Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 5
„Trúí og trúi ekki. Ég kef oft rekiS mig á ýmsa undarlega kluti. Sagan, sem ég sagSi þér áSan er sönn.“ „Tilviljun," sagSi ég. „Má vera. En nú er bezt aS ég komi þvi í framkvæmd, sem ég hef lengi ætlað. Þetta gæti veriS áminning til min aS draga þaS ekki lengur. En sannleikurinn er sá, aS þetta var alveg falliS í gleymsku. Þú veizt aS ég er tvígiftur. MeS fyrri kon- unni átti ég tvö börn. Þau eru nú uppkomin. ÞaS er ætlunin aS sonur minn taki viS Þangbakka. ÆttfeSur mínir hafa búið' á jörSinni í marga ættliSi. Venjulega hefur elzti sonur hreppt jöröina. Ég á ekki nema einn son. Hann er sjálfkjörinn bóndi á Þangbakka. Seinni kona mín var ekkja er ég giftist henni. ViS erum barnlaus, en meS fyrri manni sínum átti bún telpu, sem nú ec 8 ára. Ég hef lengi ætlaS mér aS arfleiSa hana aS sama hluta og börnin mín fá eftir minn dag.“ „En til þess þarftu samþykki konu þinnar og barna,“ skaut ég inn í. Einbver skaut því aS mér á undan þér, en sagSi jafnframt, aS hægt myndi að koma því fyrir á annan hátt.“ „Alveg rótt,“ sagði ég, meS gjafabréfi, sem er löglega geng- ið' frá, vottfest og þinglesiS." „Þú ert lögfræSingur og getur samiS skjaliS á svipstundu," sagSi hann. „En liggur nokkuð á þessu núna, Bjarni?" spurði ég. „Nú vil ég ekki draga þetta lengur. Allur er varinn góður,“ sagði hann. Ég sá mér ekki fært að neita honum um þetta, svo fast sótti hann þetta. Ég á fimm jarðir. Þanghakki er lang stærsta býlið, þar næst er jörð, sem ég keypti tveimur árunr eftir að seinni kona mín fluttist að Þanghakka. Sú jörð heitir Áslaugsstaðir. Hana gef ég telpunni, og bætir það upp hlut konu minnar, sem ég veit að ekki muni ganga ríkt eftir sínu, en ég hef setið í óskiptu búi. Ég lasta ekki bömin mín, en æskan er ævinlega eigin- gjörn.“ SkjaliS var ritaS, vottar voru tveir upp kotnnir synir mínir. Þá reif ég upp úr rúminu til þess að skrifa undir. Ekki mátti það dragast til morguns. Bjarni ætlaði að leggja snemma upp morguninn eftir. Skjalinu átti ég að framvísa og geymast átti það hjá mér. Bjarni var harla glaður er þessu var lokið. „Nú er ég ferðbú- inn hvenær a er,“ sagði hann. Ég skildi við hvað hann átti. Þegar hann kvaddi, sagði hann brosandi um leið og hann faðmaði mig að sér: „Ég skal standa á bakkanum er ferju- maðurinn ferjar þig yfir.“ Tíminn leið. Mér barst bréf frá vini mínum. Hann komst heill heim og kenndi sér einskis meins. I bréfinu minntist hann á skjalið og hað mig að ganga svo frá að ekki yrði við því hróflað. Mér létti stórum. En nokkrum vikum síðar var lát hans kynnt i útvarpinu. Yfir mig þyrmdi. Ég fór einförum. Ég hafði misst hjartfólgin vin og tryggan félaga. Trú mín á framhaldslífið Var ekki svo sterk að hún yrði mér til huggunar. Efinn gerði þrásinnis vart við sig. Að lokunt settist ég inn í stofuna sem viS höfðum setið í, vinur minn og ég, og lokaði mig inni til þess að hafa næði. Ég vissi ekkert þá á hvern hátt hann lézt. Ég settist í sama stólinn og ég sat í síðasta kvöldið, sem hann var á heimili mínu. Auðvitað