Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.12.1953, Blaðsíða 15
I'KSSI I ALKEG1 SVAGGEB EB AELTAF í TÍZKIT. 5 1 (þá keraur næsti hornbogi) 3 tvöf. p, 5 1, 3 tvöf. p og áfram. Umferðin endar með 5 1 og f. 1 í þrjá p í miðboganum. Dregið upp úr. Allar dúllurnar eiga að vera eins og þessi. En í fjórðu um- ferðinni heklast dúllurnar saman. í fyrstu röðinni á einni hlið, en síðar á tveim hliðum. Fjórða umf. byrjar þá eins: 4 1, 2 tvöf. p, draga heklunálina í gegn, 5 1, f. 1 1 næsta boga, 5 1, 3 tvöfaldir p í hornbogann, 3 1, þá f. 1 utanum hornbogann á 1. dúllu, 2 1, 3 tvöf.p (í hornb.) 3 1, þá f. 1. utanum næsta boga á 1 dúllu, 2 1, f. 1 um næsta boga (á þeirri sem við erum með) 3 1, f. 1 í þriðja boga á 1. dúllu, 2 1, 3 tvöf. p í miðbog- ann, 3 1 f. 1 í fjórða boga 1. dúllu, 2 1, f. 1 í bogann næst horn- inu (á þeirri ,sem við erum með) 3 1, f. 1 í fimmta boga f dúllu, 2 1, 3 tvöf. p í hornb., 3 1 og f. 1 í hornboga 1. dúllu. Þá er búið að hekla þær saman, en haldið áfram 2 1 og 3 tvöf. p í hornb. þeirrar, sem við erum að hekla o.s.frv. Fyrsta dúlla í annarri röðinni er fest einnig á einni hlið. Og alltaf er samheklunin á þessa sömu leið. Föst 1 um alla 6 boga dúlunnar, á þeirri hlið, sem á að festa við. Uppfitjuninni, sem annars er 5 1 er skipt þannig, að 3 1 eru heklaðar áður en f. 1 er tekin um bogann, en 2 1 síðar og 4. umferð annars alveg eins. — Þegar sjalið er fullgert, þá á að hekla tvær f. 1. umf. allt í kring. Þetta heklumynztur má hafa í milfiverk í sængurver og kodda. Einnig má hekla svona rúmteppi, en þá úr grófara garni. NÝTT KVENNABLAD P T I L JÓLAMNA % GYÐINGAKÖKUR 500 gr. hveiti. 375 gr. smjör. 250 gr. sykur. 2 egg. 8 gr. hjartarsalt. Sítróndropar. Þetta er unnið saman í deig. Hveitið er látið á borð- ið og mótað í hring. r sykurinn settur í hveiti- hringinn. Eggin eru unnin í sykurinn og síðan smjörið. Þessu er jafnað í hveitið. Þó skal varast að hnoða deigið, heldur núa því saman milli hand- anna, og síðan hnoða lauslega saman á eftir. Flatt út með kefli, ekki mjög þunnt. Eru stungnar úr því kök- ur, með vatnsglasi eða blikkmóti. Þær eru látnar á pönnur og stroknar yfir með eggjasmyrsli, og stráð þar yfir með kanelsykri. Kökurnar eru bakaðar ljós- brúnar, hitinn hafður vægur. EGGJASMYRSL: Egg eru mikið notuð til að strjúka yfir með kökur. Kökur, sem bakaðar eru við vægan hita, má strjúka yfir með þeyttum eggjum óþynntum. Aftur á móti þarf að þynna eggin með mjólk eða vatni, þegar strokið er yfir brauð eða kökur, sem bakað er við mikinn hita. j SÚKKULAÐISTENGUR: 212 gr. smjörlíki, 320 gr. hveiti, 2 fullar matsk. kakó, 212 gr. sykur, 1 egg 2 matsk. vanillusykur eða 2 tesk. vanilludropar. Hveiti, kakó og sykri er blandað saman. Smjörlíkið mulið í. Yætt með egginu og vanilludropunum. Síðan hnoðað. Rúllað í ströngla, skorið sundur í ca. 4 cm. lengjur, penslaðar yfir með eggi og dýft i saxaðar möndlur. Bakað við mikinn hita. MUNIÐ AÐ SALTA EKKI JÓLAHANGIKJÖTIÐ ,,Uppstúfningur“ með kjötinu: U/á kg. kartöflur, 70 gr. smjörl., 70 gr. hveiti, % 1 nyjólk. sykur, örlítið salt og örlítið pipar ef vill. Smjörlíkið brætt og hveitið hrært út í, þynnt út með mjólkinni. Soðið 3—5 mínútur. Þá sykur eftir smekk og kartöflurnar soðnar og sundurskornar. í jafning- inn má einnig hafa grænar baunir og saxað kál. • Með þessu hefti lýkur 14. árg. Nýs kvennablaðs. Blaðið óskar kaupendum sínum gleðilegra jóla og nýárs með alúðar þökk fyrir gamla árið, svo og öll- um, sem að því hafa starfað og lagt gott til mála. NÝTT KVENNABLAÐ Kostar 15 kr. árgangurinn; gjaldd. í júní. Áttu blöZ á ári. — Kemur ekki út sumarmánuSina. AjgreiSsla: Fjölnisvegi 7 í Reykjavík. — Sími 2740. Ritstj. og ábm.: GuSrún Stefánsdóttir, Fjölnisvegi 7. ■ORGAIPIENT i 13 V

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.