Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 10
Minningarorð um Láru Lárusdóttur ÞaS var bjartan ágústdag fyrir réttu ári síðan. Himininn var al- heiSur og sólin sendi geislaflóS sitt yfirfullsprottin tún og engi. Allt í einu hringdi siminn. Úr fjarlægum landshluta hljómar dánarfregn: „Hún Lára er dáin.“ Mér varS snöggvast eitthvaS st'o þungt um hjartaS. ÞaS var eins og þessi fagri ágústdagur hefSi allt í einu misst Ijóma sinn fyrir augum mínum. Hverfula líf! Hversu oft erum viS mennimir minntir á fallvaltleik þinn, og spurningarnar' hlaSast á huga þess, sem stendur á strönd- inni og horfir á eftir góSum vini hverfa yfir djúpiS mikla. En jafnframt tala minningarnar sínu þögla máli. ÞaS eru þessar hugljúfu minningar, sem eru þess valdandi, aS ég tek mér penna í hönd til þess aS votta látinni vinkonu virSingu og þökk. Lára Lárusdóttir var fædd hér á Hellissandi 5. fehr. 1890. Hún ólst aS mestu upp hjá Lárusi Skúlasyni, og varS síúan svo lánsöm aS gjalda honum þá skuld meS því aS sinna honum elli- hrumum. Þann 25. júní 1911 giftist hún eftirlifandi manni sín- um Jóhanni Jónssyni, Jónssonar hreppstjóra i MunaSarhóli. EignuSust þau sex böm og eru 5 þeirra á lífi. Ég kynntist Láru sál. ekkert til hlítar fyrr en hún var orSin fulforðin kona, en það, sem strax vakti athygli mína var hin óvenjulega hjartahlýja og góSleikur í fari hennar, svo að ekk- ert mátti hún auml sjá. Komu þessi skapgerðareinkenni gleggst í Ijós í viSmóti hennar viS gamalmennin, sem hún hafSi svo oft undir höndum 'og fómaSi sér fyrir af óvanalegri ástúð, svo og í framkomu hennar viS hörnin, sem svo oft hörSu aS dyrum. Er- indiS var oft ekki annaS en aS fú aS standa af sér skúr, eða bara sitja inni stundarkorn. En þau vissu aS til Lám var þeiin óhætt að koma, þar mættu þau skilningi og samúð. Ég dáðist oft aS þvrmeð sjálfri mér, hvað hún sýndi þessum smælingjum mikinn kærleika. ViS nánari kynni fékk ég svo að skyggnast dýpra í hugskot þessarar konu og þá varð mér ljóst að skap- gerS hennar mótaðist af trúnni á GuS og samfélaginu við hann. Þangað sótti hún styrk og huggun í hverri raun. GuSi sínum þakkaði hún allt, sem áunnist hafði. Það vár ánægjulegt að eiga viðtal við hana um andleg mál, enda hókhneigð og vel greind. Hún minntist oft á hversu gott myndi að koma „heim“ að dags- verki loknu. Og Guð gaf henni þá náð, að sjá dagsverkinu lok- ið að mestu. Mannvænleg börn, öll uppkomin og sjálfbjarga. Léra Lárusdóttir var ein af stofnendum Kvenfélags Hellis- sands og f stjórn þess átti hún sæti síSustu 20 árin. — Félags-i systur hennar, sem eftir lifa, munu lengi minnast þess, hvað hún sýndi mikla fórnarlund og óeigingirni í störfum sínum fyrir fé- lagið. En svo vel þekkti ég Láru, að lítt myndi henni aS skapi, að ég fari að telja upp verk hennar og greiðasemi, því lítillátari konu hef ég varla þekkt. Hér skal því staðar numið meS hlýrri þökk til ágætrar vinkonu fyrir hugljúft samstarf, og með gleði NORÐLENZKI KVENNAKÓRINN Kvennakór Slysavamarfélags Akureyrar söng í Gamla Bíó, 19. júní, undir stjóm Áskels Snorrasonar. Fáir voru karlmennirnir í áheyrendahópnum, þó nær húsfyllir væri. Þeir vilja heldur láta hlusta á sig, blessaðir, en ómaka sig til að