Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 7
TVÆR UM HJARTA KONUNGSINS Kristján II. var sendur af Danakonungi. föður sín- um, til Noregs sem ríkjum ráðandi konungsefni, til að Iægja uppþot í Osló og á Heiðmörk. Var þá líka nokkurt hark milli þýzkra manna og Bergensbúa og Valkendorf kanslara falið að rannnsaka ástandið þar. Erik Valkendorf kunni strax vel við sig í Bergen. Þar var glaumur og gleði. í borginni bljómuðu flest tungumál álfunnar, þar voru Þjóðverjar, Hollending- ar, Englendingar, menn frá íslandi og Færeyjum. Strætin voru yfirfull af fólki hvaðanæva. Eftirtekt hans vöktu sér í lagi tvær konur. Eldri konan var jafn ljót og sú yngri var falleg. Þetta voru þær, Sigbritt, hollenzk, og Dyveka dóttir hennar. Þær seldu vöflur á torginu og ráku einnig smáveitingahús. Unga stúlk- an vék aldrei úr liuga hans, svo þótti honum lil um yndisþokka hennar. Hún var kurteis og af henni fór hið bezta orð. Prinsinn, Kristján II. komst allur á loft, er hann lýsti henni fyrir honum. Þeir afréðu að halda dansleik í ráðhúsinu. öllu stórmenni borgarinnar skyldi boðið og einnig þeim Sigbritt og Dyveku. Þegar mæðgurnar fengu boðskortið, stóð ekki á Sigbritt að byggja loftkastala: — Líttu nú á barnið nokkurs konar heimilisgarður. Þar reisti hann í til- raunaskyni fyrsta gróðurhúsið. En síðar stóðu þar um skeið 3—4> stór gróðurhús með alls konar skrautblóm- um og plöntum. Eftir lát manns síns hélt Kristín starfi hans áfram með hinum mesta myndarbrag. Hún var ávallt ung og glöð í starfi, lífsþrótturinn mikill, við- mótið hressandi og vinátta hennar innileg. Þegar Kvenréttindafélag íslands var stofnað 27. jan. 1907, var frú Kristín ein af stofnendum þess. Var hún þar sem annars staðar góður liðsmaður. Síðustu árin dvaldi Kristín í Gróðrarstöðinni ásamt ungu hjónunum, syni sínum og tengdadóttur og börn- um þeirra. Undi hún þar vel hag sínum innan um unga fólkið. Var enn sem fyrr oft gestkvæmt í Gróðrarstöð- inni, þótt árin færðust yfir sá það lítt á frú Kristínu. Starfsþrekið virtist lítt bilað og heilsan góð, þar til yfir þyrmdi skyndilega. Hún andaðist á sumardaginn fyrsta síðastliðið vor. Með Kristínu er horfin ein af okkar mætu konum. Hún unni öllu fögru og góðu. í þeim anda lifði hún og starfaði. Blessuð sé minning hennar. Steinunn H. Bjarnason. mitt, sagði hún, — hamingjan brosir við þér og okk- ur báðum. Er Dyveka var hnuggin á svipinn bætti móð- irin við: — Hinn konunglegi örn lyftir þér upp á sín- um breiðu vængjum, litla Dyveka! Vertu glöð og kát, láttu að vilja hans, þú verður rík og hamingjusöm, barnið mitt, öfunduð af mörgum. Þvílíkur dansleikur hafði aldrei verið haldinn. Kristján prins færði upp dansinn með ráðherrafrúnni. Eftir það dansaði hann alltaf við Dyveku, sem var fegurri en nokkur baldinbrá. Morguninn eftir sagði prinsinn Sigbritt að selja veitingahúsið. Dyveka og hún skyldu fava með honum til Osló. Þar bjó hann á Akershus. Dyveka var þar hjá honum sem oftast, annars bjuggu þær Sigbritt og dótt- ir hennar í eigin íbúð. Seinna fluttust þær með hon- um til Kaupmannahafnar. Árið 1513 var Kristján krýndur til kcnungs, eftir lát föður síns. Breyttust þá aðstæðurnar og skyldi hann fá sér drottningu. Konungur Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar var ekki slæmur ráðahagur fyrir prins- essurnar, enda var ekki skortur á þeim, rússneskum, frönskum, spænskum „allar vildu mevjarnar eiga hann.“ En kvonfanginu varð að haga eftir „diplomat- iskum“ útreikningum. Enginn spurði um tilfinningar. Drottningarefnið varð að vera af þeirri ífett, sem varp- aði mestum ljóma á konunginn og ríki hans og var hún valin af Habsborgarættinni. Maximilians keisari, sonur Filipps, átti 2 dætur og einn son. Karl mikla, sem var svo voldugur og ríkur, að sólin gekk aldrei undir í ríki hans. Vildi þá Kristján 11 konungur fá Eleonere, eldri systurina, en hún var gift til Portúgal. Isabella varð drottningarefnið, í Danmörku hlaut hún nafnið Elísabet. Hún var ekki sérstaklcga lagleg, en þess í stað svo ástúðleg, góðleikinn skein úr augunum. Isabella var aðeins 13 ára gömul, þegar Mogens Gjöe, ráðherra fastnaði hana konunginum, 1514. Ári síðar, nálægt miðsumri skyldi brúðkaupið haldið í Kaup- mannahöfn. Á tilsettum tíma sendi konungurinr. Erik Valken- dorf, sem orðinn var erkibiskup í Þrándheimi og Nils Gyldenlöve að sækja Isabellu prinsessu. Orðróm- urinn um Dyveku hafði borizt keisaraættinni, svo jafn- vel átti að draga að sér hendina og hætta við að senda þessa saklausu stúlku í brott, þegar þá líka, að það var einmitt Erik Valkendorf, sem sendur var eftir henni, hann, sem átti sök á tygjum konungsins við Dyveku. En þá lofaði hann að fjarlægja hana. Engin glcði ríkti í keisarahöllinni í Ilollandi, cr drottningar- efnið lagði af stað, frekar sorg og illt hugboð. Stormasamt var og illt í sjó alla leiðina til Dan- merkur. Brúðurin sársjóveik. Ferðinni seinkaði svo NVTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.