Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 14. árgangur. 7. tbl. nóvember 1953. liaílar úr t'crðaiuinniiis'uni Hallhililai' I>iiIImoíiikiíó«iii' IJi' Þýzkaland§íör árið lOðfl SICLT UPP ELBE Kl. 5 um morguninn fór ég á f’ætur og var komin upp á þiljur nokkru áður en átti að vekja mig. Það var logn, yndislegt veður og gaman að sitja á þilfari í morgunkyrrðinni og sjá bændabýlin beggja megin við ána með fjölda ávaxtatrjáa í kring. — Elbe er svo grunn, að fara verður í fjölda krókum, og alltaf verið að skipta um leiðsögumenn. Maður gat ímynd- að sér, að verið væri að sigla inn einhvern fjörð heima, nema fjöllin vantaði til beggja handa. Grös- ugar sléttur Hggja niður að ánni og sums staðar sésl skógur álengdar. Eftir því sem ofar dregur á ánni verður meir og meir vart við að borg sé í aðsigi því alltaf fjölga skipin, sem eru á ferð fram og til baka. Borgin er Hamborg. Skömmu áður en þangað er kom- ið er mikill skógur á vinstri hönd. Og á hæð meðfram ánni, hvert húsið við annað hálf hulið af trjám. Sums staðar sér á þökin upp úr skóginum og aðeins á glugg- ana annars staðar. Allt þetta líkist einhverjum æfin- týraheimi. Staður þessi, sem heitir Blankenese, er út frá Ham- borg og þykir aðdáanlega fagur. Þar er smá baðstað- ur. Skip komu viðstöðulaust inn á höfnina, hvert af öðru. Hún er svo stór að ekki sést nema lítill hluti hennar í einu og sáralítið þaðan, sem Goðafoss okkar lagðist. Hann lagðist ekki í aðalhiifnina vegna kostn- aðar. Þó sólskín og bjart veður væri, var svo mikil móða að ekki sást nema lítill hluti borgarinnar frá höfninni. Og skarkalinn af öllum skipunum, sem sí og æ voru á ferli, fram og aftur, gerðu mig hálf ringlaða. Skrítib’ þótti mér að sjá stóru fljótspramm- ana, sem dregnir voru þrír og fjórir saman af litlum gufubátum. I þessum prömmum bjuggu heilar fjöl- skyldur, og óneitanlega er það undarlegt að sjá kon- ur með smábörn á bandleggnum þar úti. Mér þótti mjög gaman að sjá með eigin augum líkingu þessa fljótandi heimilis, sem var dvalarstaður söguhetjanna, Ásmundar og Rögnu í Pilt og stúlku. Og svo er það NtTT KVENNABLAÐ stórborgin. Enginn getu'r gert sér grein fyrir öllum þeim mörgu áhrifum, sem maður verður fyrir, þegai komið er þangað í fyrsta sinn. Fólksfjöldinn, véla- menningin og tæknin sem allstaðar ber fyrir augu, er svo gífuleg. Hamborg liggur á báðum bökkum er svo gífurleg. Hamborg liggur á báðum bökkuin Skip frá Hamborg leggja leiðir sínar um víða veröld og vörur þaðan eru frægar að gæðuin. Mikill útbún aður er í höfninni, sem notaður er til útskipunar á þungavöru, og má segja, að þar nái tæknin hámarki sínu. Heilar járnbrautarlestir eru teknar í loft upp með krönum og másandi gufuvélar þjóta um hafnar- bakkana. Öllu ægir saman: Bílar, rafmagnsvagnar, hestvagnar, hljólandi menn og gangandi, svo nærri liggur að maður verði ringlaður. * St. PETER. Lítið dvaldi ég í Hamborg. Þaðan fór ég í járn- brautarlest til St. Peter. Á leið þessari er tilbreyting- arlaust landslag, einlæg slétta, svo langt sem augað eygir. Hvergi blánar fyrir fjöllum, en skógar eru viða plantaðir og sýnast þeir sem smáhæðir væru. Fn alls staðar er ræktað land, ýmist engi eða akrar. Ósjálf- rátt hugsaði ég til þess, ef allir eyðiflákarnir heima á Fróni væru orðnir jafn blómlegir og nytsamir þjóð- inni til handa. Dimmbláu fjöllin okkar með fagur- hvíta kórónu myndu enda gera allt mun tígulegra en þarna er. Náin framtíð mun væntanlega fullkonma þessar hugsjónir mínar. St. Peter er sveitahérað við Norðursjóinn, sem blómstrast liefur á síðustu 50 árum vegna ágætrar baðstrandar og heilnæmi loftsins. Fólk leitar þang- að í þúsunda tali sér til hressingar. Brvggja, afarlöng liggur út í sjóinn, minnsta kosti 20 mín. gangur á bryggjuenda. Landið Hggur svo lágt, að byggja verð- ur flóðgarða, svo allt flæði ekki út í stormum, og eru slík stormflóð nafnfræg í Norður-Þýzkalandi. 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.