Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.10.1953, Blaðsíða 14
Vor á Akureyri Hugsað til Akureyrar, þegar Hulda Laxdal og Blönd- alssystur, Ragnheiður og Lára voru ungar. Akureyrar villla vor. Vakti MaUhías og orti. Hver einn stauli hvatti spor. Konur fríSar ekki skorti. — Aldagráti umsteypt var upp i hlátur glaSvœrSar. llér var eins og ölduhœS, ungfrúrnar um strœlin svifi. Æskan þeirri eldri skwS. — Akureyri fafnan lifi, rneSan voriS villt á jörS veSur yfir EyjafjörS. GuSrún Stefánsdóllir. Heimkoma 37 Vestur-íslendinga Margt gesta hefur heimsótt Island í sumar, en minnilegust og hjartfólgnust verður heimsókn Vestur- íslendinganna. Allir töluðu þeir íslenzku og háru ættarsvip föður og móður. Við, sem nutum þess að kynnast hópnum, eigum skýra mynd margra þeirra í huga, eins og fulltrúa héraðanna, sem þeir voru frá, Skaftafellssýslu, Múlasýslu, Þingeyjarsýslu, Eyjafjarð- arsýslu, Skagafjarðarsýslu, o.s.frv. Ein konan fór 10 ára gömul vestur og kom nú eftir 56 ár. Hún mundi alltaf eftir túninu og umhverfinu heima, kærastur var henni þó í minningunni hóll einn skammt frá bænum. Oft hafði hún hugsað um hólinn sinn. Er hún lýsti ferðalaginu, góðu móttökunum, hvarvetna, veðurblíðunni og náttúrufegurðinni í þakk- arræðu í kveðjuhófi í Reykjavík, endaði hún „og á föstudaginn komst ég upp á hólinn“. Það reis fagnað- aralda í salnum. Svo fylgdu árnaðaróskir. Önnur fór þriggja ára og kom heim eftir 70 ár. Hún komst þannig að orði: „Fólkið heima sagði, að ég væri dugleg. Ég má til að vera dugleg, af því ég er af Hnjúksætlinni." Ein ferðakonan var vinkona Rannveigar Ólafsdótt- ur Briem, sem við erum að lesa bréfin frá í „Sendi- bréf frá íslenzkum konum“. Hún sagðist skemmta sér hverja mínútu. Þannig nutu Vestur-íslenzku konurnar heimkomunnar, að sumu leyti hver á sinn hátt. Þær höfðu flestar lokið miklu dagsverki. Við þökkum þeim og öllum Vestur-íslendingunum komuna. Fallegir sparikjólar Sá skozki er fallegastur úr tafti. Vasarnir bryddaðir með hvítum silki- eða herkúlesarböndum og þau einn- ig sett yfir pifuna. Kraginn, listinn að framan og upp- slögin úr hvítu efni og blúnda á listanum. Puntu- hnappar og slaufa í stíl við litina í kjólnum. Ekkert belti. Hnepptur aftaná. Einliti kjóllinn: Pilsið með lokuföllum allt í kring. Stímur stungnar niður milli hnappanna að framan. Hnepptur aftan á. Kraginn hvítur, eða í sama lit og puntuhnapparnir. Til Kristjáns frá Djúpalœk með þökk fyrir Sjómannavalsinn. AS kveSa þér rnansöng ei rnegna, því mín er nú útbrunnin glóS. En krýni þig kvennanna vegna fyrst kvaSst þú svo dásamlegl IjóS. Þær votta þér virSingu sína — og verma meS hrifningar Ijósum. En ég vil þig kórónu krýna úr knippum af fegurstu rósum. Því lengi mun IjóSiS þaS skarta og leiftrandi ylgeisla senda í sakrvandi sjóníannsins hjarta, meS söngtöfrum fegurstu kennda. Lilja Rjörnsdóttir. NÝTT KVENNABLAÐ 12

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.