Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 6
Kriitín Giiðmiiiiclsdóttir Verið mœ&ur vona nýrra! veriS alda Ijós! GeriS landiS liýrra, hlýrra, hrjósturkvist aS blómgri rós! GreiSiS veginn sumri’ og sólu, söng og kœrleiks-yl, — hverjum ilmreyr, hverri fjólu hjálpiS þcr aS verai lil! — G.G. ( Kristín í Gróðrarstöðinni, eins og við vinir hennar og kunningjar ávallt nefndum hana, var fædd að Þor- finnsstöðum í Önundarfirði, 12. marz 1882. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ásgeir Eiríksson hreppstóri, bóndi á Þorfinnsst. og kona hans Þórunn Halldóra Sveinbjarnardóttir. Á Þorfinnsstöðum ólst Kristín upp. Móður sína missti hún aldamótaárið. Haustið 1901 fór hún alfarin að heiman, gekk hún næsta vet- ur 1901—2 í Kvennaskólann í Reykjavík, en fór svo skömmu síðar til Kaupmannahafnar. Þar dvaldi hún næstu ár og lagði stund á allskonar saumaskap og lauk prófi í kjóla- og kápusaumi. Á þessum árum, meðan hún dvaldi í Kaupmanna- höfn munu þau fyrst hafa kynnzt Kristín og Einar Helgason, hinn ágæti, kunni garðyrkjufrömuður, og eftir heimkomuna giftust þau 25. júní 1906, en sá dag- ur var fæðingard. Einars. Þau eignuðust son, Eirík arkitckt. Eiríkur er kvongaður Helgu Helgadóttur, bankastjóra Sveinssonar. Móðir Helgu var Kristjana Jónsdóttir Sigurðssonar alþingismanns á Gautlöndum. Auk þess áttu þau hjón, Einar og Kristín fósturson, Aðalstein Norberg. Gekk Kristín honum að öllu leyti í móðurstað og unni sem sínum eigin syni. Aðalsteinn er kvæntur Ásu Berndsen og eiga þau þrjár dætur. Eftir að þau Einar og Kristín höfðu stækkað húsið í Gróðrarstöðinni og voru flutt j)angað, tók Kristín lif- andi þátt í starfi manns síns. Hún var óvenju hagsýn við öll störf og var sem þau léku öll í hendi hennar. viljum ekki þreyta frú Laufeyju. Tímum því ekki. Hún þarf enn að breiða út blöðin í morgunsólinni, því hún á marga aðdáendur. Við j)ökkum henni elskulegar móttökur dáum hennar miklu fjölhæfni og framsækni á lífsleiðinni, Reykjavíkurbæ og íslenzkri })jóð til auk- innar menningar. Megi hún enn í mörg ár erja akur- inn og sjá öxin þroskast. 4 Kristín Guðmundsdóttir. Það mátti segja, að heimili j)eirra hjóna væri aldrei gestlaust, og öllum var tekið með hlýju og velvild. Margir þurftu að leita til hins nýja garðyrkjufræðings. Áhugi manna fyrir ræklun skrautblóma og nytjajurta var vaknaður og menn sáu að fleira gat þrifizt hér en rófur og kartöflur. En það þurfti ekki einungis að leiðbeina fólki við ræktunina, heldur jafnvel að færa sér í nyt það, sem moldin gaf af sér. Fegurð blómanna dylst fáum og Einar var óþreytandi að reyna eitthvað nýtt. Það var svo gaman að auðga ísl. gróðraríki af nýjum trjám, blómtegundum og enda grænmeti. Tré, sem þú plantar vex meðan þú sefur, var Einar vanur að segja. En að plöntunum ungu þurfti að hlynna, og það starf var ekki síður hugleikið ungu frúnni en hús- bóndanum. Hvað hún gat fagnað, þegar ný tilraun heppnaðist. Þau lijón voru bæði óþreytandi að fræða gesti um heiti jurtanna og þroskaskilyrði, og stundum bar það við, að gesturinn var leystur út með litlum blómvendi eða plöntu, ef gesturinn álti garðholu. Margir ungir menn urðu til að leita leiðbeininga hjá garðyrkjufræðingnuin. Áttu þeir allir góðu að mæta, jafnt hjá húsfreyjunni sem húsbóndanum. Þá var það eitt vor, að til var blómskreyttur hálfhringur, sem nefndur var „Ljónagryfjan“. Hafði hann hlaðizt upp úr ýmsum úrgangi svo skjól varð á flestum átt- um, en blómin svo gróðurselt inn á milli smárra og stórra steina. En Ljónagryfju-nafnið mun hafa komið af því, að sá, er þar var mjög að verki þetta vor hét Daníel. Var þar margt alls konar blóma, eða þar mætt- ust, hin villta ísl. náttúra, jafnvel „melgrasskúfurinn harði“ og erlend skrautblóm. Trúi ég varla, að fleir- um hafi ekki farið sem mér, að þykja Ljónagryfjan einn fegursti blettur í Gróðrarstöðinni. Einar Helgason andaðist 1935. Áður hafði hann tryggt sér æði mikla lóð við hús sitt, sem svo varð NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.