Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Page 8

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Page 8
• " ** . línoi jínsilittir IjósmóSir Það er bæði rétt og skylt, að ekki sé látin falla í gleymskunnar haf minning þeirra, sem að einhverju leyti hafa skarað fram úr samtíð sinni. Góðar minn- ingar hefur seinni tíminn ætíð gott af, að á lofti sé haldið, meðal annars getur það eytt þeim misskilningi, sem menn stundum í hugsunarleysi hafa um gamla tímann, eins og fortíðin í daglegu tali er oftast köll- uð, að af honum sé ekkert hægt að læra, hann sé eins og ranglega orðuð setning, sem strika þurfi yfir, sem vendilegast, en þeir, sem eitthvað þekkja til hinna gömlu tíma, vita vel, hversu mikil fjarstæða þetta er. Það er Jórunn Jónsdóttir í Rauðanesi, sem ég tel, að eigi þessa minningu skilið, og sera ég ætla að minnast hér í fáum orðum. Á þessu árj eru liðin 110 ár frá fæðingu hennar. Þó ekki geti það talizt nein merkis- tímamót, varð það þó að nokkru orsök þess, að línur þessar eru skrifaðar. færist yfir hana værð. Svefninn ætlar að sigra hana, en það mé hann ekki gera, soguna verður hún að heyra. Smám sam- an heyrir hún rödd gömlu konunnar sem úr fjarska. En nú sér hún haðstofuna hennar. Hún er orðin að stórri, stórri höll, og í miðri höllmni er gullstóll og í gullstólnum situr fögur drottn- ing með gullkórónu á höfði. Og er hún gætir betur að, sér hún, að drottningin er engin önnur en garnla konan hennar. En allt tekur enda. Hún opnar skyndilega augun. Gamla konan hafði ýtt við henni: „Vaknaðu, skinnið mitt,“ segir hún. „Þú átt að iara heim.“ Við rúm gömlu konunnar stendur vinnu- maóurinn heiman að frá litlu stúlkunni. Hann er kominn til að sækja hana. Nú eru lioin mörg ár. Gamla konan hefur fyrir löngu lagt upp í sína hinztu ferð. Litli bærinn við litlu víkina er horfinn. Litla stúlkan er orðin fullorðin kona, sem geymír í huga sér mynd gömlu konunnar sem tákn góðleikans og kærleikans, og hug6ar sór, er hún sigiir floyi sínu að ströndu ódauðleikans, að hún sjái stóra höll og út úr henni komi gamla konan og segi: „Ert þú komin rýjan mín?“ Hún svari: ,Já, komdu þless- uð og sæl. Segðu mér söguna aftur, söguna sem í gær.“ — K.E. r Jórunn var fædd 20. sepl. 1843, að Asbjarnarstöð- «m í Stafholtstungnahreppi, voru foreldrar hennar Jón Halldórsson og Helga Jónsdóttir. Var Halldór faðir Jóns fræðimaður á Ásbjarnarstöðum en Helga var dóttir Jóns, er lcngi bjó í Fróðhúsum, Stafholti og víðar, Oddssonar frá Hvitsstöðum í Álflaneshrepp Magnússonar. Var það liraust og myndarleg bænda- ætt. Ólst hún upp að mestu hjá Jóni, afa sínum, þar til hann andaðist, við mikið annríki. Hefur það vissu- lega orðið til að glæða hennar góðu eðliskosti, að líkna og rétta hjálparhönd, sem meira var þörf fyrir á þeim dögum en nú er, þar sem efnahag og aðbúð allri var svo mjög áfátt. Þá er Jórunn var 19 ára, eða 1862, fór hún til Reykjavíkur að læra Ijósmóðurfræði lijá landlækni, Jóni Hjaltalín, mun hún hafa orðið ein sú fyrsta, sem hjá honum lærði, enda var þá fyrst að komast skipu- lag á þau mál, en til þess tíma voru ljósmæður ólærð- ar. Gekk henni námið vel og útskrifaðist með fyrstu einkunn, taldi landlæknir, að hún byggi yfir miklum læknishæfileikum, sem síðar varð raunin á. Að þessu loknu var henni veitt ljósmóðurstaða í Borgarfirði, sunnan Hvítár, en ekki er mér kunnugt, liversu stórt það umdæmi var, enda mun skipting á ljósmóðurum- dæmum hafa verið mjög óljós þá, mun regluleg skipt- ing á umdæmum úti á landi ekki hafa komizt á fyrr en nokkru síðar. Fluttist hún að Reykholti og dvaldi þar um tíu ára skeið, en á því tímabili, eða 1867 fékk Þórarinn prestur Kristjánsson, sem síðar var prestur í Vatnsfirði, veitingu fyrir því hrauði. Einn sona hans hét Helgi, þá uppkominn og hinn mannvænlegasti maður. Felldu þau hugi saman, Jórunn og hann, er sagt, að þá hann hóf bónorðið hafi hann gert það með vísu, en ekki hef ég heyrt nema seinni hlutann, sem er þannig: Viltu ei rjóða veigalín vera góða konan mín? En hún svaraði með annarri vísu, sem er þannig: Já, ég segi af hjarta hér lilyni freyju, er prýði ber, eg vil fegin unna þér, að þeim .degi er þrýtur hér. Sýnir það, að hún hefur vel getað komið saman vísu, og mun þetta ekki vera sú eina, sem hún hefur gert, þólt lítið hafi hún að því gert og ekki á lofti haldið. Þau giftust 17. dag septembermánaðar 1870. Var / l»au mistök liafa orðið, að prjónabekkur á bls. 9 snýr öfugt oií oru konur boðnar volvirðinjfar á því. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.