú er. Magnús var fíngerður maður og bjó yfir listhneigð m.a. mjög næmur fyrir músik og söngmaður ágætur, og var kona hans, Guðrún, mikil söngkona líka. Mun hún liafa erft það, meðal annarra ágætra eiginleika frá ömmu sinni, Guðrúnu dóttur síra Jóns Hjaltalíns. Þau 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.