Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 9
Helgi hinn mesti ágætismaður, sem hann átti kyn til, enda varð hjónaband þeirra með ágætum svo af bar. En ekki varð þeim barna auðið. Bjuggu þau í Reyk- holti, semiilega á einhverjum parti jarðarinnar, næstu 2 árin, eða þar til séra Þórarinn flutti vestur, en litlu síðar fluttu þau að Tungutúni í Andakílshreppi og voru þar til þess er henni var veitt Borgarhreppsum- dæmi, fluttu þau þá að Rauðanesi, var það nokkru stærri jörð og flutningsmeiri, með dálitlum hlunn- indum, svo sem kofnatekju og lúðuveiði í firðinum, ef stunduð var. Jukust þá að nokkru efni þeirra og mátti segja, að bú þeirra stæði með blóma þaðan í frá. Ekki svo lítinn kjark hefur þurft til þess, af 19 ára ungling, að fara að læra ljósmóðurfræði, til að taka það starf að sér í nær ótakmarkað víðlendu umdæmi, við þær aðstæður, sem þá var við að etja. 1 fyrstu voru hin erfiðu ferðalög, sem flest voru farin að næt- urlagi, meðan enginn lagður vegarspotti var til, og engin á eða lækur brúaður. Hef ég um það heyrt þessa sögu: Eitt sinn er hún var sótt og þurfti yfir Hvítá að fara á einhverju vaði, voru tveir úrræðagóðir og dug- legir menn henni til fylgdar, því frost var mikið og norðanbylur og ár uppbólgnar og lítt færar. Þegar að Hvítá kom töldu fylgdarmennirnir ekki fa:rt að leggja í hana, tók þá Jórunn ráðin af þeim og reið á undan út í ána og allt fór vel. Hefur hún þar sennilega minnst vísu Gríms Thomsens, í kvæði hans „Sveinn Pálsson og Kópur“. Væri ei nauðsyn næsta hrýn, náttstað yrði ég feginn, en kona í barnsnauð bíður mín. banvæn hinum megin. Ekki var heldur launum fyrir að fara, því það, sem hið opinbera veitti ljósmæðrum, í dreifbýlinu, var að- eins einn ríkisdalur, tvær krónur árlega lil hverrar, en þar við bættist það lítið, sem einstaklingar gátu látið af hendi rakna, sem hefur þó verið næsta smátt. En enn er ótalinn sá annmarkinn, sem erfiðast var við að fást, en það var læknisleysið. Þá var enginn lærður læknir hér í Borgarfjarðarhéraði, það var fyrst 1870 að Páll Blöndal var skipaður. Á engan var því að treysta nema yfirsetukonuna með sínar tvær hendur, um deyfingu eða svæfingu var þá heldur ekki að tala. Víst hefur hún gert sér að fullu ljóst þann vanda, er hún tók sér á herðar. En hún fékk fljótlega orð á sig sem framúrskarandi yfirsetukona og úrræðagóð þeg- ar á reyndi. Er sagt, að eitt sinn hafi hún getað bjarg- að konunni, þegar læknirinn var frá genginn, þótt liarninu yrði þá ekki bjargað. Hún kom ætíð sem ljós- geisli á heimilin, þegar þannig var ástatt. Skörungs- NÝTT KVENNABLAÐ skapurinn og stjórnsemin var svo örugg og góð, að líkt var og allir erfiðleikar væru úr vegi ruddir, henni var að fullu treyst til hvers, sem gera þurfti, enda sýndu konur þær, er hennar nutu það í verki, því þeg- ar hún hafði verið ljósmóðir í 30 ár sendu þær henni skrautritað ávarp og gullarmband, sem á var letrað „1863—1893 njóttu. heil handa“. Ennfremur góðan reiðhest, og fleiri sómi var henni sýndur. Og að síð- uslu, að henni látinni, var stofnaður sjóður til minn- ingar um hana, sem hefur það hlutverk að líkna fá- tækum sængurkonum í Borgar- og Borgarnesshrepp- um. Tók sjóður sá til starfa á aldarafmæli hennar 20. sept. 1943. Svo segja má að varhluta hafi hún ekki farið af viðurkenningu samtímans, sem vel hefur kunnað að meta þessa mikilhæfu konu. Hef ég heyrt eina litla sögu, er lýsir vel hugar- þeli hennar og vissulega ástandinu á mörgum fátækum heimilum í þá daga. Eitl sinn voru þau hjónin á ferð vestur á Mýrum. Fóru þá nálægt bæ einum, sem fátæk hjón bjuggu á, segir þá Jórunn: „Ég vil skreppa hér heim, það rýkur ekki á bænum, kann vera, að eitthvað sé að.“ En Helga þótti töfin slæm og fannst ekki ástæðan nægileg, en hún var ákveðin og reið heim að bænum, þegar inn í dyrnar kemur mætir hún fjórum smábörnum, en ann- að fólk sá hún ekki, gengur þá til baðstofu, en þar liggur konan og er búin að taka léttasóttina, fleira var ekki fólkið í heimilinu, en bóndinn var farinn að sækja yfirsetukonuna. Bærinn var ekki í umdæmi Jór- unnar. Var nú ekki til setu boðið, fer hún úr reiðföl- um og tekur að hjúkra konunni, sem bezt hún gat. Gekk allt vel og var barnið fætt, þegar bóndi kom með yfirsetukonuna. Góður hugur gerir stundum mikið. Jórunn á Rauðanesi var mjög myndarleg í allri framkomu og sópaði að henni, hvar sem hún kom. Þá var og heimilisbragur hjá þeim hjónum allur hinn ágætasti, fór þar saman fyrirmyndar stjórnsemi, gest- risni og híbýlaprýði, eftir því sem bezt gerðist í þá daga. Þannig var kona þessi, stórbrotin og fögur sál, með miklum starfsþrótti, þrátt fyrir veika heilsu síðari hluta ævinnar. Um hana mátti segja, að hún stráði birtu og yl yfir allt sitt ævistarf. I. B. li<rnur. m iii gáfu út ú síOsisfliOnu úri: Guðrún frá Lundi: Tengdadóttirin. Þórunn Elva Magnúsdóttir: Dísa Mjöll. Dagbjört Dagsdóttir: Sag- an af Sólrúnu. Margrét Jónsdóttir: Todda í Sunnuhlíð. Hugrún: Hafdís og Heiðar. — Þá kom út „Ljóðabók barnanna,“ sem þær hafa valið í, Guðrún Helgadótt- ir og Valborg Sigurðardóttir. 7 I

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.