Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 9
TIL SKÁLDMEYJANNA frá huldukarli Ef að snótum er það fró, eg vil þjóta að' penna, ástarhótin þeirra þó þrátt mig hljóti brenna. Ellimóður óðs á slóð, eg má fljóðum sinna, sem ntér bjóða sorgar óð og sakna Ijóða minna. Raddir óma ástleitnar allan sóina skilja. Ljóða hlóma liljurnar lífsinns dóma þilja. Kannske einhver geti saumað eftir þessuni fallega hlómapúða. Efnið þarf að vera ljóst, mætti vera hör eða strigi. Blómin fyrir miðju, svo rná púðinn vera stór eða lítill eftir vild. í svona mynztri gerir ekkert til, þó spor og spor sé öðruvísi en mynztrið. Heildarsvipurinn verður jafn fall- egur fyrir það. Vitanlega verða sporin að snúa eins. Litina má velja eftir sumarskrúðgarðinum. Surnir blómaleggirnir eru saumaðir með löngum sporum eða aftursting og eins neðsta rós til vinstri. •F“!:hKáÍ!!B |.|* |ál •a *r~. Hér á myndinni er sýnt klóspor, sem alltaf er mjög snoturt til punts á einlit föt, mest er það notað meðfram földurn og yfir sauma, ef auka þarf svo samskeytin hvérfi. Með einurn lit. Þetta er fljótlegasta „bróderí" sem til er. Rósina má taka upp á gegnsæan pappír og setja hana með kalkörpappír í kragahorn, vasa, ^ntádúka og ser- véttur. Saumuð ineð lykkjuspori og blöðin með flatsaum. Þessi mynd er að koma úl með litaskýringum um miðjan okl.. á Vefnaðarstofu Karólínu Guð- mundsdóttur, Ásvallagötu lOa. Er þá hægt að panta hana þaðan, ásamt öllu efni. Stærðin er 258x 87 spor og er því hægt að sauma hana yfir (tvo eða) þrjá þræði með góbelínsaum. — Við pönlun þarí að taka fram hvorts heldur er óskað og einnig lit jafans.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.