Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 4
í HUSUM Stórt og fagurt minnismerki er reist í skemmtigarði einum í Husum til minningar um þá hina mörgu, sem ættaðir voru frá þeim bæ og féllu í stríðinu við Frakka árið 1871. Sömuleiðis er þar minnismerki frægs skálds, sem hét Theodor Storm. Hann átti í miklum raunum mestan hluta æfi sinnar, var misskilinn af samtíð sinni, eins og margir aðrir merkir menn, bæði fyrr og síðar. Hann varð að fara úr fæðingarbæ sín- um vegna ofsókna, en þótt hann yrði alltaf að húa í fjarlægð, fann hann að hugurinn varð alltaf heima, um ár og eilífð. En nú á dögum er honum sýnd full lotning og sæmd af allri þjóðinni. í miðjum bænum er leikvangur með stóru minnismerki af konu með ár í hendi. Hún hafði í lifanda lífi sýnt af sér svo mik- inn dugnað og hreysti við sjóinnn, að sjálfsagt þótti að heiðra hana. Svo skemmtilega hittist á að laugar- dagskvöldið, er við vorum þarna stödd, var verið að fagna þeim degi, er þýzka þjóðin kastaði keisaranum af höndum sér og gerðist lýðveldi. Lýðveldissinnar fylktu liði og gengu í skrúðgöngu gegnum bæinn með fánum, blysum, hornablæstri og trumbuslætti. Það var mjög einkennilegt að sjá þetta og heyra langt frá út í myrkrinu. Við fylgdumst með straumnum, af for- vitni, allgóða stund. I Schwabstedt, sem er smáþorp, eru engar stórbygg- ingar til að sjá. Ferðinni var heitið til skógar þar í grenndinni. Á leiðinni þangað skoðuðum við verk- smiðju, sem framleiðir múrsteina úr jarðleir. Mjög skemmtilegt var að sjá hvernig steinarnir eru fyrst mótaðir og síðan brenndir. Til þess eru hafðar þar til gerðar vélar og geysimikill ofn. t ofninum eru stein- arnir brenndir rauðglóandi, allt þar til hættir að loga á þeim. Þykja þeir gott og sterkt byggingarefni og eru mikið notaðir. — Eftir að við höfðum skoðað allt þetta eftir vild, héldum við til skógarins. Okkar fyrsta verk, er þangað kom, var að setjast að snæðingi. Kyrrðin og fegurð staðarins krydduðu matinn, og ekki þurftum við að kvarta yfir að borðsalurinn okk- ar væri lítill eða illa upplýstur, því sjálfur dimmblái himininn var þakið, fyrir ofan laufríkar krónur trjánna. En sólin sendi glóðheita geisla sína gegnum lim þeirra. Þarna dvöldumst við fram eftir deginum og nutum hins kyrrláta friðar, sem skógurinn hef- ur að geyma. Lítil umferð var um veginn, sem 1á í gegnum skóginn. Nokkrar hestkerrur og einstöku Tvœr þjóShunnar skáldkonur létust á síðastliðnu sumri. Frú Kristín Sigfúsdóttir, Akureyri og frú Ingi- björg Benediktsdóttir, Reykjavík. Frankfurt am Main, fæðingarstaSur Gaethe, er byggS i miS- aldarstíl, meS miklu útflúri, en svo þröngum götum aS naum- ast geta tveir menn gengið samhliða. Þessi mynd er af ráð- húsi borgarinnar. , fótgangandi menn voru hið einasta, sem við urðum vör við. Áður en heim var haldið ætluðum við að fá okkur dálítinn dúr til hvíldar, en ekki tókst mér að festa blund. Ég var sem sagt allt of hugfangin af að horfa upp í loufkrónur þessarra hávöxuu trjáa og sjá hvernig þær sveigðust til eftir því, sem golan þaut um. Margt var það, sem braust um í huga mínum þarna, sem ég fæ ekki með orðum lýst, og sízt í stuttu máli. Eftir að hafa dvalið í þessum yndislega stað, mikinn hluta dagsins, fórum við til baka til þorpsins og fór- um inn í smákaffihús. Þar fengum við okkur hress- ingu og nutum útvarpshljómlistar frá Kaupmanna- höfn og Berlín. I kirkjunni í þorpinu, sem við skoðuðum, er merki- leg altaristafla, ,sem skorin er út í tré og sagt er að sé frá ca. 13. öld. Myndirnar, sem skornar eru á hana, eru af Kristi á krossinum, Maríu guðsmóður, stand- andi við krossinn, og rómversku hermönnunum skipt- andi klæðum frelsarans. Beggja megin eru vængja- myndir af postulunum með ba?kur í hendi. Er staðið er frammi fyrir þessu listaverki, er ómögulegt annað en að fyllast lotningu og dást að hve föstum tökum myndin hefur náð á huga listamannsins, við smíðina. Það er eins og hvert andlit standi þarna frammi fyrir manni með skýrum og lifandi dráttum. Heyrt hef ég, að til sé önnur tafla af sömu gerð, en svo lítið hafa menn kunnað að meta gildi og verðmæti slíkra mvnda þá, að listamanninum var launað með því að étinga úr honum augun, svo hann gæti ekki búið til fleiri. Þetta forkunnar fagra listaverk var svo keypt alllöngu seinna í kirkjuna fyrir ein 80 miirk. Nú á tímum myndi hún kosta þúsundir marka. Kiel er ein af stærri borgum Norður-Þýzkalands og mikill og frægur háskólabær. Margir Islendingar hafa NÝTT KVENNABLAÐ 2

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.