Nýtt kvennablað - 01.01.1954, Blaðsíða 15
Bollaleg'g'ing'ar
Eg lagði eyrun við, þegar „piparmey" 64 ára og gifl
kona töluðu saman. Sú ógifta sagðist ekki hafa gift
sig, af því hún fékk ekki þann, sem hún vildi „sína
hjartans ást," og nú sagðist hún sitja einmana heima
hjá sér og sjá eftir, að hún tók ekki þeim „næst bezta."
Segist nú segja ungu stúlkunum: „Giftið ykkur, slúlk-
ur!" En sú gifta sagðist hafa reynsluna, og sagðist
gefa ungu stúlkunum gagnstæð ráð.
Ég álít að við ættum að veita athygli, hvað hin ein-
mana, gamla kona segir. Ógifta konan hlýtur að eiga
margar þungbærar og erfiðar stundir, því það er nú
einu sinni svona, að það er á móti eðli heilbrigðrar
konu að eiga ekki heimili og lifandi manneskjur, sem
hún á sjálf, til að £órna sér fyrir. Auðvitað getur hjóna-
band misheppnast. En hættan á því er áreiðanlega
meiri hjá þeim, sem gifta sig í blindni ofurástar, en
hinum, sem gera það með opnum augum, þó að brjóst-
ið sé ekki sjóðheitt. Því áreiðanlega er það alltaf eitt-
hvað, sem bindur tvær verur saman, ef þau stíga hið
stóra spor.
Vitaskuld gera þau það ekki nema njóta fyllstu sam-
úðar hvors annars.
Vonandi eignast konan barn. Fær að lifa lífinu, í
meðlæti og mótlæti, gleði og vonbrigðum. Ef hún er
heilbrigð og góð í sér: má það vera mkið ómenni, sem
hún hefur lent á, ef bæði hún og hann bera ekki eitt-
hvað úr býtum, og án efa meira en hin ógifta; jafn-
ingi hennar, sem alltaf lifir í gráum hversdagsleika,
eftir að sígur á seinni hlutann.
Eg er ógift, er komin yfir þrítugt, en ungleg og kát.
Það öfunda mig margir. Ég hef þægilegt, yel borgað
starf og á ættingja og vini. En að hvaða gagni kemur
mér það? Það eru ekki mín eigin litlu börn; sem ég
kenni kvöldbænirnar, ekki þau, sem gleðjast yfir ævin-
týrunum og „gömlu húsgöngunum," eða yfir því að fá
nýja sokka og vettlinga.
Hvað ég skil vel, þegar Sigrid Undset lætur stúlkuna
segja: „Eg skammast mín ekki fyrir að óska, að ég
ætti barn og heimili, sem þarfnaðist mín til að geta
verið til, heim, sem hætti að vera öðrum það, sem hann
væri, ef ég hyrfi af sjónarsviðinu."
Vinir mínir segja við mig: „Að þú skulir ekki vera
gift Nína!" Ég finn, aS ég gæti skapað gott heimili —
ég er sár við sjálfa mig að hafa ekki hugsað skynsam-
lega um þetta fyrri. Nú umgengst ég bara frændfólk.
Hjónmeð börn, og afa og ömmur. Þó hefur þessi at-
hugasemd: „Að þú skulir ekki vera gift Nína," jafn-
vel giftu mannanna, hlýjað mér um hjartarætur.
Nína.
APPELSÍNUSUPA
1 I. vatn.
3 dl. appelsínusafi.
y&—SÁ matsk. kartöflumjöl.
Vatn, sykur.
Þegar vatnið sýður, er það jafnað með kartöfld-
mjölsjafningi. Ofurlítið flus látið út í, en gætið þess,
aS ekki sé neitt hvítt í flusinu, því aS þaS,orsakar
remmubragS. Rétt áSur en borða á, er appelsínusaf-
inn látinn í. ÞaS bætir súpuna mikiS, að láta appel-
sínusneið meS ofurlitlum rjóma ofan á í hvern disk.
SÍTRÓNUSÚPA
11/4 1. vatn.
2 sítrónur.
35 gr. smjörlíki.
35 gr. hveiti.
2 eggjarauSur eSa 1 egg.
75 gr. sykur.
Tvíbökur.
Sítrónurnar eru þvegnar, og önnur er flysjuð. Það
flus er soðið með vatninu í 5 mínútur. Hin sítrónan
er spressuS. StírónuvatniS er síaS. SmjörlíkiS brætt í
potti, hveiti hrært í og þynnt út meS sítrónusoSinu.
Hrært í, þar til sýður. Þá er sítrónusafinn settur út í,
en ekki má sjóSá eftir
þaS. EggjarauSurnar eru
hrærSar meS sykrinum í
súpuskálinni, þar til þær
eru ljósar. Þar í er súp-
an hrærS. Má ekki sjóða.
því að þá ystir súpan.
Borðuð með tvíbökum.