Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 5
Frú Laufey Vilhjálmsdótíir 75 ára 18. sept. s.l. Það yrðu ekki margir til þess að geta rétt um aldur- inn, ef þeir ókunnugir sæju frú Laufeyju, granna og spengilega með áhuga og fjör í augum og glampandi líf í hverri hreyfingu. Árla morguns er hún á fótum. Það vitum við og 'geruni okkur upp erindi snemma dags. Frú Laufey býður okkur inn í sitt fallega, vingjarnlega heimili, Suðurgötu 22, og við staðnæmumst fyrir framan stóra mynd af afmælisbarninu. — Hvenær var þessi mynd gerð? — Ásgeir Bjarnþórsson listmálari málaði hana ár- ið 1951, en þá var ég búin að starfa í stjórn Lestrar- félags kvenna Reykjavikur í 40 ár, og gáfu félagssyst- ur mínar mér þessa mynd í tilefni af því. Ég er þeim þakklát fyrir það, þó að ég að sumu leyti kunni ekki sem bezt við, að liafa hangandi mynd af sjálfri mér á heimili mínu, en það er bót í máli, að heimili mitt er jafnframt heimili barna minna, því að ég hef átt því láni að fagna að hafa þau oft í kringum mig. — Hve mörg börn eigið þér, frú Laufey? — 6 börn, þrjár stúlkur og þrjá drengi, þar af fjög- ur á lífi. — Samt hafið þér getað unnið allmikið að félags- málum um æfina. — Já, stundum, segir frú Laufey brosandi og bætir við: — Ég hafði ekki komizt hjá því að taka þátt í þeim áður en ég giftist. Ég var nærri 35 ára, er ég gekk í hjónabandið og var þá búin að hjálpa til við stofnun ýmissa menningarfélaga og má þar nefna Kvenfélagið Hringinn, Kvenréttindafélag íslands, Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur, Heimilisiðnaðarfé- lag Islands, Sumargjöfina o.fl. En aðalstarf mitt, út á við, tel ég hafa verið kennarastarfið við Barnaskóla Reykjavíkur, árin 1900—1914, en því sagði ég lausu, er ég giftist dr. Guðmundi Finnbogasyni landsbóka- verði, árið 1914. — Eftir það reyndi ég smátt og smátt að draga mig út úr ýmsum félagsstörfum, til þess að geta varið bet- ur kröftum mínum í þágu heimilis míns, sem alla tíð hefur verið aðalstarfssvið mitt og mér mjög hjartfólg- ið. Samt er það eitt félag, er ég gat ekki slitið mig frá, en það er Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur, sem nú hefur bækistöð sína á Grundarstíg 10 og farnast þar vel, þó að árlega verið að draga út eldri bækur. slitn- ar, til þoss að hafa rúm fyrir bókasafnið. Er öll vinna NtTT KVENNABLAÐ Laufey Vilhjálmsdóttir. við safnið sjálfboðavinna, og hefur svo verið öll ár- in, er félagið hefur starfað. Minnist ég með þakk- læli margra, ágætra félagssystra og ánægjulegra vinnu- stunda innan félagsins. — En hvernig er það með Kvennaheimilið Hall- veigarstaði. Hafið þér ekki líka starfað þar? — Jú, á köflum, en oft orðið fyrir miklum von- brigðum. Það er eins og óhöppin elti það byggingar- mál. Eða er það þröngsýni og geðleysi þeirra, er ráða byggingarmálum þessa bæjar, er valda því, hve seint gengur. Auðvitað er það líka okkur konunum að kenna! Vonandi rætist úr þessu, áður en langt liður. Hér vantar samkomustað, þar sem konur geta unnið að áhugamálum sínum. Þennan bæ vantar vistlegan mat- sölu- og kaffisal, ennfremur góð gistiherbergi,’ er geta tekið á móti fólki, þegar ferðamannastraumurinn er mestur. Mér hefur alltaf fundizt það eins könar vantraust á íslenzkar konur, að bær og ríki hafa ekki fyrir langa löngu falið þeim að reisa samkomuhús, þar sem bætt væri úr þessari vöntun að einhverju leyti. Þessar stofn- anir ættu í þessu skyni að útvega hagkvæmt peninga- lán til byggingarinnar og yfirleitt að greiða fvrir henni á ýmsa lund. Þetta á ekki að verða nein „luxushöll“ heldur stílhreint, vistlegt samkomuliús, þar sem þrifn- aður og heiðríkja býður mann velkominn. — Þér starfið ekki lengur við „Islenzka ull?“ — Frú Anna Ásmundsdóttir og ég höfum það ekki lengur á okkar hendi, heldur var fyrirtækið afhent tóvinnudeild íslenzks heimilisiðnaðar, sem nú hefur bækistöð sína í Baðstofunni. Gaman hefði verið að spyrja að mörgu. En við

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.