Nýtt kvennablað - 01.03.1954, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.03.1954, Blaðsíða 14
Böriilit og* t|örnin Fáir staðir munu það vera, sem eru meira ei'tirsóttir af unglingum og börnum en tjörnin, þegar hún er vel ísilögð á veturna. Þá æfir unga fólkið, stúlkur og piltar sig á skautum, sem skauta eiga og þá íþrótt iðka, og börnin með sín tæki, hvort heldur þau eru skautar eða sleðar eða hvorugt, bara renna sér fót- skriðu og ólmast eins og bezt gengur. Tjörnin er öll- um frjáls án tndurgjalds, nema þegar keppendur skautaíþróttarinnar taka vissan hluta hennar hernámi og bakkana með, sem næst Hggja, til þess að afla sér tekna. En þegar að ísinn er ótraustur sums staðar, þá kemur ótti að þeim, sem ung börn eiga, við hættuna, sem af því stafar, og nú í seinnitíð þykir tjörnin sér- staklega hættuleg frá Iðnó og Iðnskólanum suður fyrir byggingarnar við Fríkirkjuveg, og hafa þeir grun um, að það stafi meðfram af því að heitt vatn frá hita- veitukerfinu fái útrás í hana, svo mun og vera, að eitt- hvað af notuðu heitu vatni renni í tjörnina, auk þess er jafnan ótraustur ís við útrennslið (lokaða lækinn), því við stórstraum fellur sjór gegnum hann inn í tjörnina, svo að á vissum tímum er flóð eða fjara í tjörninni. Sérstaklega hefur kveðið að þessu í vetur, að ísinn hafi verið ótraustur, og guðs mildi að ekki hafa orðið slys af. Maður hefur stundum séð krakkahrúguna vestanmegin á tjörninni, en að austanverðunni hafa andirnar synt í hópum. Þó það geti verið skemmtilegt að horfa á þetta, þá er auðvitað stór hætta á ferðum, og hlýtur að verða að bæta úr þessu á einhvern hátt. Margir leikvellir barna eru vaktaðir og ekki þarf síður að hafa þarna vörð, þar sem opnar vakir eru og ótraustur ís. Og auðvilað á heita vatnið alls ekki að renna í tjörnina, nema hún sé þá tekin aðeins fyrir fuglana og liöfð opin og auð fyrir þá. Og börnunum þannig bokð frá. En slíkt er óhæfa meðan börnin og unga fólkið fá ekki skautasvell annarsstaðar. Með nú- tíma tækni má ef til vill láta flæða yfir sléttlendi og búa til skautasvell. En meðan ekkert er gert til bess að borga okkur skautaísinn á tjörninni okkar í sömu mynt, með skautaís annars staðar, þá eru börnin rænd iþví, sem þau ættu að eiga og hafa ált .Mæðurnar og ömmurnar og allir aðstandendur þeirra sviptir bezta leikvellinum fyrir þau. Það er sárt að gera Tjörnina að Grýlu, sém menn eru meira og minna hræddir við. Og Leppalúðaháttur að láta þessa annars rómuðu hitaveitu trufla hið glaða, 12 heilbrigða líf barnanna okkar. íþróttir úti undir beru lofti eru líklega ekki samhærilegar við leikfimis- kennsluna innan húss, sem kostað er til, tugþúsunda. Þá ættu Reykvíkingar ekki að eyðileggja vinsælasla vetrar-íþróttasvæðið, sem frá öndverðu hefur verið frjálst og ókeypis. Skautaíþróttin endist líka mörgum til elliára og er þessvegna goðgá að sleppa tilkalli til tjarnarinnar fyrir manneskjurnar, ungar og gamlar. Við höfum nóg af gerviskemmtunum. En færri staði fyrir heilbrigða gleði, sem við sköpum okkur sjálf, með því að halda við æskuleikjum. Formæður í Israel REBEKKA Kynþáttahatrið hefur hásfrú Rebekka, Svefnlaus sumar nœtur. Svartar tengdadælur ala á óþokka. Lét til skarar skríða. — Sá skyldi völdum ná, sem lilfar hennar hafSi. Höndum Jakob vafði, en klekkti Esaú á. Jakob raöa ragur rœna bróÖar sœmd — en hún bjó allt í haginn, honum nœsta daginn náSin drottins dœmd. Frúin frceg er orSin fyrir bragSa-vit. Alla bölvun beggja bauSst á herSar leggja. — Blcssun likamslit. Heill, þá Jakob hlýtur, hjartaS sœlt og mett. Hans er hœsta sœtiS! hennar drembilœtiS, — aftur ung og netl. G.St. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.