Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 7
Eldhúsreykur og skáldskapur Fagurt roðar, fagurt roðar fyrir morgunsól. Birtir um bláa Imjúha, á bœjum tekur a'ö rjúka. Dagur fagur, dagur fagur um dali skín og liól. Það munu vera hér um bil 40 ár síðan að mér urðu þessar hendingar svo hugstæðar, að ég hef aldrei gleymt þeim. En ég man ekkert um höfund þeirra, eða í hvaða bók ég las þær. Það var skínandi vormorgunn. Eg liafði kveikt upp eldinn og staglað í sokka og skó við hlóðin, hljóp, er því var lokið, upp á loft til að færa plöggin piltum, sem þar sváfu. Verður þá fyrir mér bók, opnaði hana °g hitti á ofanritað stef. Þurfti ekki að leita að gler- a«gum í þá tíð. Víst var ekki tími til að liggja í bók- um, en hendingarnar dönsuðu í huga mínum og vöktu hugblæ, nærri því lifsfögnuð, sem lítið var um hjá mér um þessar mundir. Ég sá rjúka á næsta hæ og líka hjá mér. Hvað ég minnist þess á vorfeðralagi til Keykjavíkur, hversu glaðnaði yfir okkur, þegar við sá- um rjúka, er við lágum í áningarstað og höfðum enga klukku. Það minnti okkur á morgunkaffi og góðar við- tökur. Túlka ekki hendingarnar úr einu af þunglyndis- kvæðum Kristjáns Jónssonar tilfinninguna: Reykjarskuggar léttir lí'óa í logni upp frá kyrrum bœjuni, þar sem itidœl sumarsœla sveipar túnin grœnum blœjum. Samt þar upp frá arni mínum enginn reykjarskuggi liSur. Ég á hvergi, hvergi heima, hvildarstöð mín engin biður. Þetta bendir á, að eldhúsreykurinn upp úr strompin- um hefur minnt á heimilisarin. Ekki sjáum við nú eftir reykjareldhúsunum, en samt sem áður vakti reykurinn einhverja kennd, sem við nú söknum, þegar hann er horfinn. Þetta var eins og svar, er morgunreykurinn sást, upp á að allt væri í lagi, og svo tóku næstu l)æir undir þessa „stemningu“, þar fór Kka að rjúka. Loks rauk á öllum bæjunum. Línurnar, sem ég las þennan morgun: „Fagurt roð- ar, fagurt roðar fyrir morgunsól,“ þær urðu mér nokk- urs konar spá um góða framtíð, enda hefur hún orðið mér vonum betri. Og enn í dag lífga hug minn þessar dÍ,lcar‘ Birtir um bláa hnjúka á bœjum tekur aS rjúka. Ingveldur Einarsdóttir. Þegar snillingarnir leggja saman Það er sjaldgæft að við fáum í útvarpinu þrjá snill- inga, Kiljan, Kristmann og Tómas sama kvöldið. Það kom einu sinni fyrir á stórhátíð, en svo aftur núna ekki alls fyrir löngu, eitt laugardagskvöld. Prestarn- ir hefðu átt að vara sig daginn eftir. Eftir að leikar- arnir höfðu flutt sögur rithöfundanna og kvæði. Leikarinn er orðinn fóarnið, sem milur fæðuna, svo að hún verður meltanleg og gómsæt eins og eggjarauð- an, sem við fáum í stað grjónanna. Meðferð leikar- ans á efninu leysir orðin upp í veruleika. Heilagan veruleika. Hlustendur eignast sál og sálarlíf. Þeir eru slingir leikararnir. Ein úr þeirra hópi er Anna Guð- mundsdóttir. Og það var hún, sem las Arma Ley kvöld- ið góða, sem kom svona óvænt, líkt og brandajól Anna GuSmundsdóttir, leikkona er öllum lands- mönnum kunn og þó sérstaklega Reykvíkingum. Hún hefur oft á leiksviðinu túlkað siðavandar, aðsóps- miklar konur, og gert þeim góð sk.il. Margar gleði- stundir hefur hún veitt okkur, og það er nærri skömm að því að þiggja þetta endalaust án varanlegs endur- gjalds til hennar, persónulega. En eins og sagan seg- ir, að sonunum 7 hafi farist verr að annast föður sinn einan, en honuin fórst að annast þá alla, svo fei um leiklistarþiggjendur frú Önnu. Henni tekst betur að færa okkur fjársjóði bókmenntanna og gleðja þúsund- irnar, en okkur að sýna kærleiksvottinn. „Við ætlum að skilja", hét kvikmyndin hennar GuSrúnar Brunborg. Ósköp vitkuð'umst við lítið af því að sjá myndina. Sjaldnast munu hjónaskilnaðir fyrir þær sakir einar, sem hún fjallar um. ÞriSja persónan var heldur veigalítil og sálarlífs- lýsingar naumar. Hugsum til Vronski (í Anna Karenina) Geir- mundar (í Upp við Fossa). Þjáninga veslings Gróu! o.s.frv. Um æfi frú Victoriu Benediktsson o.fl. og nærtækari dæmi hafa líklega flestir til samanburðar. Þá var Bakkus hvergi nærri. En vínnautnin hefur eyðilagt margt hjónabandið. NYtt kvennablað 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.