Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 4
Guðrún JóhannNdóttir ,Hkáldkona, við skrifborð sitt. Til tslenzku konunnar Konur þær, sem komu hingað fyrst, kunnu ei við að lúta stran#ri vist. Með fullhu^unum lögðu á vesturvetf, vissulega mörff ein glæsileg. Frelsisþráin lýsti þeim á leið til landsins fy.rirheitna, er þeirra beið. Off landnemarnir reistu bú og byff^ð, sem blóm^aðist við starfsins miklu dytftfð. Kona mannsins kveikti í hlóðum eld oj£ klæði óf í hlýjan vetrarfeld. Með orku viljans einhuga off djörf ; af alúð rækti hún lífsins skyídustörf, Sú kona vaxtar mest hinn mikla auð, sem miili handa hnoðar daglegt brauð, sem kennir niðjum hreint sitt móðurmál og mannræktina leggur þeim í sál, sem gefur öðrum, gleymir sjálfri gér, því guðstrúin í verkum liennar er. Kona, móðir, ísland þakkar þér þúsundfaldað allt sem liðið er, fyrir alla djörfung þína og dyggð og drengskap þinn við landsins fjallab.vggð, þolinmæði þína alla og lið, er þorpin voru að byggjast sjóinn við. Konur, mæður, kveikið blysum á og kallið fram það bezta er verða má; það var og er og verður ætíð þörf að vinna af alúð lífsins skyldustörf. í von og trú á vegum kærleikans verið heilladísir ísalands. Guðrún JóJiannsdóttir jrá Grautarholti. 2 Ptolemys og sigraði. Ptolemy hinn ungi drukknaði á flótta eftir ósigurinn, og Kleópatra varð einvöld í Egyptalandi. En Cæsar og Kleópatra gáfu sér tíma til veizluhalda og nutu ástar sinnar, meðan horgara- styrjöldin geisaði. Hinir fögru hlátrar Kleópötru berg- máluðu í höllinni dag og nótt. Cæsar var hamingju- samur, og sonur hans og Kleópötru fæddist í gleði og ástarsælu. Þau gáfu honum nafnið Cæsarion Ptolemy. Cæsar sigldi frá Alexandríu fáeinum klukkustundum, eftir að sveinninn hafði verið lagður í faðm hans. Frí- dagar sigurvegarans voru á enda, ný konungsríki jíurfti að vinna handa erfingja Egyptalands og Rómar. Kleópatra beið í eitt ár, meðan Cæsar fór sigursæl- ar herferðir til Asíu og Norður-Afríku, síðan sendi hann henni boð, eg hún sigldi til Rómar ásamt syni sínum Cæsaríon, og yngri hróður sínum, hinum ó- gæfusama Ptolemy Dionysíus (Ptolemy V.), sem var meðstjórnandi hennar að nafninu til. Þau fóru sem heið’ursgestir til Jsess að vera með Cæsari við hátíða* liöld þjóðarinnar, þegar honum yrði fagnað eftir lieimkomuna, en samkvæmt rómverskri siðvenju var Arsinoe, hin uppreistargjarna systir Kleópötru, leidd fram fyrir rómverska múginn í hlekkjum. Rómverjar horfðu undrandi á föruneyti jressarar glæsilegu drottn- ingar, sem átti engan sinn jafnoka að fegurð og auð- sæld. Þeir óttuðust áhrif hennar á Cæsar. Þessir ströngu lýðveldissinnar voru þegar farnir að líta á hann með tortryggni vegna taumlausrar metnaðar- girni hans. . Kleópatra settist að á sveitasetri Cæsars á bökkum Tíber sem hjákona hans, en tók engan Jjátt í stjórn- málalífinu. Hún bjó í Róm í nokkur ár, og á þeim tíma var Cæsar heiðraður æ oftar. En þó hann ætli marga vini, átti hann líka marga fjandmenn, og dag nokkurn, árið 44 f, Kr., barst sú harmafregn heim á sveitasetrið við Tíber, að hann hefði verið myrtur. Kleópatra vissi, að. hún var óvinsæl í Róm og sneri því hið bráðasta heirn aftur til ættlands síns. í þrjú ár lét Kleópatra borgarastyrjaldirnar í Róm afskiptalausar. En dag nokkurn fékk hún boð um, að hitta Mark Antony, þríveldisstjóra Rómar, við Tarsus og gera grein fyrir ]>ví, hvers vegna hún hefði ekki sent liðveizlu, }>ar sem hún var bandamaður Róm- verja. Kleópatra hafði látið liíða að senda liðveizlu til þess að sjá, hvaða Rómverji væri liklegastur til þess að berjast fyrir málstað hennar. Augnablikið, sem hún hafði lengi beðið eftir var komið. Með bros á vör og nýja von fór egypzka drottningin, Kleópatra, cr. var.sem gy^ðjan Afrodita holdi kla'dd, að undirbúa si.g að, hlýða. WblJi-.yoldugíaeta Rómv.erjanSi . .. lýÝTT .KVENNABLA+)

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.