Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1954, Blaðsíða 10
GuSrún frá Lundi: ÖLDUFÖLL FRAMHALDSSAGAN Þorbjörg benti með augunum til rúmsins, þar sem drengurinn lá. Jóna stóð að baki systur sinnar gap- andi af undrun.“ Skyldi hann vera dáinn?“ tautaði hún yfir öxl henni. Hallfríður hafði orðið gestanna vör. Hún kom fram að dyrunum. Hún var grátbólgin í andliti og skalf af ekka. Hún faðmaði Signýju að sér og hvíslaði: „Það tók stutt af, aðeins tvö krampa- flog, svo var allt búið.“ Hún studdi hana inn að rúm- inu. Jónas færði sig til hliðar, en leit ekki á konu sína. Signý grúfði sig yfir litla líkið grátandi. Hallfríður reyndi að hugga hana. „Hefði ég vitað, að svona stutt var eftir, hefði ég ekki yfirgefið hann, blessaðan drenginn minn,“ kvejnaði móðirin. Hallfríður hjálp- aði Jónasi við að útbúa ofurlitlar líkbörur, á þær var svo litla líkið lagt og borið fram í geymslu, svo bjó hún um rúmið og kom Signýju í það. Jónas talaði ekki orð við konu sína. Hallfríður hjálpaði drengjunum í háttinn um kvöldið, bauð svo góða nótt og fór. Sigga gisti í Bakkabúð þessa nótt. Signý fór á fætur morguninn eftir eins og hún hafði verið vön og hitaði morgunkaffið. Jónas drakk það steinþegjandi og fór svo út til skepnanna. Signý var alveg eyðilögð. Hún hjálpaði drengjunum á fætur, fór svo í fjósið. Þegar hún kom heim stóð Sigga við elda- vélina, kjökrandi. Mamma hennar strauk henni yfir kinnina og heilsaði henni með kossi. Slíkt var óvana- legt. Svo fór hún að spyrja hana, hvernig þetta hefði gengið til daginn áður. Sigga sagðist hafa verið ein inni með Jóa, hann hefði verið svo óvær, hvernig sem hún reyndi að leika við hann. Allt í einu hefði hann kastast úr fanginu á henni á grúfu í rúmið. Svo hefði hann orðið svo stífur og titrandi. IJún hefði farið að háskæla af hræðslu, engin hjálp var nærri. Þá hafði Bensi komið, alveg eins og sendur af himni. Hann ætlaði eitthvað að finna pabba hennar. Þegar hann sá, hvað hún vær hrædd sótti hann mömmu sína. Ffún tók Jóa og sagði, að Sigga skyldi fara með Bensa ofan í Bakkabúð, þar hafði hún verið allt kvöldið. Bensi hafði beðið Þorbjörgu að fara uppeftir. Meira vissi hún ekki. Hallfríður hafði sagt henni það í morgun, að Jói litli væri dáinn. Sigga endaði frásögn sína með þessum ásökunar orðum: „Ég er viss um, að hann væri ekki dáinn, ef þú hefðir viljað koma með mér heim í gærkvöldi.“ „Óttaleg vitleysa er í þér bam“, sagði Signý.“ Ég hefði víst ekki getað gert annað fyrir hann 8 en gert var. En mikið vildi ég gefa til þess að hafa farið heim með þér.“ Sigga var niður í Bakkabúð allan þennan dag og næstu nótt. Signý var lengst af ein inni. Veðrið var gott, svo að drengirnir voru úti. Líklega sat Jónas úti í fjárhúsum til að losna við nálægð hennar. Þegar hann kom inn í rökkurbyrjun, gat hún ekki annað en borið upp kveinstafi sína við hann: „Því sit- ur þú ekki inni maður. Ég þoli ekki þessa einveru og þögn.“ „Viltu þá ekki fara inneftir til Jónu systur þinnar. Þú þarft ekki að kvíða þögninni þar!“ Það var ískuldi í rödd hans, sem nísti hjarta hennar. „Ég hefði sjálfsagt aldrei farið þangað, ef mér hefði fundizt ég geta borið þennan kross lengur, en ég var al- veg að uppgefast,“ sagði Signý lágt. ,.Ég svaf betur þar, en eins og þú getur sjálfsagt skilið hefði ég aldrei gert það, ef ég hefði vitað að þetta kæmi fyrir.“ „Hvernig ætlaðirðu þá að bera byrðina að þínum parti? Aumingja Sigga. Hún var ein heima með hann, þegar hann fékk flogið. Hefði ekki viljað svo til að Bensi leit inn?“ Jónas var jafn miskunnarlaus og áður. „Ég þykist vita, að það verði svipa, sem ég fái að kenna til undan, bæði á brjósti og baki“, kjökraði hún ofan í prjónana. „Það hefur sjaldan neitt gott í för með sér, að skjót- ast undan skyldunni. Það hefur þú þó getað séð, hversu erfitt það yrði fyrir mig að hugsa um drenginn með öllum heimilisverkunum. Hefði ekki Þorbjörg hjálpað mér, hefði Sigga orðið að hætta í skólanum. En ekki þarftu samt að óttast, að ég verði sífellt að nauða um það. Það verður aldrei tekið aftur, sem liðið er, sagði hann mildari. Nú kom Sigga inn. „Mér finnst þú nú ekki þurfa að vera allan daginn niður í Bakkabúð, Sigga mín, þó að þér finnist það ólíkt skemmtilegra, en hérna er þó þitt heimili,“ sagði Signý. „Mér finnst svo leiðinlegt að koma inn, þegar Jói litli er dáinn“, kjökraði Sigga. „Þó er allra leiðinleg- ast, að það skuli eiga að láta hann í svarta kistu og grafa hann ofan í kirkjugarðinn á Höfða “ Jónas bað hana að koma til sín. Hún settist á hnéð á honum. Hann talaði lengi við hana um það, hvað Jóa liði vel hjá Guði og góðu englunum. Ef hann hefði lifað hjá þeim, hefði hann aldrei orðið annað en aumingi. Sigga vissi, að allt var satt, sem pabbi sagði og reyndi að hugsa sér, hvað Jóa litla liði vel á himn- um, en söknuðurinn vildi ekki hverfa. En Signý hugs- aði til þess með talsverðri beizkju, að það hlvti þó að vera talsverðar sárabætur, ef maður hennar gæti talað NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.