Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 12
að verða glaðlegri, meðan stórir staflar voru hlaðnir af fullþurrkuðum fiski. Ef góðir þurrkdagar fengjust, yrðu þær lausar við reitavinnuna um næstu helgi. í»á skyldu þær hita sér gott kaffi og baka lummur eða kleinur. Jói litli fór að verða órólegur, því að nú fór að líða að því að hann þyrfti að fá sér miðdagsblund. Þarna sérðu nú, Sigga mín, hvort ekki hefði verið betra fyrir þig að vera heima með drenginn,“ sagði Signý í lægri róm en vanalega, því að Þorhjörg í Nausti var nálæg. „Nú þarf önnur hvor okkar að bera hann þennan líka litla spöl, og það hefur víst hvorug okkar handleggi til þess,“ bætti hún við og stundi mæðulega. „En þetta hefur verið ólíkt skemmtilegra, að vera hórna en ein heima,“ sagði Sigga. „Ég vona að Bensi beri hann heim fyrir mig.“ „Hvaða skylda heldurðu að hvíli á honum með það?“ sagði Signý og saug fílulega upp í nefið. „Ég vil held- ur bera saman fiskinn en fara heim með hann,“ sagði Sigga.“ Hverslags vitleysa er þetta!“ sagði Signý. „Það yrði víst vit úr því“. Þá tók Si'gga Jóa í fangið og lagði af stað heimleiðis. Signý hélt áfram að bera saman fiskinn og gerði sig ekki líklega til að létta undir með dóttur sinni, með því að bera drenginn eitthvað af leiðinni. Þorbjörg í Nausti var tannhvöss, eins og vanalega, og talaði heldur hvatskeytslega til grannkonu sinnar: „Dettur þér í hug, að krakkinn geti borið strákdrymbið heim?“ „Ég hef ekki þrek til þess að bera hann, sízt þegar ég er búin að þræla allan daginn úti á reitunum,“ sagði Signý. „Hvað vesöl sem þú erl, hefurðu j>ó sjálfsagt meira þrek en hún. Það verður ekki þér að þakka, þó hún verði ekki krypplingur af því að rogast með hann dagsdaglega! Þú hefur líka alltaf sérhlífin verið og hugsað mest um þinn eigin skrokk,“ sagði Þorbjörg, hlífðarlaust. Svo kallaði hún til Bensa: „Þú ert alltaf allra beztur, Bensi minn. Viltu ekki fylgja henni Siggu litlu heim með krakkaveslinginn ? Þó þú farir ekki nema hálfa leiðina, þá munar það hana mikið.“ Bensi fór á eftir Siggu og bar Jóa alla leið heim að Bjarnabæ. „Hann er líklega bezt að því kominn að bera hann heim,“ sagði Signý, gremjulega. „Það hafa víst verið hans ráð, að hún fór að hanga með hann hér úti á reitum. Henni hefur aldrei dottið það í hug fyrri.“ Anna frá Mýri var fljót að henda á lofti það, sem Þorbjörg hafði sagt um Bensa. „Alltaf allra beztur!“ „Þessir eru nú ekki að fá sér það til orða þó dálítil strákapör séu framin. Svona fólk er ekki fært um að ala upp börn, enda hefur henni ekki verið trúað fyrir miklu.“ „Það segirðu satt,“ samsinnti Gréta í Móunum. Þegar húið var að þurrka fiskinn, héldu konurnar hver annarn dálitla veizlu. Nú voru allar hnyppingar löngu gleymdar. Hallfríður í Bakkabúð og Þorbjörg í Nausti buðu Signýju og öllum hennar krökkum í kaffi. Signý bafði sjaldan litið inn til Þorbjargar en aldrei til Hallfríðar, því að hún var svo nýflutt í ná- grennið. Hjá henni var lítið af innanstokksmunum. Öðru máli var að gegna hjá Þorbjörgu. Þar voru myndir í römmum og ýmislegt glingur, sem vakti öf- und í brjósti fátæku konunnar. Nú komu iðjuleysisdagar fyrir unglingana og erj- urnar milli Tangastrákanna og fimmmenninganna úr Víkinni byrjuðu á ný. Eina nóttina fór Bensi með alla sína félaga inn á Höfða, þar sátu þeir á færum fram undir fótaferðartíma. Næsta morgunn var sil- ungur á borðum hjá flestum fátæklingunum á Tang- anum. En ekki var laust við, mæðurnar væru hálf órólegar yfir því, að einhver rekistefna ætti eftir að koma út af Jjessum veiðiskap, J)ó að þær hefðu alltaf fengið silurig á hverju vori, sem þær voru búnar að vera í þorpinu og engum hefði dottið í hug að tala um, að það væri ekki leyfilegt. En nú var þetta víst allt að verða breytt og öfugt við það, sem áður hafði verið, síðan Bensi kom til sögunnar. Það var Þura gamla í Grýtu, sem kom öllu í uppnám. Hún átti engan son, sem gæti fært henni björg í bú og var því ekki laus við öfund yfir velgengni grannkvenna sinna, enda þótt þær gæfu henni bragð. Hún var sífellt að reka gráhærðan kollinn inn í eldhúsið hjá kaupmanns- frúnni, þar sem Lilla dóttir hennar var við eldavélina. Það var alltaf gaman að sjá, hvað hún tók sig vel út. „Þið hafið })á bara saltfisk á borðum,“ sagði hún þennan morgun, og það var ekki laust við lítils- virðingu í rómnum. „En fátæklingarnir liafa glænýj- an, 'spikfeitan silung.“ Kaupmannssynirnir heyrðu, hvað hún var að segja og komu fram í eldhúsið, þó að þeir vissu, að það væri fyrir neðan sína virðingu að tala við Þuru gömlu. „Hver hefur nýjan silung?“ gat sá eldri ekki stillt sig um að spyrja. Þura brosti drýgindalega. „Þið hafið ekki passað Höfðann vel í gærkvöld eða nótt. Ég er hrædd um, að Bensi hafi dregið nokkra silunga þar, og líklega hefur hann ekki verið einn!“ Svo var ekki talað meira um það, og dagurinn leið tíðindalaust. Það gerði sá næsti líka og þar næsti, því nóg var enn til af silungi. En þá ætluðu veiði- mennirnir að fara aftur inn á Höfða og vita, hvort. þar væri ekki eitthvað að fá. 10 KTÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.