Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 11
Ungiing’ði og krakka peysur Tvö mynztur sett saman í miðju. Efri bekkurinn: Mynztr- ið deilanlegt með 4. Á að vera í unglingapeysu, og byrjar 10—12 umf. ofan við snúning. Lit- ina getur hver og einn valið eftir sínu höfði, t. d. brúnn aðallitur og gult, svart, rautt og grænt í mynzturbekkj- unum. Fyrst er skipt er uni lit er tekið gult, ])rjónaðar 3 1, ein 1 brún tekin upp á prjóninn óprjónuð, þá aftur 3 1 gular og ein brún ó- prjónuð — endurtekið. Þetta er gert þannig 3 prjóna í röð, en í fjórða prjón eru allar lykkjurnar prjónaðar, gular, líka þær lausu. Svo er skipt um lit, tek- inn svartur, og 3 1 prjónaðar en sú fjórða tekin óprjónuð upp á prjóninn, gul, alltaf sú í miðið af hinum þrem- ur, á sama liátt og áð- ur, 3 pr. í röð. Þá 4. prjónninn allur svartur, og rauði liturinn tekinn. Prjónaðar 3 1 rauðar, en ó])rjónuð svört 1 tekin upp á prjóninn þrjá prjóna í röð. Fjórði pr. allur rauður. Þá grænt. Alveg farið eins að. Síðast er guli liturinn aftur og svo sá brúni (peysuliturinn). Þá er það fjórða hver 1 af gula litn- um, sem tekin er óprjónuð þrisvar sinnum, en svo að- alliturinn einn þar til samskonar bekkur byrjar aftur. Milli bekkjanna 14—16 umferðir. Nóg að hafa 4 bekki í peysunni. Einlitar ermar, en svarta snúninga má hafa og líka um háls og að neðan. Neðra mynztrið er af einlitri pevsu, sem prýdd er á eftir með króksaum. Eftir að snúningur hefur verið prjónaður er slétt prjón, en þannig þó, að önnur lykkjan er stungin inn í lykkjuna í næstu umferð á undan, þannig að hún NÝTT KVENNABLAÐ verður tvíbanda. í næstu umferð á eftir er svo slétt sú, sem áður var tvíbanda, en tvíbanda (stungið inn í lykkjuna í næslu umferð á undan) sú sem var slétt. Þegar prjónaðar hafa verið á að gizka 20 umferðir eru 3 umferðir sléttar, en svo tvöfalda lykkjan aftur (önnur hvor) þannig á víxl alla peysuna. Það verð- ur þynnra prjónið þar, sem slétta röndin cr. Og þar er síðan saumað, eins og sýnt er á myndinni, með tveim litum. Króksaumur (Heksesting) og dregið í á eftir með öðrum lit. Þetta er fljótlegt og fallegt. Myndin sýnir, hvernig seinni litnum er brugðið undir og yfir króksauminn. Sæmdar lálkaordunni Á nýársdag sæmdi forseti Islands þessar konur Fálkaorðunni: Huldu Stelánsdóttur, forstöðukonu Kvennaskólans á Blöndu- ósi, riddarakrossi — fyrir störf í þágu húsmæðrafræðslu. Jóhönnu Egilsdóttur, frú, Reykjavík, riddarakrossi — fyrir félagsmálastörf. Kristinu Thoroddsen, yfirhjúkrunarkonu, riddarakrossi — fyrir störf við Landsspítalann frá stofnun hans. Breytileg tíð hefur verið, það sem af er vetrinum, en ekki hafa verið frosthörkurnar. Á gamlársdag voru kartöflur teknar upp úr garði í Reykjavík, óskemmd- ar og góðar sem í ágústlok væri. Hún, sem er fegarðin sjálf í hugum manna. Er síðasti þáttur Gullnahliðsins var leikinn í út- varpinu, þótti okkur sem rödd Maríu meyjar þyrfti að vera hljómþýðari. Það hlýtur, ef vel er leitað, að vera hægt að fá hljómmeiri og blæfegurri rödd. Fduiiiyiiil Hvar cr vinnumaðurinn? 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.