Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 7
Dönsku prinsessurnar í grœnlcnzkum sparibúningum. iijólum bæltra kjara, svo er óttinn við umlieiminn. Þegar endurtekið er í umræðum, hve yngri kynslóð- in megi og eigi að vera þakklát næstu kynslóð á und- an, sem fengið hafi henni upp í hendur „fullt hús matar", allar umbæturnar til betri lífskjara, þá skella sumir við skollaeyrum. Hún hefur sem sé líka komið landinu okkar inn í þjóðbraut þjóða, svo við erum óttaslegin. Og það er ekki meira en það standist á. hvað unnist hefur og hvað tapast hefur. Og þar að auki, er við konurnar höfum fengið okkar hlut þæg- indanna, þá stendur þó stærsta vandamálið oft þvers- um fyrir dyrum okkar. Það næstum stækkar að sama skapi sem öðrum er rutt úr vegi. Vandamál uppeld- isins, lífsglíma aldanna, hún er ekki unnin. En meðán Guð gefur okkur heilsu getum við stuðlað að sigrinum. Gleðilegt ár. Frá Hollandi var Nýju kvennablaði skrifað, og það beðið að útvega litauppskrift og prjónamynztuv af íslands-treyju, eins og þeim, sem prinsessurnar eru í. Enn er okkur ruglað saman við Grænlendinginn. Segðu mér söguna aítur I litlum bæ við litla vík bjó lítil gömul kona. Ilún var upp- alin á þeira timum, er lítið var um mat á Islandi. Hver veit, nema hún hefði orðið stærri, ef hún hefði fengið' nóg að borða, er hún var barn. „A mínum uppvaxtarárum gengu börn ekki frá leifum," sagði hún oft. Hún ólst upp við fátækt og erfið kjör. Fátæktin var hennar tryggi förunautur frá vöggu til graf- ar. Bærinn hennar var aðeins ein einasta h'til baðstofa með litlum glugga á móti norðri. Rúmið hennar var vestan megin í baðstofunni, en gegnt því var annað rúm. er önnur gömul kona svaf í, er hún léði húsaskjól. Á milli rúmanna var borð. Annar liúsbúnaður var ekki í bænum hennar, og fyrir suður- gafli stóð lítil eldavél. Timburgólf var í miðri baðstofunni, en bálkur meðfram veggjum. Er ég kynntist þessari konu, var komiS að sólsetri í lífi hennar. Hún hafði misst niann sinn og mörg bó'rn sín í sesku. En nokkur bórn hennar voru nú upp- koinið fólk. Hún hafði nú flutzt úr sveitinni sinni, frá litlu jíirðinni er hún hafði húið á hlómatímann úr ævi sinni, frá jörSinni, þar sem hún hafði unnað og misst, séð vonir fæðast og vonir deyja. Frá jörðinni, se.m hún hafði arið og yikt, frá jorðinni, sem hún hafði fórnaS kröftum sínum og þreki, en einnig oft þegið af svo rikulog laun erfiðis síns, að henni var unnt að fæða og klæða barnahópinn. Nú hafði hún sezt að í þessum litla bæ við þessa litlu vík, bogin í baki og þrotin að kröftum eftir margra ára strit og erfiði, sorgir og bitra lífs- reynslu. Nú hafSi hún ofan af fyrir sér með því að spinna og prjóna fyrir nágrannakonur sínar. Frá barnæsku hafði hún unnið, og hún leit á það sem eitt af mestu og beztu náðargjöf- um lífsins að hafa þrek og kraft til að vinna. Heitasta ósk bennar var sú, aíi hún þyrfti ekki a'ð lifa sjálfa sig, að hún gæti verið Sjálfri sér nóg til hinztu stundar. Eitt var þaS, sem framar öSru einkenndi þessa gömlu konu. ÞaS var hið hlýja góða viðmót hennar og glaða lund. Hún var rík í fátækt sinni. Lífið hafði beygt bak hennar ,en ekki sál hennar. Hún hafði staðið af sér storma og hretviðri lífsins án þess að láta það rista rúnir beizkju og kala i sálarlíf sitt. I vöggugjöf hafði hún fengið góða greind og göfugt hjarta, hvort tveggja hafði hún verndað cg þroskað, þrátt fyrir erfið íkilyrði hiS ytra. Hún hafði helgaS sér trúna á hið góða og göfuga í lífinu. Henni fannst alltaf, að hið góða ætti og hlyti alltaf að sigra í hverju máli. Þess vegna var óllum gott að vera í riávist hennar. Til hennar lögðu margir leiðir sínar, bæði ung- ir og gamlir, allir komu ríkari af fundi hennar en þeir fóru. Litil stúlka ber að dyrum í Htla bænum hennar og kallar inn: „Ert þú heima?" „Gamla konan svarar: „Ert þa'ð þú, rýjan mín." „Já," segir Htla stúlkan, „ég hef rennt mér á sleðanum minum, en er nú orðin þreytt. Mig langar að koma til þín, áS- ur en ég fer heim aS sofa." „Komdu þá inn, skinnið mitt." 1 göngunum fram af baðstofunni fer litla stúlkan úr snjósokkun- um sínum. Inn til gömlu konunnar vill hún ckki koma snjóug. Gamla konan situr á rúminu sinu og þeytir rokkinn. Hver kemban af annarri teygist í örsmáan þrað, og senn verður snældan full. Litla stúlkan lítur bænaraugum á gömlu konuna Og segir: „Segðu mér söguna aftur, söguna sem í gær." „Þér ei kalt rýjan mín. Farðu hérna upp fyrir mig." Litla stúlkan skríður upp fyrir hana. Gamla konan stendur upp, lyftir upp ábreiðunni af rúminu og vefur utan um litlu stúlkuna. SíSan sezt hún við rokkinn og byrjar á sögunni. Einu sinni var kóng- ur og drottning í riki sínu ...... Er litlu stúlkunni hitnar, NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.