Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 7
vera saman er yfir lyki. Antony sneri ]>ví aftur til Alexandríu, og þar sem þau höfðu eitt sinn stofnað klúbb til þess að skemmta sér og njóta lífsins, stofn- uðu þau nú „Félag þeirra sem deyja saman,“ og biðu örlaga sinna í dýrðlegum veizlum, en þó full örvænt- ingar. í námunda við musteri Isis hafði Kleópatra látið byggja sér veglegt grafhýsi. Þangað voru allir gim- steinar hennar og dýrgripir flutlir. Síðan var farið með dauðadæmda fanga til hallarinnar og þeim byrl- að eitur eða nöðrur látnar bíta þá. Kleópatra var að Ieitast við að finna þægilegasta dauðadagann fyrir sig. Octavían var kominn að borgarhliðum Alexandríu, og Antony, er fékk sem snöggvast aftur sitt forna hug- rekki, gerði árás og stökkti riddaraliði hans á flótta. Við það óx honum hugur, og hann ákvað að lieyja úrslitaorustu og sigra eða falla, en á síðustu stundu yfirgáfu bandamennirnir hann, og hann stóð einn uppi með fámennan hóp dyggra manna. Hann fór til hall- arinnar. Þar barst honum sú fregn, að Kleópatra hefði ráðið sér bana. Fyrst Kleópatra var dáin, var öllu tapað, og Antony lét fallast fram á sverð sitt, sam- kvæmt rómverskri siðvenju. Hann dó ekki af sárum, en þó að hann grátbændi inennina, sem hjá honum stóðu að Ijúka verkinu og binda endi á líf sitt, brast þá kjarkinn. Annar sendi- boði kom og bar fregnina um dauða Kleópötru til baka. Hún var á lífi og beið hans í grafhýsinu. Antony, sem var að bana kominn, bað hermennina. sem stóðu umhverfis hann tárfellandi, að bera sig til gramhýsisins, þar sem Kleópatra Iiafði lokað sig inni ásamt tveim tryggum konum. Þær höfðú verið mjög hræddar um, að verða handteknar af Octavían, og höfðu fest slárnar svo rammlega fyrir dvrnar, að þær gátu ekki opnað, en örvæntingin og ástin léði þeim afl til Jæss að draga hinn deyjandi risa með köðlum u])p á turnvegginn. Antony andaðist í örmum Kleó- pötru. Hatrið var gleymt, en ástin frá fvrstu kynnum Jæirra fyllti hjörtun. Þegar Antony var örendur, konungsríkið tapað, og hún sjálf dæmd, ef hún lifði, til Jiess að fylgja vagni sigurvegarans fjötruð, þá gerði Kleópatra sína síðustu tilraun til þess að vinna hylli eins Ilómverja enn, hins kaldlynda Octavíans, og þar sem hann óttaðist, að hún myndi svipta sig lífi, og ræna hann þannig Jæirri sigurgleði að sýna niðurlægingu erkifjandmanns Róm- ar, þá gerði hann henni friðartilboð, sem voru lygar einar, og bauð henni ríki sitt aftur og öryggi fvrir sig og börn sín. En Kleópalra frétti um fyrirætlanir Octavíans, svo að hún og hinar tvær tryggu konur flúðu til grafhýs- isins. Þar lagði Kleópatra blómsveig á kistu elskhuga síns og hvíslaði ástarorðum. Sorgartár runnu liljóð- lega niður vanga hennar, síðasta von hennar var brost-' in. Þegar hún hafði baðað sig úr ilmvötnum, lét hún klæða sig í drottningarskrúðan, og settist að veizlu- borði í síðasta sinn — ein. Að loknum snæðingi, kom þræll til hennar með fíkjukörfu. Hún tók körfuna brosandi og sagði: „Jæja, hún er komin.“ Hinir dyggu þrælar höfðu ekki yfir- gefið hana. Hún vissi, að þeir höfðu, samkvæmt beiðni hennar falið eiturnöðru undir fíkjublöðunum. Hún myndi ekki hljóta smánarlegan dauðdaga né hlusta á fagnaðarlæti rómverska lýðsins. Kleópatra myndi deyja sem drotlning, velja sér dauðadaga á þeirri stund, er hún kaus sjálf. Og stundin var komin. Hún þrýsti litlu eiturnöðrunni að brjósti sínu, næst- um ástúðlega, og síðasti afkomandi Ptolemyættarinnar sofnaði hinzta svefninum. Vegna kaldhæðni örlaganna, rættust metnaðardraum- ar þessarar miklu konu eftir dauða hennar, því að Róm tók upp siði og menningu Alexandríu og mynd- aði í sannleika egypzkt-rómverskt heimsveldi. En það var Octavían, en ekki Cæsaríon, sem sat á veldisstóli. Lauslega þýtt. — Sigurlaug Björnsdóttir. ANDSTÆÐUR Mélshátturinn segir: Svanurinn hefur himneska rödd en helviskan anda. Einar Benediktsson segir: í svanalíki lyftist moldin hæst. Maríud&vaefH Ileyrðu, hjúlpin skiera, liininnríkis hlóm. Mig tekr mörR að hræra mótffjörð vizku tóm. I»að er liin liæsta huffgan m£n að dikta nokkuð, drottins brúðr, um dýrðar verkin þín. Hvað má, sætleg sæla, syndug tunga mín mynda neitt eða mæla um mildiverkin þín, þar sem englar, jörð og menn fá þitt aldri fullgjört lof, þótt fari til aliir senn. I*etta cr fyrsta og siðnsta erindi kvæðisins. lljálpin skæra og sætleg sæla er Marfa mey. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.