Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 4
Austurhlíðarhjónin, Guðrún Hjartardóttir og Magnús Sigurðsson, eignuðust tvo sonu barna, Eyvind og Guðmund. Eyvindur dó um þrítugsaldur eftir langa vanheilsu, hinn mesti efnismaður og ágætis drengur, eins og hann átti kyn til, og hörmuðu hann skildir og vandalausir, og hygg ég, að móður hans hafi þá eink- um fundizt nærri sér höggvið. Auk sona sinna tóku Austurhlíðarhjónin bróðurdóttur Guðrúnar til upp- fósturs, Guðrúnu Guðmundsdóttur að nafni, og er hún húsfreyja í Dalsminni, gift Erlendi Gíslasyni. Býlið er byggt úr Austurhlíðarlandi. Þar að auki ólust nokkur vandalaus börn upp í Austurhlíð að meira eða minna leyti. Vorið 1932 giftist Guðmundur, sonur hjónanna í Austurhlíð, unnustu sinni, Elínu Ólafsdóttur, og héldu foreldrar Guðmundar stórveizlu fyrir fjölda manns, þar á meðal hóp tiginna gesta, í gömlu skarsúðar baðstofunni sinni, og fór veizlan hið bezta fram og sýndi Guðrún þá sem oftar hæfni sína í því að taka á móti gestum við takmörkuð skilyrði. Litlu síðar tók Guðmundur við búsforráðum í Austurhlíð, en þau eldrj létu þá af búskap og dvöldust hjá syni sínum og tengdadóttur, sístarfandi að hag heimilisins og hlynnandi að yngstu kynslóðinni, sonardætrunum, og ber sú elzta þeirra Guðrúnarnafnið. Er gott útlit fyr- ir, að hún gerist einnig húsfreyja í Austurhlíð. % sem pára þessar línur, átti þess kost að búa í nágrenni við þessi ágætu hjón, er gerðu garðinn frægan um langan aldur, og var þar að auki nokkuð handgengin þeim, einkum síðari árin. Og er það í einu orði sagt, eitt hið bezta heimili, sem ég hef kynnzt, í þessa orðs beztu merkingu. Því að samfara ágætri umgengni í því ytra, var umgengni í félagslífi fjöl- skyldunnar fögur fyrirmynd, og þar var tengdadótt- urinni vel tekið og vel að henni búið. Guðrún Hjart- ardóttir átti þá ágætu mannkosti að vera bæði mikil og mild. Hún var glaðvær og ræðin í kunningjahópi, en lét þó lítt uppi tilfinningar sínar, orðvör um'granna sína og velviljuð öllum, er á einhvern hátt þurftu lið- sinnis við, og Guðrún var stálminnug og fróð um ætt- ir víða um landið og kannaðist við marga, því að margir höfðu gist hennar garð um langa æfi. Það var því bæði skemmtilegt og fróðlegt að tala við þessa konu, enda á ég minningar um margar ánægjustund- ir í kynningu við hana. Guðrún lézt eins og fyrr segir 13. okt. s.l. eftir þjáningamikinn sjúkdóm. Maður hennar var dáinn nokkrum árum á undan henni. Var hún jarðsungin, að viðstöddu fjölmenni að Úthlíð, þar sem foreldrar og ættmen hennar hvíla. Blessuð sé minning þessara góðu hjóna. Jónasína Sveinsdóttir. EG BÝ í BJÖRTUM HUGA Elieser Jónsson (4ra ára) vaknaði einn morgun og sagði þá: „Mamma! mig dreymdi ég væri að yrkja.“ „Manstu þá hvað það var,“ spurði hún?“ Það var svona,“ svaraði hann. „Ég bý í björtum huga, í blæ og sólarloga.“ Sjö árum síðar orti Rannveig Sigfús- dóttir svo utan um þessar hendingar kvæðið sem hér fylgir. — G. Þorst. Heyr orS liins almáttuga, sem uppheims rœ'Sur boga: „Ég bý í björtum huga“ „í blœ og sólarloga,“ í bárugeisla-bliki og blómum, er þér skína. Hver minnsti maur á kviki frá mér fœr hreyfing sína, Og fugli, er sætt þér syngur, ég sjálfur kenndi braginn hinn fagri himinhringur þig heillar margan daginn. og þér af mildi minni ég mœli œfidaga, svo bœSi úti og inni þér ótalmargt lcann haga. Mitt blessaS jarSarbarniS! Ég býS þér auSlegS mína, ó, œddu ei út á hjarniS, sem öldin vill þér sýna. Því fegurS, miklu fegri, má finna í hverju blómi, og ástmál unaSslegri í einum smáfugls hljómi. Ég sendi son minn góSa aS segja þér til vegar, hvaS hann þú heyrir bjóSa, þá lilýddu kalli þegar. Hann mun þér boS mín birta, og bezta veginn greiSir. Þá hel vill síSast syrta, hann sjálfur heim þig leiSir! Rannveig Sigfúsdóttir frá SkjögrastöSum. Rannveig lézt í hárri elli s.l. sumar í Skjaldarvík við Akureyri. Hún var vel hagmælt, en flest eru kvæði hennar glötuð. Hún var móðir Erlu skáldkonu, Guðm. Þorsteinssonar frá Lundi og þeirra systkina. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.