Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 5
ESTRID FALBERG-BREKKAN Roland Það, sem hér fer á eftir, er ekki skáldsaga, heldur harmsaga, og er hún sögð nákvæmlega eins og hún gerðist. Ég var nýorðin kennari og hafði fengið stöðu við harnaskóla í Gautaborg, þar sem aðallega voru verka- mannabörn — eins og ég liafði sjálf kosið. Ég tók við bekk eftir kennara, sem hætti vegna aldurs. Börnin voru þæg og vel vanin, kennslustofan stór og sólrík. Ég var yngsti kennari skólans, allir hinir voru mið- aldra eða meira. Allir voru mér góðir. Ég var mjög hamingjusöm, aðeins þótti mér Lennslustundirnar alltaf líða of fljótt. Mér þótti afskaplega vænt um öll börnin, en uppá- hald mitt var drengur, Roland að nafni, en ég vona að mér hafi tekizt að Ieyna því. Hann var frekar lítill vexti, veikbyggður og óvenjufríður. Bros hans er fallegasta barnabros, sem ég hef nokkurn tíma séð °g er þá langt til jafnað. Hann var þó oftast mjög al- varlegur, eins og áhyggjufullur. í byrjun desember var ég búin að koma á öll heimili nemenda minna. Ég fór alltaf á laugardögum eftir hádegi, því að ég vissi, að þá væri alltaf allt í röð og reglu hjá mæðr- unum. Aðeins Roland var eftir, en það kom til af lJví, að hann átti heima í hverfi, sem ég hafði aldrei Lomið í. Það var frekar illræmt vegna drykkjuskap- ar, og ég var ekki kjarkmikil, enda hef ég alltaf og er enn afskaplega hrædd við drukkið fólk. Einn morgun kom skólastjórinn inn til mín eftir tuorgunbænina og bað mig að finna sig í næsta hléi. Þegar þangað kom, sagði hann mér, að hæsnaeigandi, sem átti hæsnakofa á engi nálægl hverfinu, illræmda, Lefði kvartað undan ]>ví, að drengur hefði skriðið inn í kofann, auðvitað til að stela frá sér eggjum. Sjálfur hafði liann ekki séð til lians, en tvær konur sögðust hafa séð hann, að minnsta kosti tvisvar, koma þaðan út. Drengurinn héti Roland og mundi vera í tnínum bekk. — Roland! hrópaði ég, alveg frá mér af undrun og ótta. Nei, það getur ekki verið, ég skal ábyrgjast, að hann mundi ekki fara að stela. Hinn elskulegi, gamli skólastjóri brosti og sagði: — Góða fröken, við skulum taka þetta rólega. Ungar kennslu- nýtt KVENNABLAÐ konur og reyndar allar kennslukonur eru eins og mæður. Þeirra börn geta ekkert aðhafzt, sem rangt er. En ég er svo alveg fullviss um, að Roland sé saklaus, sagði ég, má ég að minnsta kosti ekki sjálf yfirheyra hann? — Ég hef nú verið kennari í næstum fimmtíu ár, og stjórnað þessu stóra skólahverfi í þrjátíu og sex ár, svo að ég álít, að ég hafi svolítið vit á þess háttar málum. Það er ekki meiningin að hræða eða flengja drenginn, þó að hann játi afbrot sitt, en mér ber skylda til að taka fyrir slíkt, líka drengsins vegna, svo að hann haldi ekki áfram að stela. Ég vil fá að tala við hann klukkan tólf. — Má ég þá ekki vera með, spurði ég. — Nei, það tel ég ekki svo heppilegt. En hann er ábyggilega saklaus, sagði ég, og þar sem ég var ekki nema tuttugu ára, fór ég að gráta. Gamli skólastjórinn lét undan. Ég mátti athuga málið og segja honum svo eftir viku, hvers ég hefði orðið vísari .... En það mætti ég skilja, að það væri mikill ábyrgðarhluti, og liafði það aldrei áður hent, að hann hefði lá'tið undan. Þetta mun hafa veri í nóvember og því hálf dimmt. þegar börnin fóru heim til sín. Ég gekk hægt á eftir Roland. Leið hans lá yfir óbyggt svæði, en þar á miðri leið var hænsnakofi með girðingu austan megin við húsið. Mér til skelfingar sé ég Roland lyfta upp hænsnanetinu og skríða inn undir og fara inn í kof- ann. Vestan megin á húsinu var langur gluggi og flestar rúður brotnar. Ég fór þangað, og á gólfinu sá ég Roland litla krjúpandi og heyrði til hans — átakanlegustu orð, sem ég hef nokkurn tíma lieyrt af manna vörum: „Góði Guð og Jesús! Þú, sem getur allt. Nú kem ég aftur, og nú bið ég þig svo innilega um hjálp. Þú veizt ekki hvað ég hef reynt að vera góður. 1 morgun borð- aði ég ekkert. Litlu systurnar fengu brauðsneiðarnar og mjólkina, nú er ég svo svangur. Ég burstaði alla skó, og ég sópaði gólfið, en ég veit að þú sérð allt, svo að þú sást líka þetta. Bara að þú vildir nú hjálpa mér, svo ætla ég alltaf að vera svo góður, svo góður. Þú gétur allt, viltu nú ekki breyta brennivíni í vatn, svo að mamma geti ekki orðið durkkin oftar. Við er- um svo óhamingjusöm, þegar hún er drukkin, og litlu systurnar gráta, og enginn matur er til handa okkur. Jú ég veit, að nú ætlar þú að hjálpa okkur, nú er ég alveg viss nú fer ég heim.“ Hann hljóp á heimleið, ég gat varla gengið . .. , Húsið var lítið gamalt timburhús ekki ósnoturt. Það hafði verið bústaður handa föstum vinnumanni á herragarði, sem nú var rifinri, bærinn hafði gleypt eigur hans fyrir löngu. Ég bankaði, en enginn kom 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.