Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Qupperneq 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Qupperneq 12
Guðrún frá Lundi: ÖLDUFÖLL FRAMHALDSSAGAN „Þú heíðir átt að loí'a þeim að vera þar, sem þeir voru. Þeir liafa víst aldrei gengið bláir eða blóðugir undan Bensa.“ „Nei, það liefur aldrei komið fyrir, hann hefur allt- af verið góður við þá. En mér ofhauð, þegar hann greip upp steininn og drengirnir hermdu þetta eftir honum. Þú hlýtur þó að sjá það og viðurkenna, að mér var það hreint ekki láandi,“ sagði Gréta og saup á- nægjulega ilmandi kaffið. Þá geystist Þorbjörg í Nausti inn, bauð góðan dag og bað Signýju að lána sér eldspýtur, hún hefði hvergi getað fundið stokkinn heima hjá sér. Þá var sjálfsagt, að hún drykki kaffi, fyrst hún kom áður en búið var úr könnunni. Þor- björg setlisl á rúmstbkkinn hjá Siggu, sem ekki var farin að hreifa sig og sagði að alltaf væri vandi vel boðnu að neita, einkuin þegar kaffilyktin væri svona góð og freistandi. Gréta ræskli sig áður en hún byrj- aði samtalið við mágkonu sína, saup á kaffinu og ræskti sig aftur. „Ekki trúi ég öðru en þér hefði of- boðið, Þorbjörg, ef þú hefðir séð til Bensa, þessa eftir- lætisgoðs þíns í gær,“ sagði hún með meinfýsnu glotti. „Hann bara tók upp stein og ætlaði að kasta honum í sveitamann, sem kom í því mesta sakleysi, sem ha-gt er að hugsa sér og spurði eftir móður hans og svo laug hann, að hún væri ekki heima.“ „Ég var nú að hengja út þvott alveg eins og þið og sá til hans,“ anzaði Þorbjörg. „Ætli þú hafir ekki séð anzi lítið, hvað saklaus hann var. Eg hefði áreiðanlega ekki verið neitt óánægð yfir því, þó hann hefði gert alvöru úr því að kasta steinvölunni á eftir honum.“ „En veiztu nú bara, að þetta var enginn annar en liann faðir hans, eða það sagði hann Jónas hérna. Ég býst við, að mér sé óhætt að hafa það eftir,“ flýtti Gréta sér að segja. „Við höfum sjálfsagt þekkt hann vel, bæði Bensi og ég,“ sagði Þorbjörg. „Ef hann hefði ekki varið hon- um dyrnar hefði ég gert það. Mér er það vel kunnugt, hvemig ljann kom fram við Hallfríði. Það ætti ekki illa við, að hann færi að venja komur sínar til hennar!“ „Hann hefur ætlað að fá sér kaffi, manntetrið,“ sagði Gréta, svo bætti hún við háðslega: „Einhvern tíma hefur þó verið hlýlegt á milli þeirra.“ „Hann hefur sjálfsagt fengið kaffi hjá kaupmannin- um eins og vanalega. Hann er einn af þeim, sem leggja mikið inn vor og haust. Þeir eru alltaf settir inn við tnatborðið í kaupmannshúsinu,“ sagði Þorbjörg, kyssti Signýju fyrir kaffið og gekk til dyra, en snéri sér við í dyrunum og talaði til Grétu: ,,Eg heyrði að önnur hyor ykkar Önnu var að tala um að klaga Bensa fyrir . Hallfríði. Ef þið gerið það, skuluð þið fá kveðju frá mér á eftir. Svo var hún horfin. „Það er aldrei, að hún sé merkileg núna, gribban sú arna,“ sagði Gréta. „Það er meira dálætið, sem bún hefur á þeim mæðginum. Það er víst líka einu mann- eskjurnar, sem hún er almennileg við.“ En Gréta hafði sagt þetta svo oft, að það var engin ástæða til að svara því, en Sigga sagði í hálfum hljóð- um, að alltaf væri hún góð við sig. „Jæja, það er allt gott, þegar þrennt er og Hannes. gamli formaður sá fjórði,“ hnusaði í Grétu. „Ég get nú ekki einu sinni bætt því við, að gott eigi þeir, sem náðarinnar njóta.“ Svona endaði þessi áhrifamikli viðburður. Það var aldrei borið í mál milli sambýliskvennanna uppi í Móunum að klaga Bensa fyrir ógestrisni hans, en .þær langaði því meira að frétta eitthvað um föður hans, en það var ekki þægilegt, því að hann bjó í þó nokk- urri fjarlægð fram í dalsbotni og fáir kaupstaðarbúar þekktu hann neitt að ráði, vissu bara, að hann var efnaður. Það gaf honum mikið gildi í augum fátækl inganna. Það var ekki löngu seinna, að nýjar markverðari fréttir voru bornar milli Tangabýlanna. Það var nú bara ekkert annað en nú áttu allir krakkar að ganga á skóla, hvort sem þeir voru ríkir eða fátækir. Nú var ekki nóg, að þau lærðu kverið og biblíusögurnar ög' eitthvað svolítið í skrift og reikningi, heldur áttí að kenna þeim í mörgiim öðrum bókum. Þau máttu svo sem biðja fyrir sér, vesalingarnir, sem ekki voru hálf- læs. Maður hafði þá heyrl, hvernig þessir kennarar voru. Höfðu þau útundan. sem fátækust voru og vcrst að sér. Og svo var verið að innrétta „geymslu gím- aldið“ í norðurendanum á húsi ])rófastsins. Þar átti svo sem kennslan að fara fram. Þau yrðu ekki öfunds- verð krakkaskinnin hérna ulan af Tanganum af því að vera undir handarjaðrinum á höfðingjaslektinu því. Svona voru umræðurnar, sem Sigga litla heyrði til ná- grannakvennanna fram í eldhúsinu, meðan hitað var á katlinum. Þær gerðu hana kvíðandi og hjartveika, því að hún var illa læs og vissi því hvert hlutskipti sitl yrði. Eitt kvöldið, þegar allir sváfu í rökkrinu, læddist hún ofan í Bakkabúð, til að tala við Bensa um þessa „eldraun“, sem framundan var fyrir þeim, og mörg- um öðrum. Bensi var með nýjar bækur, þær urðu allir krakkar að hafa í skólanum. Hún eins og aðrir. En það var ekki búið að kaupa hennar fínu og fallegu NÝTT KVENNABLAÐ 10

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.