Nýtt kvennablað - 01.03.1954, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.03.1954, Blaðsíða 7
að afla alls þess 'með okkar eigin höndum, sem þjóð- félagsskipulag okkar útheimtir. Ég sé ekki betur, en að margt sé að verða hér fremur ískyggilegt, þótt ekki sé meira sagt. Þeim virðist frem- ur fækka, sem óska eftir að vinna að framleiðsluverk- um. ! ^4 Hvar stöndum við, ef ekki verður hægt að gera út skipin? Það spáir ekki góðu, að við þurfum að flytja inn sjómenn! Sú'var þó tíðin og er mjög skammt að minnast, að sá þóttist sæll og hólpinn, fyrir sig og sína, sem gat komist á togara og það þótt þeir væru ekki nefndir. nýsköpunarskip. En komi dramh, kemur smán! Ofmetnaðar-orða- gjálfur getur ekki gefið neinni þjóð eða einstakling sönn verðmæti. Vera má að hér sé hernáminu eitthvað um að kenna. Ef til vill myndi einhver, sem þar hefur vinnu verða feginn að draga sig til bjargar á sjónum. En ég held samt að hér'sé um stefnu- og hugarfars- breytingu að ræða. Sá sem er sjómaður í hjarta sínu unir ekki við eitlhvert fill í landi, þegar hann veit að skipin komast ekki á iniðin fyrir mannfæð. Mér þykir hart að þurfa að segja það, en ég held að skólasetur og skrifstofuhald sé farið að mergsjúga æskumenn okkar, svo að um munar. Eg held að við þyrftum að eignast skólaskip, þar sem snemma væri hægt að kenna drengjum sjó- sjómennsku. En fækka tímum þeirra á hinum almennu skólabekkjum. Það er bolt að beygja snemma krókinn að því, sem verða á. Ef til vill gæti það líka forðað einhverjum frá drykkjuskap og vandræðum. Nú er oft og mikið talað um jafnrétti kvenna til allra starfa og stétta. Sæti víst ekki á mér að amast við því. En ekki líst mér á það yfirleitt, að kvenfólkið leysi af hendi hlutverk karlmannanna til sjávarins. Og ég held að hér sé ég ekki alblind af ást til karlmann- anna. Ég uni því aldrei að heyra talað um karla og kon- ur sem andstöðuflokka, er helzt sæmi að etja saman til ófriðar. Því að svo sannarlega fer bezt á því, fyrir þjóðarheildina og heimilin, að maður og kona vinni samvizkusamlega saman, að andlegri og líkamlegri heill hvers annars og barnanna. Án þess að spyrja alltaf um, hvað borgar sig bezt, miðað við peninga- blið málsins. Hvers virði eru andlega hrjáðum mannverum auð- æfi og munaðar? Mannsandinn hefur alllaf þráð innri frið og öryggi. En hversu erfitt hefur það ekki reynzt mörgum að afla sér þess í þessum fallvalta stundar- heimi. Þar sem margur kýs fremur sápubóluna en gull- kornið. Lesari minn, ef þú gengir hér um göturnar og biðir fram gull og ódýran málm fyrir sama verð, þá myndu víst flestir liafa vit á því, að velja fremur gullið. En þessu virðist allt öðruvisi farið um andleg verð- mæti. Þá kjósa fleiri hismið en hinn skýra málm. Það eru líka svo margar ósamhljóða raddir, sem berast eyrum fólks. Þeir eru harla margir, sem vilja láta ljós sitt skína. En ekki allir að sama skapi rökfastir eða samvizkusamir í lífsspeki sinni. Það er vandi að vera kynslóð og eiga að varðveita og ávaxta, bæði andleg- an og veraldlegan þjóðarauð og skila þeim í hendur afkomendanna, þannig að þeir þurfi ekki að gjörast dómarar. fyrri kynslóðanna. Hér getur handritamálið marg umrædda orðið okk- ur til nokkurrar viðvörunar. Ég ætla ekki að dæma þær kynslóðir, sem tortímdu og förguðu handritunum fyrir lítinn pening.. Þegar sultur og nekt hafði þjakað fólk árum sam- an, var engin furða þótt það freistaðist til að meta meira silfrið, sem gat veitt því eitthvað af þeim frum- stæðu þörfum, sem það Jiráði heitast að veita sér og sínum, heldur en dægrastyttinguna, sem það gat sótt í skinnbækurnar sínar. Sjálfsagt hefur hún verið þó nokkuð hyggin á veraldarvísu, húsmóðurin, sem hef- ur gripið til blaðanna úr sjálfri Hauksbók, til þess að gjöra úr snið af barnsbol. Þar hefur Árni karlinn ver- ið heldur nærgöngull, Jjegar honum tókst að láta hana láta slíkt þarfa þing af hendi. Það hefur verið heldur hagkvæmara að geta lagt snið á voðarbótina, heldur en eiga á hættu að ódrýgja efni eða ónýta flík. Þá var pappír ekki fluttur hingað til lands í tonnatali, eitt- hvað varð það að vera annað, sem fólk bjargaðist við. „Engum er alls varnað, en fáum allt gefið,“ segir gamalt máltæki. Þetta virðist hafa sannast á Árna Magnússyni. Hann var fræðimaður og kunni að meta Jjann andlega og sögulega auð, sem kominn var að að tortímast með þessum íslenzku skinnskræðum. En lífsmátt og frelsisást mannlegrar sálar virðist hann ekki hafa matið eins að verðlcikum. Hefði hann verið gæddur þeim spámannsanda að sjá fram til Jieirra tíma að íslendingar endurheimtu frelsi sitt og sjálfstæði og séð íslands eiginn háskóla rísa af grunni, mundi liann ekki skilyrðislaust hafa arfleitt Kaupmannahafnarhá- skóla að handritasafni sínu. Heldur mundi hann hafa kveðið svo á, að Kaupmannahafnar-háskóli skyldi geyma handritin og notfæra sér þau þar til íslending- ar væru sjálfir færir um að veita þeim viðtöku. Þetta vita íslendingar og þeir Danir, sem nokkuð vilja vita í þessu máli. Ég fyrir mitt leyti er alveg sannfærð um, að Danir muni ekki lengi sitja yfir hlut okkar í þessu erfða- IStTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.