Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 4
um liana ömmu gömlu segja. Hún var svo vitur kona, að hún bjóst ekki við, að börnin hefðu tök á að taka þeim fullorðnu fram í þroska og lífspeki. Sann- arlega finnst mér að þeir menn, sem við hvert tæki- færi láta móðan mása um málvöndun og aftur mál- vöndun, ættu að reyna að liugsa ofurlítið dýpra og tala jafnhliða ofurlítið um mannrækt og þroskandi uppeldishætti. Hvar eiga Idéssuð börnin að læra fag- urt og heilsteypt málfar, ef Jtau alast mest upp við óheflaða dæfgurmælgi og klúrir dægurlagatevtar með flágjöllum tón duna látlaust í forvitnum hljoðþyrst- um eyrum. Áður en börn hafa minnstu hugmynd um að skilgreina hlutina, eru þau farin að syngja klám fulla dægurlagatexta af hinni mestu prýði með sömu barnslegu einlægnisröddini og börn eldri kynslóðanna sungu sálmvers og sólaróð stórskáldanna. Við, sem eldri erum og munum að nokkru tvenna tíma. Jafnvel við börn þessarrar 20. óraaldar, gelum vel gert okk- ur fulla grein fyrir hvernig stendur á því að mál fjöldans, í borgum og bæjum landsins, er að verða fábreitt og andlaus daðurmælgi. Fyrir 30—40 árum áttu flest heimili á þessu landi ekki mikið af ómerkilegum bókmenntum. En flest áttu þau víst þær Guðsorðabækur, sem ]>á þóttu nauð- synlegar til þess að viðhalda kristilegum menningar- arði kynslóðanna. Þá voru börnin gjarnan látin læra lestur í Nýja testamentinu, sem þótti sérlega hentugt, vegna þess skýra og stóra leturs. Ég fyrir mitt leyti lærði að lesa í einu slíku testamenli. Stundum voru líka Péturshugvekjurnar gripnar til |>essa uppfræðslu- starfs. Það liggur í augum uppi að slíkar bækur voru ekki neitt sérlega léttar aflestrar fyrir lítil börn. Það hlaut að J>roska mjög athyglisgáfuna og styðja að rök- fastri lestrarkunnáttu. Þar kom ekki allt af sjálfu sér, eins og í mörgum barnalesbókum, sem síðan hafa ver- ið notaðar til þessa undirstöðualriðis máls og mennl- unar. Ég er viss um að þessar sjálflesnu barnabækur geta átt sinn þátt í að gjöra fólk að hugsunarsnauðum páfa- gaukum, sem grí|)a hvert orðskrípi, sem fyrir eyru ber, án þess að brjóta til mergjar gildi Jiess eða merk- ingu. í þá tíð var börnum heldur ekki of])jakað með alls konar mismunandi fræðigreinum. Þá gátu ]>au, sem námfús voru tekið til sinna ráða með að læra ]>að, sem fyrir hendi var og fyrir því vali urðu j)á gjarnast ljóðmæli góðskálda, rímur, sálmar og annað ljóðrænt kjarnmeli andans. Þessi utanbókarlærdómur lagði á varir alþýðunnar tiltækt fagurt kjarnamál, sem auð- sjáanlega mun deyja út meðal almerinings, ef ekki verður reynt að stinga við á ófremdarbrautinni. - Af hverju grípa menn til útlendra orða? Það er hvorki af fyrirlitningu fyrir sínu móðurmáli, eða af ást á erlendum málum. Það er blátt áfram af þörf fyrir að túlka það, sem í brjóstinu býr, Jiví að, Jrótt Einar Benediktsson hafi getað sagt, að orð séu á ís- lenzku til um allt, sem er hugsað á jörðu, þá skal ég ekki neita því, að aðrar tungur eiga oft meiri mýkl og aðlögunarhæfni til þess að lýsa ýmsum eðlisháttum og andlegu ásigkomulagi. Við erum h'ka í óðaönn að lileinka okkur alla mögulega hluti af háttum og sið- um annarra }>jóða. Ollu verður eitthvert nafn að gefa, svo ekki er neitt undarlegt J>ótt lekið sé til ýmissa ráða, til þess að nafngreina allt nýnæmið. Ég sé held- ur ekki, að við séum þeir Eskimóar, eða útúrboringar að J>að geti ekki klætt okkur að eiga okkar evrópisku orð, eins og aðrar menningarjijóðir Vestur-Evrópu. Mér finnst okkar alþýðumál vfri auðugt af formæl- ingum, klámi og fúkyrðum. Ennfremur snautt af fag- urfræðilegu og hugheillandi orðalagi. Það er mjög algengt að svæsnustu formælingar eru nolaðir lil þess að tákna stigmun á fegurð og góðleik hlutanna. En þeir, sem forðast vilja blót og ragn, gatsh'ta og útníða oft í þess stað einhvern meinhægari orð-lepp, með því að nota alllaf sama áherzluorðið í tíma og ótíma. „Af gnægð hjartans mælir munnurinn“, segir gam- alt spakmæli. Óhreint og sauriigt lijarlalag ]>rýstir klúryrðum fram af vörum og tungu mannlegrar veru. Grimm dýr gefa frá sér grimmdarleg hljóð. Jafnvel geðslag dýranna getum við skynjað af þeim hljóðum, sem þau gefa frá sér. Vitanlega er maðurinn gæddur J>eim vitsmunum, að geta dulið flagð undir fögru skinni, að minnsta kosti um stundar-sakir. En erfitt mun }>að reynast til langframa að leika allt aðra j>er- sónu í orði en verki. Ef frammá-mönnum Jijóðarinnar er einhver alvara með það, að ]>jóðin haldi tungu sinni og jrersónuleik, þrátt fyrir ört aðstreymi allavega erlendra áhrifa, þá verða þeir að hugsa rökrænt og grafa fyrir rætur meinsins, því að það er gagnslaust að tyldra ]>ungum efnivið ofan á fúnar og haldlausar undirstöður. Það verður að byrja á byrjuninni. Það ætti að vera ótví- ræður smánarbletlur á hverju kristnu þjóðfélagi að byrja á því að kenna börnum sínum alls konar fánýtl og innihaldslaust rugl. En láta undir höfuð leggjast að kenna þeim lífssannindi kristinna trúarbragða, sem ein megna að gefa manninum siðferðilegan þrótt, er gerir hann færan til.að balda sínn persónugildi og trú- leika við innsta eðli sálarinnar hvernig og hvaðan, sem tízkuvindur veraldarinnar blæs. En ]>að heyrasl færri raddir um þau sannindi, að við eigum í kristinni trú og kristinni menningu ]>að fjöregg, sem þjóðlíí vort hlýtur að standa eða falla með. 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.