Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 12
hana dálítið. Missir alla þvottapeningana,“ sagði Jóna. „Það vantaði nú bara, að við ættum allar fisk-kon- urnar að koma fyrir rétt fyrir þvaðrið í henni. Ég segi það, sem ég hef sagt fyrr. Við erum ekki búnar að bíta úr nálinni með þetta.“ Sigga hafði Iiúkt í felum niður i fjöru, nú kom hún í ljósmál, þegar hún heyrði ekki lengur hávaðann frá snúrunni og skimaði í kringum sig eins og hræddur fugl. „Þér er óhætt að koma Sigga mín,“ sagði Þor- björg. „Hún er farin sú húleita.“ Signý liafði verið búin að kalla á hana tvisvar sinnum, því Jói var vakn- aður. Nú, þegar hún kom auga á hana bað hún hana að hafa sig heim, hvað hún væri eiginlega að jivælast, engum til gagns. Sigga hljóp heim. „Ég vár að segja henni Iíallfríði að frúin væri á ferðinni, svo að hún gæti falið sig,“ svaraði Sigga litla, dálítið hreykin af dugnaði sínum. „Þér kom það víst lítið við,“ sagði móðir hennar. Mér heyrðist Þorbjörg vinkona hennar fljótlega taka svari hennar. Hún er vön því að svara hverjum sem er fullum hálsi, gribban sú. Þú skalt láta það vera, að venja komur þínar í Bakkabúð. Það lítur ekki út fyrir, að þau ætli að verða svo vinsæl, mæðginin þau. Og enginn er kenndur þar sem hann kemur ekki. Hugsaðu um Jóa litla. Jlann er vaknaður.“ Sigga varð kergjuleg á svipinn og nöldraði um leið og hún smeygði sér inn milli systranna: „Það er satt, sem Þorbjörg segir, að þú vilt helzt ekki snerta á Jóa. I'.kki þarftu þó að vera í fiskinum núna.“ Hún vissi að mamma hennar liefði ekki talaö svona kuldalega til hennar, ef Jóna hefði ekki verið komin. Hún var svo hræðilega leiðinleg. Það er leiðinlegt, að sjá allar stelpur leika sér en vera alltaf bundin við þennan aumingja bróðiir, sem aldrei gæli gengið eins og önn- ur börn. Samt þótti henni innilega vænt um, að liann vildi heldur vera hjá henni heldur en mömmu þeirra. Það var aldrei minnst á það, sem kom fyrir á Höfð- anum. Það eina, sem heyrðist um það var, að gamli prófasturinn hefði tekið elzlu drengina, sem voru með Bensa, tali og spurt þá eftir, hvernig slagurinn hefði byrjað. Þeim bar öllum saman um það, að kaupmanns- synirnir hefðu báðir veitzt að Bensa og ætlað að koma lionum í sjóinn, en hann hal’ði haldið svo fast í Balda, að hann hefði orðið honum samferða. Málið dalt því algerlega niður og engum datt í hug að renna færi fram af Höföanum það vor og sumar. Fimmmenning- arnir höfðu óvanlega hægt um sig, enda voru allir Tangastrákarnir við móupplekl næstu daga og vikur. Markverðasti viðburðurinn var, þegar uppboð var haldið á reitunum lians Bjössa gamla í Bakkabúð. Þó fólkinu hefði fundizt fátt eigulegt, sem honum til- heyrði, komu þó margir á uppboðið, sem ekki var úti fyrr en komið var fram á nótt. Morguninn eftir kom Gréta í Móunum, eldsnemma í Bjarnabæ til að segja Signýju þær fréttir, að strákurinn hann Bensi hafi bara boðið í bátinn og honum hafi verið „sleginn hann“. Og hann er bara farinn að bika hann strax, þykist ætla að fara að stunda sjó. Nátlúrlega verður það til þess, að hann kæfir sig á honum og kannski einhverjir fleiri vilji vera með honum. Eg hef hugs- að mér að reyna að sjá um, að hann Kjartan minn fari ekki með honum. En það er nú hægara sagt en gjörl. Það er sama, hvernig ég bið hann, með góðu og illu, að vera ekki með honum, þá er hann kominn að hlið hans hvenær sem hann getur.“ Konan í Bjarnabæ var ekki alveg laus við þann kviila, sem öfundssýki nefnist og spurði því, hvar Hallfríður fengi eiginlega jieninga fyrir bátinn, því sjálfsagt hefði hann kostað eitthvað. Hún var nú svosem ekki í vandræðum með að greiða úr þeirri flækju, nágrannakonan úr Móunum.“ Hún hefur áreiðanlega nóg handa á milli, konan sú, þar sem meðgjöfin með stráknum er. Þetta er efnabóndi hann faðir hans. Hún tróð sér nú reyndar upp á milli hjóna, þó hægt fari.“ Signý liafði heyrt það. Meira að segja Gréta hafði sagt henni það sjálf oftar en einu sinni. Það var engin hætta á, að það gleymdist. Þó margt annað gleymist, verða það sízt yfirsjónir ná- ungans, sem falla úr hugum manna. „Jæja,“ það er meira hvað þessum strák dettur í hug,“ sagði Signý, stuttlega. Kannske fæ ég að fara á sjó með honum eitlbvert kvöldið, hugsaði Sigga, en vogaði sér ekki að segja það fyrr en Jónas faðir hennar kom inn. Hann var í landi þessa viku við móvinnuna. Annars var hann vanur að slunda sjó vor og haust. Yfir sláttinn var hann vana- lega í kaupavinnu. „Heldurðu, pabbi, að ég megi fara á sjóinn með Bensa eitthvert kvöldið, þegar Jói er sofn- aður,“ sagði hún. „En hvað þér getur dotlið í hug,“ svaraði móðir hennar fyrir mann sinn. „Það er ein- kennilegt hvernig krakkarnir láta með þennan strák. Það er sama hvað honum dettur í hug, allt er það ágætt.“ Jónas lagði sig ofan á ábreiðuna í hjónarúm- ið. Jói litli lá fyrir ofan hann og nagaði kringlumola áfergjulega. „Hefurðu ekki mjólkurlögg til að bleyla þetta í handa veslingnum litla,“ sagði hann við konu sína. Hún kom ínn með mjólk í bolla og dulu lil að þurrka framan úr drengnum með. Þá ítrekaði Sigga sína þýðingarmiklu spurningu, sem faðir hennar skyldi ekki fyrr en kona hans sagði honum þessar stórkostlegu fréttir, sem nágrannakonan hafði flutt heim í eldhúsið lil hennar. „Þetta hefur alltaf verið 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.