Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 5
 Oli'.i Helga S. Brekkan, tannlteknir. Miuín Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur. Krigtin Elísabet Jónsdóttir, lækniv. merkur og hóf tannlæknisnám sitt þar í eitt ár, en hvarf síðan heim og nam 4 ár við Háskóla íslands, lauk prófi 23. maí 1953. Hefur hún síSan verið að- stoðartannlæknir, fellur starfið mjög vel og hyggst að halda því áfram. Frú Elín gifti sig meðan á náminu stóð, 1951, Jóni Ingimarssyni, lögfræðingi, og á hálfsannars árs gaml- an 6on. En lét ekkert tefja sig frá settu marki. : Frú Ólöf Helga S. Brekkan er dóttir Sigríðar Guð- mundsdóttur og Sigurðar Hólmsteins Jónssonar. Varð stúdent 1948. Innritaðist í Háskólann sama haust og útskrifaðist tannlæknir 23. maí 1953. Aðeins ein kona hafði útskrifast úr tannlæknadeild- inni viS Háskóla Islands á undan þeim Elínu og 01- öfu. Fimm kventannlæknar voru starfandi í Reykja- vík, .þar af 3 íslenzkar, tvær þeirra lærðu erlendis. Nú eru þeir þá orðnir sjö. Frú Ólöf giftist 1950 Ásmundi Brekkan, lækni, og á tveggja og hálfsárs gamlan son. En ekkert lengdi það námstímann. Hún hyggst að stunda tannlækningar eft- ir því sem henni verður unnt, frá heimilinu, fellur starfið vel. Ber frúnum saman um að tannlækningar séu erfitt nám. Skólatíminn langur daglega, frá kl. 8 á morgn- ana til kl. 4 á daginn og oft lengur. Verklega námið er svo mikið. En mikiS skal til mikils vinna. Kristín Elísabet Jónsdóttir, læknir, f. 28/1 1927. Foreldrar: Kristín Guðmundsdóttir og Jón Guðmunds- son, fyrrv. bóndi á Hafrafelli, Eyr. N.-ls. Hún tók stúdentspróf 1946 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Lauk embættisprófi í læknisfræði voiið 1953, frá Háskóla íslands. María Sigurðardóttir er fædd 18/1 1928. Foreldrar NÝTT KVENNABLAÐ hennar eru: Þuríður Pétursdóttir og Sigurður Árna- son. Hún lauk stúdentspófi úr Menntaskóla Reykja- víkur vorið 1948. Byrjaði háskólanám ári síðar, eða hauslið 1949 og lauk embættisprófi í viðskiptafræSi vorið 1953. Hún er fyrsti kvenviSskiptafræðingur, sem útskrifast frá Háskóla Islands. Adda lt:n'ii Sifffúsdóttir, veðurfræðinffur. Adda Bára er dóttir Sigríðar Stefánsdóttur og Sig- fúsar Sigurhjartarsonar, f. 30/12 1926. Stúdentsprófi Iauk hún frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946. Fór til Noregs 1947 og lauk embættisprófi í veður- fræði frá Háskólanum í Osló 1953. Hún er fyrsti ís- lenzki kvenveðurfræðingurinn. Nýtt kvennablað óskar öllum þessum miklu náms- konum til hamingju með embættisprófið.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.