Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.11.1953, Blaðsíða 10
Frú Kristín Ciuðmuiiflsdóttir Olais§on mntÍEams&g| Fædd 27. desember 1885. — Látin 9. apríl 1953. Kriítin var fædd á Einfætlingsgili í Óspakseyrarhreppi. For- eldrar hennar voru María Jónsdóttir frá Akri í Hvammssveit og Guðmundur Einarsson frá Snartartungu í Bitru, Stranda- sýslu. — Iíeimili þeirra hjóna var alþekkt að myndarskap og rausn. Krisín ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt mörgum svstk- inum. Öll voru systkinin einkar vel gefin og hafa reynzt gott og dugandi fólk. Orð var á því gert, að þau börn væru vel vanin og prúð á heimilinu. María móðir Kristínar var gáfukona og stjórnsöm í bezta lagi. Hún var vinsæl í héraði og dáð og virt af heimilisfólki sínu. Guðmundur var ágætur húsfaðir, dug- legur til aðdrátta og mikill höfðingi heim að sækja. Þau hjón voru vel efnum búin. Þcgar börnin stálpuðust, nutu þau góðrar kennslu heima, bæði til munns og handa, hjá heimiliskennara. Kristín var ein tólf systkina. Árið 1906—7 var Kristín við nám í Blönduósskóla. Lauk hún þá námi í fyrsta og öðrum bekk. Var hún áhugasöm og dugleg við námið. Þegar heim kom, stundaði hún sauma, ýmist heima eða heiman og kenndi börn- um á nokkurum heimilum. Hún var alls staðar eftirsótt, og börnum kom hún vel að sér. Ifenni var útþrá í blóð borin og löngun til að læra meira. Hún fór því aftur að heiman og þá til Reykjavíkur. Lærði hún þá fatasaum og vann í saumastofum. Hún vann og hússtörf á góðum heimilum hér í borginni og hikaði ekki, þótt vistir væru erfiðar. Alls staðar náði hún hylli og vináttu fjölskyldnanna. Árið 1916 varð Kristín þerna á Gullfossi, sem sigldi milli landa á stríðsárunum (1914—18). Þar líkaði svo vel starf henn- ar, að þegar hún hvarf frá því — og systir hennar sótti um stöðuna, kvað skipstjórinn það næg meðmæli með stúlkunni, að hún væri systir Kristínar, svo dugleg og kjarkmikil hafði hún reynzt. Eftir þetta fór Kristín til Ameríku. Giftist hún í Kanada Bjarna Ólafssyni, manni íslenzkum að ætt. Þau eignuðust einn son, sem heitir Marinó Guðmundur. Er hann nú kvæntur maður vestra. Eftir átján ára dvöl í Ameríku lá leið Kristínar aftur hing- að heim til Islands. En — „Skjótt hafði sól brugðið sumri.“ — Kristín kom veik heim. — „Nöpur næðingskylja nísti, en enginn veit enn, úr hvaða áttum örlagaveðrið dundi.“ Hefur hún ýmist dvalizt hjá systkinum sínum, sem allt vildu fyrir hana gera, eða í sjúkrahúsum og sifellt verið undir lækn- ishöndum, án þess að fá bót, nema að litlu leyti. — Þegar af henni bráði, vann hún mikið og vel, svo að af bar. Framkoma hennar var fögur og prúð, er hún naut sín. Kristín var frið og svipurinn hýr og hreinn. Hún var fremur há og samsvaraði sér vel. Vöxturinn var fagur og framkoman öll stillileg, en djörf. Það viitist allt prýða hana. Krossgöngu hennar er nú lokið og Kristín komin þangað, sem bölið er bætt og sárin grædd. Hugljúfa, hjartkæra æskuvina mín. Nú kveð ég þig um stundarsakir og þakka þér alla tryggð og öll gæði. Þér hafa nú 8 Frujnvarp til laga hefur komið fram í Neðri deild Alþingis um sömu laun kvenna og karla. Flm.: Hannibal Valdimars^on, Gylfi Þ. Gíslason, Emil Jónsson, Eggert Þorsteinsson. 1. gr. Við öll störf, embætti og sýslanir hjá íslenzka ríkinu og sveitarfélögum skulu konum greidd sömu laun og körlum. 2. gr. Við færslu milli launaflokka skulu sömu reglur gilda fyrir konur sem karla. 3. gr. Skrifstofustörf öll og afgreiðslustörf í verzlunum skulu greidd sama kaupi, hvort sem þau eru unnin af konum eða körlum. 4. gr. ÖIl störf í hraðfrystihúsum og við iðju og iðnað skulu ennfremur greid sama kaupi, hvort sem unnin eru af konum eða körlum. tJr greinargcrS er fylgir: ....Tíðkast það mjög, að konur njóta ekki í raun og veru sama réttar og karlar til hinna betur launuðu starfa og flytjast ekki milli launaflokka á sama hátt og karlar, þó að svo eigi að heita í orði kveðnu. Því til sönnunar nægir að benda á þessar staðreyndir: Af föstum starfsmönnum Reykjavíkurbæjar voru árið 1950 140 konur, þar með taldar kennslukonur og hjúkrunarkonur. Af þeim voru 2 konur'alls í 9 hæstu Iaunaflokkunum. En 118 karlmenn af 468 voru þá í 9 hæstu flokkunum. í 6 lægstu launaflokkunum eru hins vegar 111 karlmenn, eða 28.7% allra fast- ráðinna karla, og 62 konur, eða 44.4% allra fastráð- inna kvenna. Hjá fyrirtækjum Reykjavíkurbæjar: rafmagnsveitu, gasveitu, vatns- og hitaveitu og Reykjavíkurhöfn, voru sama ár 25 konur taldar fastir starfsmenn, af þeim var aðeins ein kona með hærri laun en 10. flokks. Af föstum starfsmönnum ríkisins eru 246 konur, og af þeim er engin í fjórum hæstu launaflokkunum. Tvær eru í 5. launaflokki, aðrar tvær í 6. flokki og 5 í sjöunda flokki, — í 7 hæstu launaflokkunum eru þann- ig samtals einar 9 konur. Ur öðrum starfsgreinum er sömu sögu að segja. Samkvæmt samningum „Iðju“, félags verksmiðjufólks, er hæsta mánaðarkaup kvenna kr. 1200.00, en hæsta borizt orð frelsarans: „Kom, hvíld ég veiti þér.“ Og þú getur tekið undir með trúarskáldinu: „Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna að sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá.“ Uppeldissystir þín, María Jónsdóttir. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.