Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 14
lofræðuna við bæjardyrnar á Bakkabæ með því að lýsa því yfir, að hún væri viss um, að allir krakkarnir ,,elskuðu“ hann. „Að minnsta kosti gerum við það.“ „Já, það gerum við,“ sagði Sigga. „Það er ómögu- legt annað.“ Það lagði þægilega lykt af signum fiski á móti Siggu, þegar hún kom inn í göngin. Hún fann það lika að hún var sársvöng og hlakkaði til að borða fiskinn með „hamsinum“ útá. Það var svo góður matur. „Það er mikið þú sést Sigga mín. Þvílíkur tími, sem þú ert búin að vera í burtu. Þú hefðir víst getað kom- ið á undan stárkunum, því að auðvitað hafa þeir lenl í ólátum eins og vanalega,“ andvarpaði móðir hennar. „Ég er orðin alveg upgefin með drenginn. Hann hefur verið svo órólegur,“ hætti hún við og rétti henni dreng- inn áður en hún var búin að losa sig við skólatösk- una. „Við komum öll beint frá kennaranum. Strákarn- ir hafa ekekrt verið að ólátast,“ sagði Sigga. „Kenn- arinn er svo góður, að hann lítur eftir því að Víkur- strákarnir hrekki okkur ekki. Mér er farið að þykja vænt um hann. Hann er líka svo óskaplega fallegur. mamma. Ég hef bara aldrei séð eins fallegan mann.“ „Hvers konar fjas er þetta,“ sagði Signý önug. „Þú ert ekki lengi að mynda þér skoðun um fólk, hvað svo sem skyldi vera að marka hvernig hann lítur út fyrsta daginn, sem þú sérð bann. Þú talar líkt og Bína núna.“ „Það var nú líka Bína, sem kom þessu inn í kollinn á mér,“ hugsaði Sigga, hálf skömmustuleg. „Það er náttúrlega gott, ef hann lítur eftir stráka- villidýrunum, svo að þú hafir frið fyrir þeim,“ stundi Signý mæðulega. Þá seig gamli raunasvipurinn á andlit Siggu. „Allt- af var móðir hennar þreytt og mædd, hugsaði hún. Þá kom faðir hennar inn. „Þarna er þá sú skólagengna komin,“ sagði hann ólíkt glaðlegri. „Og komin með drénginn á handlegginn um leið og þú ert komin inn fyrir þröskuldinn.“ „Hann er ólíkt rólegri hjá henni en mér,“ sagði Signý, „enda finn ég það, að ég hef enga handleggi til að halda á honum allan daginn, eins og hún er búin að venja hann á.“ Jónas tók drenginn á handlegg sér. „Varla er hún nú færari um að halda á honum á sín- um mjóu handleggjapípum, sagði hann þurrlega. „Ertu búin að láta hana hafa nokkuð að borða?“ „Hún var alveg að koma núna inn og maturinn bíður þarna á vélinni,“ sagði Signý og fór að færa fiskinn upp úr. Sigga tók lystug til matar síns. Jónas spurði hana eftir, hvort ekki hefði verið gaman í skólanum? „Jú, það verður víst þó nokkuð gaman, en við þurfum að læra í mörgum bókum í kvöld. Svo ætlar kennarinn að hlýða okkur yfir það á morgun,“ sagði Sigga tyggj- Tízkan Kona í svona falloKri blússu er vel klædd. andi. „Þú verður nú áreiðanlega að láta það bíða, þangað til Jói er sofnaður,“ sagði Signý úrill yfir þessum lærdómi, sem börnin urðu að sitja við, hvort sem þau vildu eða ekki. Sigga kom drengnum í værð með fyrra móti og fór að lesa lexíurnar, en gekk illa að skilja það fyrir ærsl- unum í bræðrum sínum og ekki batnaði skvaldrið, þegar tvíburarnir úr Móunum komu til viðbótar. Það var siður Grétu, þegar henni fundust þeir óþarflega háværir heima fyrir, að ýta þeim út og segja þeim að fara ofan í Bjarnabæ og leika sér við Tryggva og Valda. Nú þurftu systkinin að hafa næði til að lesa í öllum þessum bókum. Næsta dag varð Sigga að lesa allt upp aftur, sem hún átti að skila. Hún sá og heyrði útundan sér háðsglott og glósur frá Ragnari. „Það óhreinkast ekki lærdómsbækurnar hjá Siggu í Bjarnabæ og Bínu í Móunum, ef þær, lesa alltaf á fyrstu hlaðsíðunum." Sigga gekk hnípin og niðurlút, með augun full af tárum á eftir hinum krökkunum heimleiðis. Bína var upplitsdjarfari, hún hafði ekki þurft að hafa upp nema í einni bókinni. „Hvernig stóð á því, að þú stóðst þig svona illa, Sigga mín?“ spurði Bensi. „Strákarnir voru alltaf að ólátast svo mikið að ég gat ekki hugsað nógu vel,“ kjökraði Sigga. „Nú ég skil það vel að það sé ekki gott að læra í strákasolli. En það er ómögulegt, að þurfa að „hafa upp,“ þá kemst maður ekkert áfram. Samt batnar það ekkert við það að brynna músum. Við sjáum nú hvort ekki er hægt að finna einhver önnur ráð,“ sagði Bensi. Framh■ 12 N'ÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.