Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 5
Hún hafði heyrt margt skrafað um skapgerð Ant- onys, og nú beitti hún öllúm sínum persónutöfrum og óþrjótandi auði til þess að heilla risann með b'arns- hjartað, arftaka Cæsars. stríðshetjuna, sem hermenn gengu fúsir fyrir út í opinn dauðann. Antony sat í hásæti á auðu markaðstorginu og beið eftir Kleópölru. Mannfjöldinn, sem fyrir stundu síð- an hafði umkringt hann, hafði strevmt niður til strandarinnar, þar sem skip hennar lá við akkeri, og frá bryggjunni bárust fagnaðaróp að eyrum hans. Hann var orÖinn gramur að bíða og sendi drottning- unni að lokum skilaboð og hauð henni til miðdegis- verðar. Drottningin svaraði með því að bjóða honum til snæðings og Antony, sem alltaf var stimamjúkur við konur, þáði hoðið. Þegar hann nálgaðist ána, har fagra sýn fyrir augu hans. Á skipi með gylltum stafni, purpuraseglum og silfurárum, livíldi Kleópatra, klædd eins og Venus. Fagrar ambáttir stóðu umhverfis liana. sumar Iéku á hljóðfæri, en aðrar veifuðu revkélsis- kerum. Síðan heilsaði röddin, sem eitt sinn hal’ði heillað Cæsar, og stóri drengurinn, sem gat sigrað heiminn, en ekki staðizt freistinguna, ef skemmtanir buðust, gleymdi andstöðunni af gleði og hrifningu. Kleópatra hafði fundið verndara. Veizlan, sem hún hélt honum, var sú stórkostleg- asta, sem hann hafði setið. Allir gestirnir vorn leystir út með dýrmætum gjöfum. Slíkan auð og glæsibrag hafði Antony aldrei fyrr augum litið, og þó voru drykkjuveizlur hans sjálfs heimsfrægar. Fólkið á bakkanum starði hugfangið á uppljómaða snekkjuna og sagði, að Venus hefði sligið niður til jarðarinnat' til þess að halda veizlu með Bakkusi. Hátíðahöldin héldu áfram kvöld eftir kvöld, því að þegar veizlu Kleópötru var lokið efndi Antony til annarrar og þannig koll af kolli. Veizlur Kleópötru báru alltaf af, og varð Antony að lokum að láta sér það lynda. Sagan segir, að Kleópatra hafi kvöld eitt til þess að viniía veðmál látið perlu, sem var 150 þúsund sterlingspunda virði, í edik. Perlan leystist upp, og Kleópatra tæmdi bikarinn. Oft hefur þetta dæmi ver- ið nefnt til þess að sýna fram á gegndarlaust bruðl hennar, en hitt er sennilegra, að þar sem hún þurfti á stuðningi Antonys að halda, hafi hún með þessu viljað benda honum á hve geysilegu auðmagni hann hefði yfir að ráða, ef hann geröi bandalag við hana. Hinar fáu vikur, sem þau dvöldu í Tarsus komst Antony meir og meir á vald Kleópötru meS hverjum degi, sem leið. Gáfur hennar, fyndni og yndisþokki ásamt hinni barnslegu kátínu, sem einkenndi liana, NÝTT KVENNABLAÐ heillaði hann, og hún laðaðist einnig ómótstæðilega að honum, J>ó að. hún missti aldrei sjónar á markmiði sínu. Það var á þessu tímabili, sem Kleópatra fékk að- stoð Antonys til verknaðar, sem hefur sett blett á þau bæði. Arsinoe systir Kleópötru, sem hafði barizt gegn henni á dögum Cæsars, og verið hlekkjuð í sigurför hans gerði aftur samsæri gegn Kleópötru. Fram á sjónarsviðið var einnig kominn maður, sem hélt því fram, að hann væri Ptolemy sá, sem drukknað hafði forðum á flóttanum, eins og áður var um getið. Með hjálp Antonys lét Kleópatra myrða þessa keppinauta sína. Frá Tarsus fór Antony með Kleópötru til Alex- andríu, og dvöldu þau þar bæði um veturinn í sliku óhófi og munaði, að þess voru ekki dæmi fvrr. Þau stofnuðu klúbb og reyndu félagarnir að skara hver fram úr öðrum í skemmtunum og alls kyns lífsnautn- um. Antony steypti sér út í glauminn, þangað til hann sá sér ekki færl að láta málefni Kómar bíða lengur. Hann hitti starfsbróðir sinn, Octavían, þríveldisstjóra Kómar í Brindisi, og þeir gerðu enn þá einu sinni samning uni að ski])ta heiminum milli sín. Octavían varð kyrr í Róm og stjórnaði Vesturlöndum, en Ant- ony átti að halda Austurlöndum í skefjum. Til þess að innsigla samninginn giftist Antony Octavíu. syst- ur Octavíans. Árið 37 f. Kr. sneri Antony aftur til Sýrlands og í faðm Kléópötru, og ástin og munaðurinn var nú aftur efst á dagskrá. Síðan fór Antony í herferð. Ef hann hefði sigur vonaði hann og Kleópatra. að grundvöllurinn væri lagður að heimsveldi þeirra. En vonbrigði biðu drottningarinnar enn á ný. Ekki voru nema fáeinar vikur liðnar, frá því að hún ól fjórða barn sitt, þangað til fregnir komu um, að leiðangur- inn liefði orðið fyrir ógurlegum hrakföllum. Kleó- jiatra, hinn tryggi bandamaður Antonys lagði þegar af stað til liðveizlu við hann. Þegar skip liennar sigldi í höfn Hvíta þorpsins, þar sem leifarnar af liðssveitum Antonys héldu kyrru fyr- ir sá hún her í tötrum og Antony torkennilegan og illa til reika. Hann reyndi að drekkja í víni beiskjnnni yfir ósigri sínum? Sárið greri samt fljótt, því að skömmu síðar fór hann í herferð gegn Armenum og sigraði. En Antony var fyrir löngu búiijn að móðga Octa- vían með framkomu sinni gagnvart Octavíu. eiginkonu sinni, svo að grunnt var á því góða milli þríveldis- stjóranna. Þegar Antony kom úr herferðinni til Ar- meníu gerði hann sig einnig sekan um virðingarleysi gagnvart Róm. Hann hélt sigurför sína í Alexandríu

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.