Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 6
ÁRAMOT Aldrei hefur kjarnorkan verið jafn ofarlega á baugi í ræðum manna sem um þessi áramót. Kjarnorkuvopn eru búin til beggja megin hafsins. Bandar. og Rússland eru tveir kjarnorkurisar, segja menn. Og hafa eftir þessum risum: ..Þetta vopn verður að banna,“ eftir Sovétríkjunum. „Þetta vopn verðum við að tala saman um og fleiri,“ eftir Vesturveldunum. Þetta er engum óhollara umtalsefni en okkur kon- unum, en hjá því verður ekki komizt. Lengsta lófatak í þingsal Allsherjarþingsins var eft- ir ræðu Eisenhowers, forseta Bandaríkjanna, er hann ræddi um hagnýtingu karnorkunnar til velmegunar og velferðar mannkynsins, aukinnar jarðræktar og raf- orku. Kjarnorku til friðar og bræðralags í stað fjölda- drápa. Kjarnorkan, sagði hann, byði mönnum varnað og eggjan. Varnað við gjöreyðileggingu og eggjan til sameiginlegs forðabúrs til friðsamlegra þarfa. Mætti þessi ræða verða til þess að draga úr kalda stríðinu, sem svo er kallað, leiða til samninga milli stórveldanna. Ef borgarmenning er á fallanda fæti, þá þurfa þó stórmerki til að skapa aðra. En siðvenjur líða undir lok, eins og ríki sundrast og sameinast á víxl. Bvlting- ar verða í skoðunum og tízku, tökum t.d. Siðaskiptin, drengjakollinn og eignakönnunina. Þjóðin er svipt vel- gerðum Maríu meyjar með Siðaskiptunum. Kvenfólk- ið hárfléttunum með innreið stutta hársins. Ríkið lánsfjárinnslæðum með eignakönnun og gengisfalli. Þróun og bylting gela að merkingu veiið skyld orð. Þróunin getur verið svo ör, að hún líkist byltingu. Og hjá okkur hefur einmitt sú þróun átt sér slað, svo sem í samgöngum og véltækni margvíslegri. Landbúnað- arvélarnar hafa miklu brevtt. Einyrkinn býr nú stóru búi. Landbúnaðurinn er undirstaða þess, að við getum lifað, og aukin ræktun þýðir: fegurra Island, „móðir vor kær og vagga okkar vær.“ Landbúnaðurinn hefur því mikla sérstöðu, og ætti að njóta mestrar velvildar allra atvinnuvega. Sjávarútvegurinn færir þjóðarbúinu mestar tekjur. og er þar að auki áhættusamastur. Sægarpar bafa allt- af verið mikils metnir. Þrekið og hugrekkið. og efnin dáð. Iðnaðurinn er sá atvinnuvegurinn, sem við konurn- ar höfum starfað að frá öndverðri Islandsbyggð, en hann er nú svo breyttur, að þróun hans er sannarleg bylting. Við hættum að gera skóna og spinna í voðirn- ar, en öflug fyrirtæki tóku við. En í iðnaðinn viljum við gjarnan senda börnin okkar. Iðnnám og iðnrekst- ur ætti að vera eftirsóknarverður. Og er vitanlega, að sumu leyti skilyrði fyrir öllu menningarlífi að hafa handlægni og verksvit, til þess meðal annars að búa til og gera við það sem með þarf til hinna atvinnuveganna. Ég hef drepið á þessa hluti, vegna þess að vinnan ætti að vera hið varanlega. Þessi vinna eða önnur. Á hinu nýja ári óskum við fyrst og fremst eftir vinnu handa öllum, líka unglingunum, er þeir ljúka skóla- námi. Vinna verður að taka við þeim öllum. Og þeir helzt að átta sig sem fyrst á í hvaða flokki þeir vilja starfa. Til sjos eða lands, í sveit eða í verksmiðjum, við handverk eða enn annað. Það má hvergi vera svo þröngur stakkur, að fleiri komist ekki að. Eftir langt eða stutt skólanám þurfa þeir allir að komast í vinnu á stundinni. Þeir liafa fæstir sálarþroska til að skapa sér vinnu. Foreldrar þeirra fæstir heldur, sem ekk- ert bú og engan útveg og enga iðn reka. Þetta eru slæmar aðstæður sem fólkið hefur sett sig í í kaup- stöðunum. Þó foreldrarnir gætu fætt og jafnvel klætt unglingana kemur þeim það að litlu gagni. Það er eigin hyggja og geta, sem þarf að njóta sín. Þarna erum við verst setl. Þó við konurnar fengjum sömu laun og karlmenn, fyrir sömu vinnu, þá er það mjög lítill hluti íslenzkra kvenna, sem nyti þeirra kjara, því starf þeirra er mjög oft annað. En þó við fengjum helmingi hærra kaup en karlmennirnir, kæmi okkur það ekki að fullu liði, ef vinnu vantar fyrir börnin, þegar þau stækka. Þess- vegna er það vinna handa unga fólkinu, sem við leggj- um mesta áherzlu á. Að börnunum sé ekki þrýst niður með atvinnuleysi, þegar þau vilja vinna og þegar þau verða að vinna lil að líða ekki tjón á sál og líkama til skerðingar öllum manndómi. Engar konur eiga betra en íslenzku konurnar, segja þær, sem búa við vopnabrak og þeirra hildarleik. Hvað lengi verðum við öfundsverðar. Tvö heimsstríð höfum við scð í fjarska, 1914—1918 og 1939—1945. Hvorugt þeirra kom eins mikið við sögu íslands, eins og því er heilið í næstu heimsstyrjöld. íslands er nú þátttakandi sameinuðu þjóðanna, sem er bandalag 60 þjóða og stofnað eftir harmleik síðari heimsstyrjaldar. undir forustu Bandaríkjanna, af Roosevelt forseta. Að frið- ur haldist telja margir, byggist á því, að samstarf Sameinuðu þjóðanna mistakist ekki. En þeirra stefna er: Eriður og réttlæti allra manna. Það hljóðar fallega. En þó er það rétt svo, að við NÝTT KVENNABLAÐ 4

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.