snerust hugsanir mínar allar um hinn látna vin og margt rifjaðist upp. Ég óskaði þess af heilum NÝTT KVENNABLAÐ huga, að Iiann birtist mér og gæfi mér trúna. Ekki varð mér að ósk minni. Engin áhrif fann ég, en er ég opnaði skrifborð mitt og leit á skjalið, sem samið var, þetta umrædda kvöld, fann ég sterkan skógarilm. Þetta varaði aðeins augnablik. En þrátt fyrir það þótti mér þetta kynlegt. Fjórum dögum síðar kom pósturinn með hréf frá ekkju hans. í bréfinu segir hún: Hann fór árla morguns að höggva við i skóginum. í fylgd með honum voru tveir vinnumenn. Viðinn notum við til elds- neytis og ekki reykjum við kjöt við annað eldsneyti. Hann fór heilbrigður að heiman, en var fluttur örendur heim. Læknirinn sagði, að liann hefði orðið bráðkvaddur. Eg held að hann hafi órað fyrir því að hann yrði ekki gamall rnaður. Hann minntist á það eftir að hann kom að sunnan. Eitt er víst, að gjafabréfið til telpunnar minnar væri enn óritað, ef hann hefði ekki farið suður. Ég er þér ákaflega þakklát. Lengi sat ég með bréfið í höndunum. Ég las það aftur og aft- ur. Ég minntist síðasta kvöldsins, sem ég var með honum og áhrifanna, sem ég varð fyrir ,skógarilmsins og lyktarinnar af þanginu og þaranum. Svefninn, sem á mig sótti var allt annað en eðlilegur eða þá skógarilmurinn, sem ég fann liér í stofunni daginn, sem lát lians koin í útvarpinu. í þessu bréfi stendur að hann hafi látist í skóginum. Eitthvað var í þessu, sem ég gat ekki skilið né skýrt. Þessi reynsla var þó ekki nægileg til þess að sannfæra mig, sem ber Tómasar eðlið í brjósti, en hún sýndi mér að heimskulegt er að fullyrða nokkuð, meðan skynjun okkar nær ekki út fyrir jarðsviðið. Ég mun aldrei gleyma þessum atburði. Oft hugsa ég um liann, einkurn nú er líða tekur á ævikvöldið. Sé nú svo, að við höldum áfram að lifa eftir að þessu lífi er lokið, er gott til þess að hugsa að æskuvinur minn standi á bakkanum, ei. ferjuna ber að landi. • DIIAUMAR HALLGRÍMS JÓNSSONAR, heitir bók, sem nýlega er komin út. Eru þetta hundrað draumar, er Hallgrím skóla- stjóra Jónsson hefur dreymt og eru skrásettir af hon- um. — íslendingar hafa frá alda öðli gefið gaum að draumum og fyrirboðum og ávallt hafa verið hér á landi draumspakir menn. Er Hallgrímur einn þeirra. Mun marga fýsa að kynnast þessari litlu bók. Hún er, sem vænta mátti, skýrt og vel rituð, draumarnir mjög athyglisverðir og merkilegir. Flestir hafa Jiegar komið fram, en sumir eiga sér lengri aldur. — M.J. • i Lconardo da Vinci var ítali f. 1452, d. 1519, talinn mesti snillingur allra tíma. Kunnastur þó fyrir suni málverk sín, m. a. af Kveldmáltíðinni og Monalísu. Myndin á forsíðu þessa blaðs heitir Gamall og ungur, er það rauðkrítar mynd geymd á listasafni í Florense. Talin gerð um 1495. Rembrandt van Ryn, sem frosíðumyndin í marzheftinu var eftir, var f. 4. júlí 1606, d. 4. okt. 1669, frægasti málari Hollend- inga. Konan hans, sem myndin var af, hét Saskía. Aðra rnynd hefur hann gert af sjálfum sér og henni, sem er mjög fræg. 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.