Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 13
gerðu það sama. Signý tók svari Bensa. „Hann hefur ekki ætlað að henda í manninn. Hann gerir það aldrei.“ „Hann henti honum niður í fjöru,“ sagði Sigga. En Gréta var of reið til þess að gefa orðum þeirra mæðgna gaum. Hún kallaði í annað sinn til sona sinna. Þeir komu með ólundarsvip upp að snúrunni og spurðu, hvað hún vildi, svo sem? „Eruð þið að hugsa um að fara að henda grjóti á eftir fólki, eða hvað? Ég skal- taka í ykkur, ef þið leggið það ekki niður,“ raus- aði hún ofsareið. „Svo skuluð þið ekki fá að koma nærri Bakkabúð, ef ég má ráða. Hallfríður skal fá að heyra hvernig sonur hennar hagar sér sem ég-er lif- andi manpeskja.“ „Við köstuðum hara steinum í fjöruna11, sögðu litlu hræðurnir.' „Þáð er ófagurt tii afspurnar, að láta bráðókunnug- an mann sjá hvernig þig hagið ykkur,“ sagði Anna, hæglátlega. Drengirnir stóðu skilningslausir yfir öll- um þessum ásökunum og rangluðu í áttina heim að Móum. En Kjártan bróðir þeirra hélt áfram að þekja með Bensa og lét sem hann heyrði ekki til móður sinnar. Ferðamaðurinn var komirin inn í Víkina og þessi óviðkunnanlegi atburður þokaðist með honum inn í fortíðina, en Gréta var jafn reið' og áður og kallaði til Kjartans, að hann skyldi bara liafa sig heim, eða hann vissi hvað það þýddi og stökk ofan að bænum. „Það skal ekki verða næsta dag, sem þú verður í „slag- togi“ með Bensa í Bakkabúð, skal ég lofa þér, og líka enda,“ sagði hún. Sigga horfði alveg hissa á Grétu og .skildi ekkert í því, að hún skyldi vera svona reið yfir því, sem henni kom eiginlega ekkerl við. Hún færði sig nær föður sínum, sem sat á kassa í bæjardyrunum, óglaðlegur á svip eins og vanalega, einkum þegar hann sat með Jóa litla. Nú var hann allt í einu farinn að brosa að fjarskanum í Grétu. Honum var alltaf svo up])sigað við hana. „Hvað gengur að þér Gréta?“ sagð’i hann. „Er ekki eins gott að drengurinn hjál])i Bensa eins og hann ólátist einhversstaðar annars staðar, engum til gagns? „Þú lieldur kannske að ég kæri mig um að hann læri þetta fallega framferði af honum?“ „Hann gæti lært það lakara einhvers staðar annars staðar,“ sagði Jón- as ertnislega. „Það er víst ekkert ljótt við það. þó hann þeki kofana þá arna. Hefur ekki lekið hjá ])ér eins og öðrum hérna í nágrenninu. Cætirðu ekki þegið, að Kjartan tæki það eftir honum?“ „Það er engin hætta á að það verði apað-eftir, sem gott er, heldur hitt, sem lakara er, eða heldurðu, að ég kæri mig um, að þeir geri sig að þeim fíflum að taka upp stóra steina og NÝTT KVENNA.BLAÐ gera sig líklega til að henda þeim á eftir bráðókunn- ugum mönnum eins og hann gerði áðan. Þú hefur lík- lega séð það alveg eins og við. Ætlaði að grýta hráð- ókunnugan myndarmann, sem kom og spurði eftir henni móður hans. Svo laug hann því, að hún væri ekki heima. Ég á svo sem engin orð til yfir þctta. hvernig strákurinn hagar sér,“ fjasaði Gréta og leit út undan sér til Onnu í þeirri von að henni fyndist hún vandlát og siðavönd við syni sína. , „Þú þarft víst ekki að’ ó.ttast að þínir strákar fari að henda steinum í karl föður sinn, þegar hann kemur heim í kvöld. Slíkt gera ekki börn, sem eiga almenni- lega feður,“ sagði hann með.kæruleysislegu glotti. ,,Þú meinar þó ekki, að þetta hafi verið hanu faðir hans?“ spurði Anna. „Jú, víst var það hann,“ sagði Jónas og nú hló hann hátt að vandlætingarsvipnum.á konunum. „Hverslags ósköp eru að heyra þetta,“ sögðu konurnar samróma. „Honum hefur líklega ekki verið kennt vel fjórða boðorðið," sagði Anna. „Líklega ekkert boðorð! Skárra er það uj)])eldið! Þelta er þó ekki kaupstaðarbarn, sem vanalegt er þó að hnýta í, hvernig þau séu upp- frædd. Það er óhætt að segja um liann, að hann sé dæmalaus unglingur. Það voru móttökur, sem hann átti aumingja maðurinn." Grétu var nú að mestu runnin reiðin, því hér var eitthvað, sem vakti forvitni hennar til fulls. „Var þetta nú liann faðir hans. Ég segi nú ekki annað en það, að hann á svei mér myndarlegan föður, strákólánið“, sagði hún, „enda er hann ekki ólaglegur,“ bætti hún við. „Ég er viss um að hann hefur verið fjarska vondur við Bensa, fyrst hann gerði þetta“, sagði Sigga, án þess að skilja hvernig nokkru barni gæti verið illa við föður sinn. Það leit ekki út fyrir að neinn hefði heyrt til henn- ar. Konurnar hengdu seinustu spjarnirnar á snúruna og grufluðu út í hvað þarna lægi í leynum, ekki ólík- legt, að það væri æsandi að vita eitthvað meir um for- tíð IJallfríðar. Það hafði víst gengið talsvert á þarna á Fjalli, þar sem þessi myndarlegi bóndi bjó, þegar það kom upp úr kafinu, að Bensi væri væntanlegur í þennan heim. Það var nú reyndar enginn, sem um það gat sagt, neitt að heitið gaHi, nema Þura gamla í Bót. og sögurnar hennar þóttu nú stundum ekki vel áreið- anlegar. Jónas var kominn með sinn vana hæglætissvip og farinn að leika við Jóa litla með skrautlegum bolta. sem var gjöf frá Bensa í Bakkabúð, þegar kona hans kom út í dyrnar og bauð nágrannakonunum að koma inn og fá sér kaffisopa. Það hýrnaði yfir þeim við lilhugsunina uni bragðgóða kúmenkaffið hennar Sig- nýjar. Samt voru þær óvenjulega fátalaðar. Það var 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.