Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Qupperneq 3

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Qupperneq 3
NÝTT KVENNABLAD 15. árgangur. 1. tbl. janúar 1954. Stjör n u rn a r llún vakti mig af vœrum svejni. Venus hét hún þá. Kvöldstjarnanna nöfn ei 'nefni. sem nóttin kveikti á. Þær voru fögur fyrirheit um jriS og sœld, en áhrif þeirra á innra manninn aldrei mœld. Þær fylgdu okkur stjörnurnar um farinn, langan veg, aldrei neitt sem út af bar en ástúð fyllileg. Samt kepptust menn að bola þeim með brögðum frá, breiða fyrir gluggana °g byrgja þá. Ha’ttu að gera á réttu og röngu mun, reyndu að sefa hugáns sút — Svo skeði það af skœrri tilviljun ég skyggndist út. Skinu’ ekki nema stjörnurnar. alveg eins og var, fátækum og ríkuin til fagnaðar. G. St. Frú Georgía Björnsson, fyri-um forsetafrú — sjötug Fyrir skömmu síðan sátuni við hjónin kvölctstund í fremur lítilli stofu í Reykjavík og blöðuðum i göml- um myndum, ásamt húsfreyjunni. „Þessar eru frá Grikklandi — þessar frá Italíu — þessar frá Spáni — þessar frá Danmörku og þannig héll hún áfram að rekja^ sögur og minningar frá fjarlægum stöðum, drejia á athurði, er tengdir voru ýmsu því, er ísland og íslenzku þjóðina varðaði hvað mestu á tímabilinu frá aldamótum til hinnar síðari heimsstyrjaldar. Ekki voru þetta myndir frá skemmtiferðum auðkýfings, er ferðaðist til þess að láta tímann líða, heldur voru þær allar tengdar starfi. er unnið var af óþreytandi samvizkusemi og elju með hag Islands fyrir augum. Hvert sem auga er rennt um þessa slofu, slaðnæmist það við kjörgripi — listaverk, minjagripi og húsbún- að, er aflað hefur verið víða um álfur. Öllu er þar hagað af þroskaðri smekkvísi. NtTT KVENNABLAB í

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.