hlusta á kon- urnar. HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ SEGJA UM KOSNINGAÚRSLITIN ? Fyrst og fremst það, að nú sjáum við hve tryggt það er, eða hitt þá heldur, aS fá flokkana til að stilla upp konum á lista sína. Framsó'knarflokkurinn átti 16 þingsæti örugg, en þar hafSi hann ekki konur í framboði. Heldur setti hann konu á fram- boðslista sinn í Reykjavík, en hafSi þar aðeins einu sinni núð kosningu. Og var það því mjög valt sæti. En SjálfstæSisflokk- urinn passaði sig með að hafa konuna svo neðarlega á sínuni framboðslista aS hæpið væri aS hún kæmist að. Fór þá líka svo í þessum kosningum, að hvorugur kvenþingmanna Reykjavíkur- kjördæmis néði kosningu. Þetta ætti að verða til þess að kenna kvenþjóðinni að bera fram sinn eigin lista næst. Athugasemd — Við tókum, sum, þátt í þeim hrellingum, sem fólkið kaus sér til handa vegna Krýningarhátíðar Elísabetar drottningar, aS standa „dægrin löng“ í slúðviðri, lieldur en að missa af ánægj- unni, að sjé drottninguna og fylgdarliÖ hennar, og viS aumkv- uðum börnin, sem stillt voru upp í raðir til langdvalar, öðrum til augnagamans. En hvaS er þaS, sem viS hermum ekki eftir menningarþjóðunum. ÞjóShátíðardag íslendinga, 17. júní, er haldinn vörður um Dómkirkjuna, að hún yfirfyllist ekki. For- setahjónin eiga að hlýða messu. Meðan á messunni stendur bíður mannfjöldinn útifyrir. Á helzt að standa í sömu sporum, minnsta kosti, fánaberar, skálar og nýstúdentar. Skátarnir eru margir börn að aldri. Ætli þessar stöður séu til hollustu fyrir þau eða stúlkurnar á háu hælunum? Fyrst messa er í kirkjunni Þjóðhátíðardaginn, má ekki loka henni í fyrir neinum. Það er engu óhátiölegra að hafa kirkj- una troðfulla út úr dyrum, en illa skipuð og hálfsetin sæti fram í miðja kirkju. En vitanlega ætti guðsþjónustan að fara fram undir berum himni þennan dag, og vera sem stytzt, nægði aS allir syngju lofsönginn: Ó, guð vors lands. Áhrifin fara ekki eftir lengd athafnarinnar. Fólkið hefur að undanförnu beSið meðan messa stendur yfir, frekar en að það hafi tekið þátt í lienni. ÞaS hefur beSið eftir: — Að sjé fjallkonuna, sem er ný frá ári til árs, í hátíðabúningi. Eftir að sjá og heyra forsetann ávarpa manngrúann af alþingishússvölunum, og forsætisráðherr- ann tala. Fer þó sem oftast, undir ræðu liins síðarnefnda, aS kotna hreyfing á. Fólkið er orðið þreytt af að standa — fyrst allan messutimann. — Þessar miklu stöður barna og unglinga eru ósvífnar og verða til þess eins að leggja fæð á forráða- mennina. Konur hafa lítt verið kvaddar til undirbúnings ÞjóS- hátiðardagsins, og sér það é. — AS kvöldinu er fólki boöið upp á að dansa á götunni, en það er vitanlega ómögulegt, vegna þrengsla. Gaman væri að heyra frá hlutaðeigendum, hversvegna ekki má dansa á íþróttavellinum? hugsað til þess að hún, sem var minnug þessara orða frelsarans: „Það, sem þér geriS einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér mér gert“. Hún hefur nú fengið að ganga inn til fagnaðar herra síns. Lára Lámsdóttir andaðist að Landakotsspítala 10. égúst 1952, eftir stutta legu. Blessuð sé minning hennar. Hellissandi 10. ágúst 1953, Jóhanna Vigfúsdóttir. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.