Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 13
bækur. Hún færði sig til Bensa, þegar hún hafði kastað kveðju á þá, sem inni voru, þau mæðgingin og Þor- björgu í Nausti. „Þú ert búinn að fá þessar bækur," sagði hún döpur. „Kvíðirðu ekki fyrir skólanum?" „Kvíði fyrir? Ekki aldeilis. Það verður nú reglu- lega gaman að fá að læra allar þessar bækur," sagði Bensi með sínu vanalega hugrekki, sem alltaf smitaði frá sér. „En strákarnir láta okkur aldrei í friði," sagði Sigga. „Þeir skulu þá fá til tevatns,"' sagði Bensi digur- barkalega. „Það er líklegt, að kennarinn líti eitthvað eftir því, að börnin hagi sér almennilega," sagði Þorbjörg í Nausti. Hún var að sauma blússu handa Bensa í skól- anrt; „Ertu búin að fá nokuð nýtt til að vera í þegar þú ferð að ganga í skólann, Sigga mín?" spurði Hall- fríður. „Nei, ég verð í kjólnum, sem ég fékk frá Þor- björgu á seinustu jólum," sagði Sigga. Hún vissi, að . Bína í Móunum fengi ekki nýjan kjól og var þess vegna' ánægð með sitt hlutskipti. ..„Segðu mömmu þinni, að ég ætli aS hugsa þér fyr- ir kjól og kápu í skólann," sagSi Þorbjörg. ' „Og kápu líka!" hrópaði Sigga yfir sig glöð og hljóp upp um hálsinn á Þorbjörgu án þess aS segja eitt orð, svo þaut hún heim til þess að segja mömmu sinni tíðindin. „Skárri verða það nú fínheitin á þér, að fara að „spássera í kápu," sagði Signý, „alltaf er Þorbjörg jafn góð við þig." r Vertu viss um, að hún vendir einhverium eldgöml- um jakka handa henni", gall í Grétu í Móunum, sem var gestur í Bi'arnabæ. „Hún fer varla að kaupa nýtt efni, ef ég þekki hana rétt." „Til þess væri hún þó manna vísust," sagði faSir Siggu. „Hún fer varla að gefa henni notaðar flíkur nú frekar veniu." „ViS sjáum nú til," sagði Gréta. . Eftir nýárið átti kennslan að byrja. Allir Tanga- krakkarnir kviðu fyrir, en reyndu þó að sýnast hug- rökk, þegar þau lögðu af stað í fyrsta kennslutímann. Kennarinn tók á móti þeim í ganginum fram af skóla- stofunni, heilsaði þeim öllum með handabandi og bauð þau velkomin. Hann hjálpaði Siggu og Bínu úr káp- unum og hengdi þær upp fyrir þær. Þeim létti tals- vert fyrir brjóstinu við svona hlviar viðtökur og vog- uðu að líta framan í kennarann. Hann var hvorki ung- ur né gamall, þeim fannst hann vera ákaflega laglesiur. Inni í skólastofunni sátu allir fínu strákarnir og horfðu með sínum vanalega yfirlætissvip til fátæklinganna ut- an af Tánganum, þegar þeir komu inn, feimnir oa; unp- burðarlitlir eins og venjulega. Bensi einn bar höfuSiS ¦NtlT: KVENNABIAÐ eðlilega hátt og horfði ögrandi til þeirra fínu and- stæðinga sinna eins og hann vildi segja: „Þið megiS hreykja ykkur svo hátt sem þið getið. Eg er ekki smeik- ur viS ykkur heldur en fyrri." Ragnar tautaSi í hálf- um hljóSum: „Flestir þykjast nú geta lært, þegar Bensi skrattakollur ætlar að fara að setjast á skóla- bekkinn." „Nú byrjar hann kannski," andvarpaði Sigga viS eyrað á Bínu. En það varð aldrei nema byrjunin. Kennarinn skrif- aði nafn fátæku krakkanna í bók, sem hann var mefi og Sigga dáðist að því, hvað hann skrifaði vel. Svo voru þau öll látin lesa. Ragnar glennti sig og hló, þeg- ar þau lásu skakkt. Þá hvessti kennarinn á hann aug- un og sagði: „Sittu kyrr Ragnar og vertu ekki með neinn kjánaskap, eða þú getur farið fram á meðan börnin lesa." Þá hætti hann strax aS hlæja, en hann glennti sig og hermdi eftir þeim krakkanum, sem kallaður var til að lesa, ef kennarinn snéri baki aS honum. OrSin stóSu föst í hálsinum á Siggu og Bínu ai' feimni. „GætiS þið að því börnin góð," sagð'i kennarinn, án þess að líta við, „aS þaS er þarna spegill á þilinu, sem hermir eftir allar fettur og kæki, sem þiS hafiS." Allir krakTtarnir litu á spegilinn, eiginlega hafSi enginn tekiS eftir honum fyrri. Þar sást yfir alla stofuna. Ragnar varð blóðrauður og hætti öllum ertingum en hugsaði sér að jafna reikningana, þegar frímínúturnar kæmu. Honum sveið undan storkandi augnaráði Bensa, þegar hann stóð upp úr sæti sínu og gekk til kennar- ans til að lesa. Hann var hraðlæs. Kennarinn klapp- aði honum á herðarnar ánægjulegur á svip og sagði: „Þú lest ágætlega vinur. Ég hlakka til að kenna þér." Þá var fínu félögunum nóg boðið. Þeir brostu háSs- lega eins og þeir vildu segja: „Skyldi ekki geta skeS að hann lækki í áliti, þegar hann fer aS þekkja hann betur." Kennarinn var á vakki úti meðan börnin höfðu frí. svo aS ekkert kom fyrir af öllu því fyrirkvíð'anlega, sem yfir hugum litlu stallsystranna hafSi vofað í langa tíð. Þær voru ólíkt hressari í bragði, þegar þær gengu beimleiðis en um morguninn. Bína fann til þess að kápan hennar Siggu var ólíkt fallegri en hennar, sem var uppgjafaflík af eihverri hreppstjóradóttur fram í sveit, en hún var of góð telpa til þess sð það vekti hjá henni gremju. ASal umræð'uefniS var kenn- arinn. Hann var orSinn eftir nokkurra klukkutíma viSkynningu sá dásamlegasti maSur, sem þau höfSu séS. Þvílík augu! Svona dökk brún. Ellegar nafnið hans, Andrés! ÞaS var svolítiS fallegt, og þá mátti ekki gleyma skriftinni. Enginn búðarmaður skrifaði eins vel. Ekki einu sinni gamli prófasturinn. Bína endaði •11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.